Vera - 01.02.1991, Blaðsíða 9
lagt af mörkum. Við verðum að
spyrja okkur sjálfar að því með
hvaða farangur við ætlum í kosn-
ingabaráttuna. Það þýðir ekki
bara að benda á næstu konu og
ætlast til að hún leggi til nestið.
Urslit þessara kosninga eru undir
okkur öllum komin en ekki bara
einhverjum örfáum sem ætla að
bjóða sig fram.
Það virðist ætla að verða
talsverð uppstokkun á framboðs-
listum, margir nýir sem væntan-
lega munu hefja sína óðalsbaráttu
fyrr en síðar. Það er erfitt fyrir
konur að fóta sig í slíkri baráttu
auk þess sem hún er körlum svo
mikils virði að þeir reyna að fylla
upp sviðið. Þetta getur orðið
okkur erfitt. Besta svarið sem við
eigum við þessu er að vera skap-
andi og einlægar í málflutningi
okkar og hugmyndum."
Þú talar um að menn hlusti á
og hampi þeim sem völdin hafa
og það eru ekki konur. En af
hverju eru konur valdalausar og
hafa verið það í árþúsundir?
„Þegar sjaldgæft næði gefst
frá daglegu amstri hvarflar hug-
urinn oft að því að reyna að skilja
ástæðurnar fyrir hinu aldagamla,
almenna valdaleysi kvenna. Það
er undarleg staðreynd sem sagan
greinir frá og samtíminn sýnir að
helmingur hvers samfélags skuli
vera jafn valdalaus og konur eru.
Þó að konur séu ekki áhrifalausar
virðast áhrif þeirra samt
sjaldnast duga til að bæta eigin
hag. Orsakirnar hljóta að vera
fjölþættar og samofnar úr
félagslegum og líffræðilegum
þáttum. Ég hef alltaf haft áhuga á
atferlisfræði og samskiptum
fólks, og barátta fyrir bættum
hag kvenna og þarna leiðir
hugann að því hvernig samskipti
einstaklinganna þróist þannig að
konur og börn verði valdalaus og
oft beitt óréttlæti. Hún leiðir
hugann að valdi og valdbeitingu
og ofbeldi, sem fer vaxandi og
verður bæði grófara og
opinskárra í þjóðfélaginu dag frá
degi. Það er mikilvægt að reyna
að skilja eðli valds og þörf fólks
fyrir það í samskiptum sín á milli
og reyna að rekja rætur of-
beldisins til orsaka sinna. Þannig
er von til að geta komið í veg fyrir
valdbeitingu og ofbeldi og að
jafna megi valdahlutföllin milli
kynjanna þannig að bæði njóti
styrks síns án þess að halli á hitt.
Þetta finnst mér mjög áhuga-
vert rannsóknarverkefni, einkum
„Þaö hefur fœrst
aukinn kraftur í
Kvennalistann þó öfl
fyrir utan keppist viö
aö spó fyrir um
endalok hans. En
andstaöan er
sígild."
líffræðilegi þátturinn og hvernig
hann tengist þeim félagslega en
þeim fyrrnefnda hefur verið
minna sinnt af kvennahreyf-
ingunni en skyldi ef til vill af ótta
við að niðurstöður slíkra rann-
sókna yrðu notaðar gegn rétt-
indabaráttu kvenna. Mér finnst
þær hins vegar mjög forvitnilegar
og gætu orðið til að styrkja mál-
stað kvenna."
Þó oftast nær sé talað um kvenna-
hreyfinguna í eintölu þá er hún
engu að síður fjölþætt og síbreyti-
leg og hugmyndir hennar hafa
tekið margvíslegum breytingum í
„Mér finnst
fjölmiðlamenn
almennt beina
sjónum sínum of
mikiö að vald-
höfum.... Stundum
jaðrar þetta viö
dekur.“
„Viö konur erum
sjólfar að biöja um
að okkar „ööru-
vísileiki" sé metinn
jafngildur og þaö er
jafn mikilvœgt fyrir
okkur aö muna eftir
því hver gagnvart
annarri.“
tímans rás. Guðrún lagði áherslu
á að einmitt þess vegna þyrftu
konur í kvennahreyfingunni
töluvert mikið á umburðarlyndi
að halda.
