Vera - 01.02.1991, Blaðsíða 11
það er alvarlegt að geta ekki lært
af þeim. Það sýnir dómgreind-
arleysi. Við erum leitandi afl en
ekki fullmótað enda værum við
þá líklega búnar að ljúka erindi
okkar."
Og ertu þá sátt við að hætta á
þingi?
, ,Já, en auðvitað eru tilfinning-
arnar blendnar af því að þetta
hefur verið jákvæður og lær-
dómsríkur tími sem hefur veitt
mér tækifæri til að vinna að ótrú-
lega mörgum áhugaverðum
verkefnum. Ég hef átt gott
samstarf við mjög marga, bæði
konur og karla, og það fylgir því
auðvitað viss eftirsjá að hætta því.
Annars finnst mér ég ekkert vera
að hætta - ég er rniklu fremur að
skipta um rás. Ég hef nýlokið
einum kafla og nú tekur annar
við. Allt er þetta lífið mitt og
tiltekið þjóðfélagssamhengi og
mér finnst á vissan hátt að hafi
maður einu sinni vaknað til
ákveðinnar virkni þá verði maður
ekki aftur afskiptalaus, hvorki í
huga sínum né verkum og víða er
hægt að beita sér til að bæta sam-
félagið. En það hafa verið mikil
forréttindi að fá að vera með í því
sem við höfum verið að gera í
Kvennalistanum."
En hvað tekur nú við? Um
hvað fjallar nýi kaflinn í lífi Guð-
rúnar?
„Ég hef verið ráðin sem
framkvæmdastjóri alþjóðlegrar
kvennaráðstefnu sem fyrirhugað
var að halda á Islandi í júní n.k. en
henni verður frestað um ár því að
of naumur tími var orðinn til
undirbúnings og verður væntan-
lega haldin í júní 1992. Ég held að
það sé mjög mikilvægt að leyfa
hugmyndinni um þessa ráð-
stefnu að þróast og gerjast í næði
„Mér finnst á vissan
hátt aö hafi maður
einu sinni vaknaö til
ákveðinnar virkni
þá veröi maöur
ekki aftur afskipta-
laus, hvorki í huga
sínum né verkum.“
því hún er svo mikilvæg. í tengsl-
um við þessa ráðstefnu hafa kon-
ur úr ólíkum stjórnmálaflokkum
fundið samvinnugrundvöll sem
við getum kannski haldið áfram
að breikka. Við eigum allar svo
svipuð erindi í því að breyta þjóð-
félaginu þó svo við kjósum
kannski að ganga eitthvað ólíkar
leiðir. Það vakir svo svipað fyrir
okkur öllum. Þeim mun fleiri
gagnvegi sem við getum opnað á
milli okkar kvenna, þeim mun
stærri sem okkar sameiginlegi
grundvöllur verður, þeim mun
líklegra er að við getum styrkt
hver aðra og að við fáum ein-
hverju áorkað. Eða eins og Auður
Eir sagði nýlega, „sterk vinátta
sterkra kvenna getur breytt
heiminum" og það þarf enginn að
efast um að sú breyting verður til
batnaðar."
SILFUR HAFSINS
Það er furðulegt hversu lítið
sjálf fiskveiðiþjóðin borðar af
hinum holla smáfiski, síld-
inni. Gott er að eiga síldar-
fötu í ísskápnum, því að síld
er bæði hentugur skyndibiti
og veislumatur. Hér kemur
tillaga að einföldum síldar-
rétti, jafnt til hversdags- og
sparibrúks:
2-3 flök marmeruð síld eða
kryddsíld
slctta afsýrðum rjóma
2 soðnar kartöflur, gjarnan
stráðar dilli
1/2 hrár laukur, smátt saxaður
(soðið egg)
(radísur skornar í tvennt)
Þessi uppskrift miðast við
hraðan hádegisverð fyrir
einn, en hana má margfalda.
Gott er að borða rúgbrauð
eða hrökkbrauð með. Við há-
tíðleg tækifæri má bera fram
þjóðardrykk íslendinga í litl-
um staupum, seigfljótandi úr
frystinum.
Nokkrar góðar síldarsósur
með maríneraðri síld frá
Kristínu Jónsdóttur, Hafnar-
firði:
Karrýsósa:
100 g kryddað mæjones eða
sýrður rjómi
1-2 dl þeyttur rjómi
1 Imrðsoðið saxað egg
1 saxaður laukur
1- 2 tsk karrý
1 staðinn fyrir lauk og egg
má setja bananasneiðar.
Sinnepssósa:
2- 3 mskfranskt sinnep
1 msk sykur
2 msk vínedik
1/2-1 dl matarolía
2 msk dill
Hrærið saman sinnepi, sykri
og ediki og bætið olíunni
smámsaman út í. Hrært vel í
á meðan og kryddað að lok-
um með dilli.
11