Vera - 01.02.1991, Blaðsíða 17
DRAUMURINN UM HINN FULLKOMNA SKOLA
jákvæðum mannlegum sam-
skiptum ætti að vera jafnrétthá
kennslu í stærðfræði og íslensku.
Ég vil sjá meiri samskipti for-
eldra og kennara. Skólarnir gera
margt til að fá foreldra inn í skól-
ann, en mætingin er ekki alltaf
góð, stundum ekki nema um
10%. Auðvitað er margt sem þarf
að gera, vinna og rækta sjálfan
sig, en það þarf líka að rækta
börnin. Sumir foreldrar telja að
þeir séu búnir að afhenda skól-
anum börnin. Abyrgðin á börn-
unum hefur verið tekin af heimil-
unum og færð yfir á skólana og
svo er skólunum kennt um flest
sem aflaga fer. En muninn á réttu
og röngu hljóta börnin að læra
heima hjá sér. Mér virðist for-
eldrar yngri barna oftast áhuga-
samir um það sem gerist í skólan-
um, en svo er eins og áhuginn
koðni niður. Margir skólar eru
heldur ekki reiðubúnir til að
hleypa foreldrunum að, en ég
held að það sé að breytast. Það er
líka að breytast hvernig tekið er á
samskiptamálum. Þó finn ég enn
fyrir tregðu skólanna að bregðast
við þessum málum. Mér finnst
margir kennarar vera hræddir. Til
þess að geta tekið á þessum
málum verða þeir að vinna með
sjálfa sig - þeir verða að vita hvað
tilfinningar eru.
Ég vil sjá öflugri þjónustu
stoðdeilda eins og sálfræðideild-
ar. Það er út í hött að einn sál-
fræðingur hafi 1000 börn á sinni
könnu. Hann getur eingöngu
sinnt erfiðustu tilfellunum, en allt
forvarnastarf hlýtur að sitja á
Mynd: Björg Árnadóttir
hakanum. Og sökum álags getur
Félagsmálastofnun bara sinnt
erfiðasta hjallanum, en venjuleg
vanræksla kemst varla á blað.
Allt sem brýtur í bága við að
uppfylla þarfir barnsins er van-
ræksla. Við höfum raskað lífkeðju
barna hvað varðar öryggi. Allt of
stór hluti af þessum vandamálum
hlýst af aukinni atvinnuþáttöku
kvenna. Ég vil að annað foreldrið
sé heima og annist börnin.
Ég vil sjá öflugri samræmda
heilsugæslu í skólunum með
hjúkrunarfræðing í hverjum
skóla og að 600-700 börn skapi
honum fulla atvinnu, en ekki
„Þetta eru ekki
mjúk mál, þetta eru
gallhörö mál.“
„Líkamleg
heilsugœsla er góö
og íslensk börn eru
frísk líkamlega, en
við höfum minna
hugsað um sálina
og félagslega
þáttinn.“
1000 eins og nú er. Líkamleg
heilsugæsla er góð og íslensk
börn eru frísk líkamlega, en við
höfum minna hugsað um sálina
og félagslega þáttinn. Við þurfum
að gæta betur að þessu og
þjónustan á ekki að vera misjöfn
eftir skólum. Islenskir hjúkrunar-
fræðingar eru vel ’ menntaðir og
geta alveg séð um margþætta
heilsugæslu. Það er út í hött að
yfirmaður skólahjúkrunar skuli
vera læknir, en ekki hjúkrunar-
fræðingur. Hjúkrunarfræðingar
eiga að skipuleggja hjúkrun.
BÁ
UMHVERFIÐ
vatn - loft - Ijós - veður
I haust kom út handbók fyrir
kennara með verkefnum og
athugunum fyrir byrjendur í
náttúrufræði. Umhverfið er
notað sem kveikja að ýmis
konar náttúruathugunum.
Áhersla er lögð á heildstætt
nám þar sem hinar ýmsu
námsgreinar eru tengdar
saman. Einnig er lögð áhersla
á frumkvæði barnanna og að
þau fái tækifæri til að athuga
sjálf ýmsa þætti í umhverf-
inu.
Börnin í 2. bekk Æfinga-
skólans, sem prýða forsíðu
VERU að þessu sinni, hafa
prófað flestar athuganirnar í
bókinni og náttúrufræðin er
orðin órjúfanlegur hluti af
námi þeirra, annað hvort sem
hluti af þema eða sem rann-
sóknarverkefni í vali.
I kaflanum um veður er til
dæmis fjallað um fatnað í
kulda: „Hvernig fatnaður er
bestur í kulda? Heldur ullin á
okkur hita? I þessari athugun
er heitt vatn sett í tvær ál-
dósir. Önnur þeirra er sett í
þykkan lopasokk. Spyrjið
börnin hvor þeirra kólni fyrr,
sú í lopasokknum eða hin...."
Texti: Gunnhildur
Oskarsdóttir
Teikningar: Kristín
Arngrímsdóttir
Námsgagnastofnun 1990
17