Vera - 01.02.1991, Blaðsíða 18
DRAUMURINN UM HINN FULLKOMNA SKOLA
FANNEY FINNSDÓTTIR
OG HILDUR RAKEL
JÓHANNESDÓTTIR
5. bekk Foldaskóla
Hvaö viltu gera í skólanum?
Fanney: Ég vildi byrja í mat-
reiðslu á hverjum morgni.
Síðast fengum við eins mikinn
ís og við vildum! Svo vildi ég
fara í skrift, svo í frímínútur,
þá í smíði og loks í stærðfræði.
Svo daginn eftir myndi ég
gera eitthvað annað.
Hildur: Ég myndi vilja byrja í
handmennt og smíði. Svo í
skrift í einn tíma og svo í
stærðfræði í einn og hálfan
tíma og svo í Ijóð- og bók-
menntir. Svo í frímínútur ef
það er gott veður.
Fanney: Já og í íslensk dýr.
Hildur: Það er leiðinlegt að
teikna en það er ofsalega gam-
an í ljóð- og bókmenntum.
Bekkurinn okkar gaf meira að
segja út ljóðabók fyrir jólin.
Uppáhaldsljóðið mitt er Hótel
Jörð.
Fanney: Já mitt líka og ljóðið í
fótspor kjarnafjölskyldunnar.
Hildur: Ljóðspor er skemmti-
leg bók með flottum mynd-
um. Bekkurinn gefur líka út
skólablaðið Snúbbí.
Fanney: Það væri miklu
skemmtilegra í skólanum ef
við værum ekki svona mikið í
leiðinlegum fögum eins og
stafsetningu sem er langleið-
inlegust og svo landafræði.
Málrækt er líka hundleiðin-
leg. Við héldum að við mynd-
um læra að tala betra mál en
það er bara bla bla um kven-
kyn, karlkyn og hvorugkyn.
Hildur: Það er ágætt í skólan-
um nema það eru engin leik-
tæki á lóðinni svo við stríðum
bara hvert öðru í frímínút-
unum.
Fanney: Við erum líka í dansi
og handbolta en það vantar
tónmennt í skólann okkar.
ÓLÖF ÖSP
GUÐMUNDSDÓTTIR
Álftanesskóla 4. bekk
Hvað viltu gera í skólanum?
Ég vil lesa og mér finnst líka
gaman í handavinnu. Stund-
um er gaman að reikna. Frím-
ínúturnar eru skemmtilegar.
Ef ég fengi alveg að ráða sjálf
vildi ég hlusta á tónlist. Fara í
suma leiki, sko bara suma.
Þegar er vont veður úti vildi
ég vera inni í frímínútunum
og spila. Ég vildi líka gera
brúðuleikrit.
Til hvers er skólinn:
Til þess að læra að skrifa, lesa
og reikna. Líka til að læra að
smíða, skyndihjálp, prjóna og
sauma. Má ég spyrja þig? Af
hverju erum við með nesti í
skólanum? Erum við að læra
að borða eða hvað?
KK
Til hvers er skólinn?
Fanney: Ég var nú að spurja
mömmu að þessu í morgun.
Hildur: Ég hugsa að hann sé til
þess að við lærum og mennt-
umst til að geta fengið góða
vinnu þegar við verðum stór-
ar. Ég ætla að verða kennari.
Fanney: Ég ætla að verða
tannlæknir af því að þeir fá
svo mikla peninga.
Hildur: Annars ætlum við báð-
ar að verða stjórnmálamenn
til að geta ráðið smá.
Fanney: Ég vildi líka vera
borgarstjóri.
Hildur: Eg líka.
Fanney: Ég myndi láta alla fá
sömu laun, líka þá sem eru
heima.
Hildur: Og láta krakkana vera
á morgnana í skólanum.
Fanney: Já, en ef ég væri
borgarstjóri þá hefði ég ekki
efni á svo stórum skóla en ég
myndi gera fleiri barnaheimili
svo öll börn kæmust að.
Hildur: Og svo myndi ég gera
borgina fallegri.
Fanney: Ég myndi ekki alltaf
vera að ferðast heldur vera
heima og ráða.
Hildur: Skólinn er til að þrosk-
ast og svoleiðis. Við lærum
margt um lífið og bráðum
förum við að læra ensku og
dönsku.
RV
18