„Kvennahreyfingin saman-
stendur af mjög ólíkum ein-
staklingum sem allar eru á sinn
hátt í kvennabaráttu. Við leggjum
áherslu á að við hlustum á okkar
innri rödd en allar þessar innri
raddir eru einstakar. Við erum
mjög ólíkar en getum samt allar
verið á sömu leið. Kenningin eða
hugmyndafræðin á að vera n.k.
samnefnari og gildi hennar hlýt-
ur að liggja í því hversu líkleg
hún er til að sameina allt þetta
ólíka fólk til átaka fremur en það
hvort hún getur lifað ein og hrein.
Ég held líka að það sé jafn mikil-
vægt hvernig fólk sameinast urn
að framkvæma hugsjónir eins og
hitt hvernig hugsjónirnar eru
skilgreindar. Öllu máli skiptir
hvernig hugmyndafræðin lifir í
verkum fólksins því eins og við
vitum geta hópar unnið mjög
slæm verk í nafni einhverra hug-
sjóna eða gilda."
Þú átt væntanlega við að
markmið og leiðir hafi áhrif hvort
á annað?
„Já, það er víxlverkun þar á
milli. Þetta verður alltaf að vera
lífrænt ferli og síbreytilegt. Við
konur erum sjálfar að biðja um að
okkar „öðruvísileiki" sé metinn
jafngildur og það er jafn mikil-
vægt fyrir okkur að muna eftir
því hver gagnvart annarri. Við
verðum að vinna eftir því sem við
boðum."
Þegar talið berst að því að
konur verði að vera umþurðar-
lyndar þá vaknar óneitanlega sú
spurning hvort umburðarlyndi
gagnvart konum sé að minnka?
Hvort viðhorfin gagnvart konum
og kvennabaráttu séu að harðna?
„Sumir segja það en mér
finnst ég ekki skynja það mjög
skýrt og ég held að enn sé það í
okkar höndurn hvað við látum
yfir okkur ganga. Ég er enn sann-
færð um að við búum yfir feiki-
legu afli til jákvæðra þreytinga.
Það er engin auðlind sem jafnast
á við konur því með konurn býr
svo mikið ónotað afl til breytinga
sem enn hefur ekki nýst sem sam-
eiginlegt þjóðfélagslegt afl. Mér
finnst það spurning um tíma
hvenær þetta afl þéttist.
Ég held að velvilji kvenna til
tegundarinnar manns sé svo
margsannaður í kynslóðanna rás
að það þurfi ekki að efast um að
þær breytingar sem þær beiti sér
fyrir verði uppbyggilegar og já-
kvæðar fyrir heildina. Ég held að
það þurfi lágmarksfjölda fólks til
að valda breytingum og ég held
að þessi fjöldi sé að myndast. Ég
er reyndar sannfærð um að aukin
þátttaka kvenna í stefnumótun
jafnt í heimalöndum og á al-
þjóðavettvangi er bjargarvon
mannkyns út úr ógöngum meng-
unar og ófriðar. Helmingur
mannkyns getur ekki og mun
ekki láta leiða sig og börn sín í
glötun án þess að bregðast við.
Aukin þátttaka kvenna er það
sem koma skal, það er óhjá-
kvæmilegt. Þeir sem vinna gegn
henni skilja ekki framvindu þró-
unarinnar.
Þó má búast við að þær breyt-
ingar sem við vinnum að verði í
áföngum, stig af stigi. Okkur mun
ekki takast að ná fram öllu í senn.
Þó okkur virðist níu ár langur
tími erum við bara rétt að byrja
þessa lotu. Árið 1975 var líkt og í
gær. Þetta er aldagamall arfur
sem við erum að kljást við og við
9