Vera - 01.02.1991, Blaðsíða 10

Vera - 01.02.1991, Blaðsíða 10
tökum hann ekkert á hælkrók. Og það er eitt sem við verðum helst að reyna að muna, finnst mér, og það er að hafa gaman af þessu brölti. Það skiptir miklu máli." Þú talar um að ná hlutunum fram stig af stigi. En trúir þú að hægt sé að ná fram raunveruleg- um breytingum á stöðu kvenna innan allt of langs tíma? „Já það geri ég. Ég var í heimsókn í Bandaríkjunum í tæp- an mánuð nú í haust, ferðaðist um, hitti marga og skoðaði stofn- anir og starfsemi. Þeim mun meira sem ég sá af þessu marg- breytilega 250 milljón manna þjóðfélagi og þeim mun meira sem ég heyrði, þeim mun ljósara varð mér að það er mögulegt og ætti að vera leikur einn að koma upp fyrirmyndarþjóðfélagi á Is- landi. Mér finnst eiginlega alveg ófyrirgefanlegt ef við reynum það ekki. Og við berum öll ábyrgð á það takist og enginn má skerast úr Ieik." Þú talaðir áðan um að Kvenna- listakonur þyrftu að vera skap- andi í málflutningi sínum.og hug- myndum. Þarf hugmyndafræði- legur grunnur Kvennalistans að breytast? „Nei, með þessu er ég ekki að segja að megingildi hugmynda- fræði okkar þurfi að breytast í neinum grundvallaratriðum, en það þarf stöðugt að endurmeta hana í ljósi nýrrar lífsreynslu og mynda nýjar tengingar við fram- vinduna í samtímanum. Hins vegar má segja það um málflutn- ing okkar að þótt góðar vísur séu sjaldan of oft kveðnar er samt mjög leiðinlegt að endurtaka sig mikið og maður vex ekki af því sjálfur. Það sama gildir um póli- tíska hreyfingu. Til þess að mál- flutningur okkar verði virkur þá þurfum við að sjá nýja fleti og fá ný sjónarhorn. Pólitísk barátta verður að vera skapandi." Og Guðrún tekur dæmi af sjálfri sér. „Það hefur t.d. átt sér stað ákveðin þróun innra með mér í friðarmálum. Hún hefur orðið vegna þess að ég hef eytt miklum tíma í að hugsa og tala um þau mál. Ég hef velt því mjög mikið fyrir mér hvernig ég geti sem best komið tilfinningum mínum, skoðunum og fullvissu til skila. Jafnframt hefur þróun þessara mála haldið áfram utan við mig og hún hefur verið mjög jákvæð. Einmitt þess vegna get ég 10 „...þaö er mögulegt og œtti aö vera leikur einn aö koma upp fyrirmyndar- þjóðfélagi ó Islandi. Mér finnst þaö eiginlega alveg ófyrirgefanlegt ef viö reynum þaö ekki.“ ekki talað um frið og afvopnun af sömu tilfinningu og áður - þó ég geti ennþá gert það af tilfinningu - en áherslurnar eru aðrar. Ég verð því að endurhugsa allt sem ég hef áður sagt út frá gjörbreytt- um aðstæðum. Stöðug endurnýj- un er nauðsynleg til að viðhalda eigin virkni og geta virkjað aðra. Við verðum líka að átta okkur á því að það getur orðið kulnun hjá fólki og hún er t.d. alþekkt hjá þeim stéttum sem fást við erfið félagsleg vandamál. En hún ger- ist mishratt. I heimsókn minni til Bandaríkjanna hitti ég t.d. mann „Þó reynsla sé vissulega dýrmœt eign þó er líka óríöandi aö viröa mikilvœgi reynslu- leysisin$.“ „Mér finnst ekki mjög alvarlegt þó okkur veröi ó mistök en þaö er alvarlegt aö geta ekki lœrt af þeim. Þaö sýnir dóm- greindarleysi." sem hafði unnið á sérdeild fyrir eyðnisjúklinga í sjö ár og það var engan bilbug á honum að finna. Ég spurði hann hvernig hann hefði komist í gegnum þetta og haldið bjartsýni og fjaðurmögn- uðu göngulagi. Hann sagðist ekki vita það en hélt að það væri vegna þess að hann hefði alltaf trúað því að hann hefði betur. Að það væri hægt að vinna bug á sjúkdómnum. Besta ráðið gegn kulnun er hvíld og endurhæfing — hvíld frá málefninu. Það má segja að þetta geti verið rök- semdarfærsla með valddreifingu. Okkur er mikil nauðsyn sem hreyfingu að byggja upp reynslu. Vandinn er hins vegar að finna raunhæfar leiðir til að nýta reynslu einstaklinganna fyrir hreyfinguna eða að miðla henni til annarra. Þó reynsla sé vissulega dýr- mæt eign þá er líka áríðandi að virða mikilvægi reynsluleysisins. Það getur verið mjög frjótt því reynslulaus einstaklingur er ekki bundinn af sinni eigin fortíð og hann er í lærdómsstellingum. Þennan eiginleika er mikilvægt að varðveita enda er maður aldrei fullreyndur eða fullnuma." Ertu með þessu að leggja áherslu á mikilvægi valddreifing- ar? „Ég held að mesti styrkur Kvennalistans sem hreyfingar liggi í því að við höfum mörg andlit, margar raddir og erum ólíkar. Þó að ákveðin krafa sé um að sömu konurnar sitji áfram þá liggur styrkur okkar samt í þessu. Við verðum því að stunda skipulega valddreifingu og hún verður að vera yfirveguð og í samræmi við eðli hvers starfs eða hlutverks þannig að hún sé bæði hverri konu og málstað okkar til gæfu. Þó að við verðum alltaf að taka ákveðna áhættu, bæði sem hreyfing og einstaklingar, þá stundum við ekki kvenfórnir. Við viljum ekki setja konur í hlutverk sem þær ráða ekki við. Engu að síður er nauðsynlegt að vera hæfilega djarfar í þessum efnum því það veit engin kona hvað hún getur fyrr en hún reynir. Aldrei hefði mér dottið í hug upp á eigin spýtur að fara á þing og ég hef gert mjög margt sem ég hafði ekki hugmynd um að ég gæti gert. En það sem er svo mikilvægt er að efla almennt sjálfstraust kvenna því þá leysast málin svo mikið af sjálfu sér. Kvennalistinn er ekki kominn til að leysa öll mál. Við erum miklu fremur komnar til að tryggja að konum standi til boða lyklar að skránum á öllum þeim dyrum sem þær þurfa að Ijúka upp fyrir sjálfum sér." Regla Kvennalistans um að engin kona skuli sitja lengur en 4-8 ár á þingi hefur sætt nokkurri gagn- rýni innan Kvennalistans sem utan og þá ekki síst sú fram- kvæmd hennar að skipta konum út á miðju kjörtímabili. Guðrún hefur nú sjálf hætt þingmennsku í samræmi við þessa reglu. En er hún sátt við hana? „Já ég sætti mig við hana og tel að það sé nauðsynlegt að þing- menn sitji ekki of lengi. Hins veg- ar er ég ekki sannfærð um að við séum búnar að finna réttu leiðina. En það gerir ekkert til. Við finnum hana þá bara seinna. Ég held að það hafi verið skynsam- legt sem samþykkt var á síðasta landsfundi að hætta útskipting- um á miðju kjörtímabili. Mér finnst ekki mjög alvarlegt þó okkur verði á einhver mistök en

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.