Vera - 01.02.1991, Blaðsíða 15

Vera - 01.02.1991, Blaðsíða 15
DRAUMURINN UM HINN FULLKOMNA SKOLA markvissrar þróunar. Mennta- stefnan breytir ekki þeirri stað- reynd að mennta- og menn- ingarmál eru í fjársvelti, sem á eftir að reynast þjóðinni dýr- keypt. Reykvíkingar eru ótrúlega metnaðarlausir fyrir hönd barna sinna. Margir skólar borgarinnar eru illa settir. Viðhald á skóla- húsnæði er í ólestri, nýbyggingar langt á eftir áætlun og verulegur skortur á viðunandi tækjakosti. Farið hefur verið af stað með byggingu fjölmennra borgar- hverfa án þess að viðunandi skólahúsnæði hafi verið byggt. Grafarvogshverfið er sorglegt dæmi um hvernig staðið hefur verið að málefnum barna. Fram- tíðaráætlanir um skipulag skól- anna þriggja í Arbæjarhverfi, Sel- ásnum og Ártúnsholti eru að mínu mati ekki farsælar. Stefnt er að því að Árbæjarskólinn taki við nemendum 8., 9. og 10. bekkjar frá Selás- og Ártúnsskóla. Þannig verður mjög fjölmenn unglinga- deild í Árbæjarskólanum og nem- endur Selás- og Ártúnsskóla þurfa að skipta um skóla á við- kvæmum tímamótum. Fámennir skólar eiga auðveldara með að mynda persónuleg tengsl við nemendur sína en mjög fjöl- mennir skólar. Þess vegna tel ég það mun farsælli lausn að nem- endur Selás- og Ártúnsskóla fengju að ljúka grunnskólaprófi frá þeim skólum og hafa þannig þrjá skóla af svipaðri stærð á þessu svæði í stað þess að steypa þeim saman og hafa þannig eina mjög fjölmenna unglingadeild. Fleiri dæmi mætti nefna. Farsælt skólastarf byggist á þeim grunni sem lagður er áður en barnið hefur skólagöngu. Tilviljun hefur ráðið því lwernig hefur verið búið að börnum á forskólaaldri. Mörg börn mæta fyrsta skóladaginn ótrúlega lífs- reynd og þjökuð af ýmiss konar áhyggjum. Það er ekki sjálfgefið að þau börn sem hafa alltaf verið heima hjá mömmu eða pabba séu þau sem best eru á sig komin blfinningalega og félagslega þeg- ar skólaganga hefst. Það er svo margs konar vandi sem hvílir á heimilum og mörg málin sem þarf að afgreiða að barn hefur enga tryggingu fyrir því að það fái bestu þjónustuna heima. Und- anfarna áratugi hefur umræða um gildi leikskóla og dagvistar- heimila fyrir börn snúist um þarfir kvenna. Umræðan hefur ekki miðast við þarfir barnanna heldur stöðu kvenna utan og innan heimila. Ráðamenn hafa velt því fyrir sér hvort ekki væri hægt með einhverjum ráðum að ýta konum aftur inn á heimilin í stað þess að byggja upp menn- ingarlegar menntastofnanir fyrir börn á leikskólaaldri. Með lögum um leikskóla verður vonandi bætt „Getur einhver gefiö mér skýringu á því hvers vegna skólamál komu svona lítiö viö sögu í kosninga- baráttunni síöastliöiö vor? Skipta börn engu máli?“ Úr grunnskóla Austur-Eyjafjallahrepps. Mynd: Svanhvít Magnúsdóttir. úr því ófremdarástandi sem ríkt hefur í málefnum ungra barna. Kennarastarfið nýtur lítillar virðingar og er mjög vanþakklátt starf. Kjaradeila undanfarinna ára hefur haft mjög spillandi áhrif á afstöðu fólks til kennara. Verst er að börn sitja heima og hlusta á foreldra sína tala með fyrirlitn- ingu um kennara. Hvernig eiga þau að geta borið virðingu fyrir kennurum og skóla sínum ef for- eldrarnir gera það ekki? Það er einnig augljóst mál að stjórnvöld meta starf kennara lítils. Börnin eru þau einu sem EIGA að bera virðingu fyrir kennurum en þau „Reykvíkingar eru ótrúlega metnaðarlausir fyrir hönd barna sinna." „Viö eigum aö setja okkur það markmiö aö íslenskir skólar veröi þeir bestu sem finnast og auglýsa þá sem slíka.“ gera það auðvitað ekki ef enginn annar gerir það. Virðingarleysið fyrir kennurum bitnar hins vegar á námi barnanna þar sem virð- ingarleysi í garð kennara færist yfir á námið og skólann í heild. Þetta er alvarlegt mál sem þarf að breyta. Þó svo að foreldrar hafi ekki alltaf ástæðu til þess að treysta skólunum fyrir börnum sínum er það ekki sök kenn- aranna. Þeir vinna flestir starf sitt af mikilli samviskusemi en til þeirra eru gerðar meiri kröfur en þeir geta staðið undir og í því felst glæpurinn. Ég skora á sveitarstjórnir alls staðar á landinu að skoða vel þá vinnuaðstöðu sem börnum er boðið upp á. Það er öruggt mál að víða þarf að taka til hendi en ef vel er gert eiga íslenskir skólar að geta orðið þeir bestu í heiminum. Við eigurn að setja okkur það markmið að íslenskir skólar verði þeir bestu sem finnast og auglýsa þá sem slíka. íslenskt umhverfi á að geta verið börnum hliðhollt og við ætturn að selja íslenska hug- myndafræði um velferð barna. Við eigum rnikinn fjársjóð í vel menntuðum og reyndum kenn- urum sem sinna starfi sínu af alúð. Mörgum finnst að lítil breyt- ing hafi orðið á starfsháttum skóla undanfarna áratugi en það er ekki alveg rétt. Margir kenn- arar og skólastjórar hafa lagt á sig fórnfúst starf til þess að bæta skólastarfið og víða er unnið merkilegt starf. En skólamenn vantar aukinn skilning almenn- ings og yfirvalda á skólastarfi svo að gera megi enn betur. Náms- gagnastofnun hefur til dæmis búið við þvílíkt fjársvelti að rnanni dettur í hug að sumt af því námsefni, sem notað er í dag, tilheyri annarri öld. Ég hef stund- um þurft að nota námsbækur við kennslu, sem ég varð sjálf leið á einhvern tírna á sjötta ára- tugnurn. Það virkar ekki mjög hvetjandi og erfitt getur verið að semja námsefni jafnhliða kennsl- unni. Getur einhver gefið mér skýringu á því hvers vegna skóla- mál komu svona lítið við sögu í kosningabaráttunni síðastliðið vor? Skipta börn engu máli? Það er trú mín að heimilis- læknar, sálfræðingar og geðlækn- ar liggi með mikilvægar upplýs- ingar um áhrif skólastarfs á geð- 15

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.