Vera - 01.02.1991, Blaðsíða 26

Vera - 01.02.1991, Blaðsíða 26
HEIMILI OG SKÓLI Mörgum foreldrum finnst skólinn hálf ógnvekjandi. Þeir eru kannski áhugasamir um námsefni og kennslu- hætti, en þora ekki að nálgast skólann af ótta við að vera taldir uppáþrengjandi eða að þeir skilji ekki hvað um er að vera. Þeir kunna ekki við að aðstoða börnin við heima- námið eða kenna þeim að lesa fyrir skólaskyldualdur, því að hugsanlega noti þeir ekki viðurkenndar aðferðir við kennsluna. A síðustu árum hafa sprottið upp for- eldrafélög til að brúa þilið á milli heimila og skóla. Starf þessara félaga er ærið mis- munandi eftir skólum. Ung kona í foreldraráði gamal- gróins skóla á höfuðborgar- svæðinu segir svo frá: - Ég bauð mig fram í for- eldraráð vegna þess að ég hafði hugmyndir um að þar gæti ég haft áhrif á þróun skólamála. Ég sá fyrir mér að foreldrar gætu orðið sterkur þrýstihópur á stjórnvöld í stórum pólitískum málum eins og kröfunni um fækkun í bekkjardeildum, skólamál- tíðir og einsetinn skóla. En mér fannst fólk forðast að ræða þessi stóru mál, heldur var talað um föndurdaga og annað slíkt. Mér fannst það svolítið kaldhæðnislegt að fyrir fyrsta fundinn minn var ég beðin um að baka köku. En þetta var reyndar mjög góður fundur og mikið talað um viðhaldsmál skólans, sem er náttúrulega pólitík líka. Skólayfirvöld voru löngu búin að gefast upp á að fá að gera endurbætur á skólanum, en fyrst þegar for- eldrar tóku höndum saman fór eitthvað að gerast. I þessu máli styrktist sú trú mín að foreldrar gætu haft mikil áhrif á þróun skólamála. í Hlíðaskóla er mjög virkt for- eldrafélag. Kristín Trausta- dóttir hefur verið formaður þess í fjögur ár. Hún segir að félagið sé ekki á basarstigi nema að hluta til. Með því að selja hráefni í jólaföndur sem unnið er við í húsnæði skólans afli félagið peninga til tækjakaupa. Aðalverkefni félagsins sé hins vegar að laða foreldra að skólanum og sé byrjað á því strax í sex ára bekk. Foreldrum er gert að vera í skólanum einn tíma á önn til að fylgjast með því sem börn þeirra eru að fást við. Það er ætlast til að fólk taki sér frí úr vinnu. - Menn taka sér frí til að fara til læknis eða í jarðar- farir. Því skyldi fólk ekki geta tekið sér frí til að fylgjast með börnum sínum í skóla. For- eldrar eru yfirleitt áhuga- samir um námsefni og kennsluhætti, en halda oft að þeir séu óvelkomnir. Ég held að í flestum tilfellum vilji skólar samstarf við foreldra, segir Kristín. A hverjum vetri heldur foreldrafélagið í Hlíðaskóla umræðufundi með 12-13 ára unglingum og foreldrum þeirra. Talað er í hópum um gefið umræðuefni sem snert- ir bæði unglinga og foreldra og séð til þess að ungling- arnir lendi í hópi með öðrum foreldrum en sínum eigin. I lok fundarins er lesin upp niðurstaða hvers hóps og niðurstöðurnar eru síðan geymdar í skólanum. Þetta reynist ákaflega gefandi bæði fyrir unglingana og for- eldrana, því að þarna gefst þeim kostur á að tala við aðra og sjá í nýju ljósi mál, sem kannski eru vandamál heima fyrir. ATHYGLISVERÐ TILRAUN Á AKUREYRI MENNTASTEFNA SEM HORFIR FRAMHJÁ KYNFERÐI ER DÆMD TIL AÐ MISTAKAST í vetur hefur verið gerð til- raun með kynskiptan 8. bekk í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Fjórar af fimm bekkjardeildum eru hreinar og tímar stráka og stelpna skarast aldrei. Markmiðið með þessari tilraun er að leyfa stelpum að njóta sín í skólakerfi, þar sem yfirleitt ber meira á strákum. Bæði skólamenn og nemendur eru ánægðir með árangur þessarar tilraunar, sem er gerð með styrk frá Mennta- málaráðuneytinu, Kennara- sambandi íslands og Jafn- réttisnefnd Akureyrar. Mik- ill friður ríkir í stelpna- bekkjum, en þær voru lengi fram eftir hausti að átta sig á þessu fyrirkomulagi og finna goggunarröðina. Aður en tilraunin hófst var talað við alla nemendur og foreldra. Margir foreldrar voru neikvæðir í byrjun, en nú eru flestir orðnir já- kvæðir. Tilrauninni lýkur í vor og þá verður tekin ákvörðun um hvort haldið verður áfram á þessari braut. Enn er ekki hægt að meta hvort munur sé á námsárangri unglinganna. I grein í Nýjum menntamál- um 2. tbl. 8. árg. 1990 skrifar Dr. Guðný Guðbjörnsdóttir, dósent í uppeldisfræði við Háskóla Islands, grein sem hún nefnir „Kynferði, skól- inn og kennaramenntunin". Þar heldur hún því fram að þörf sé á breyttum áherslum í skólastarfi og kennara- menntun ef skólastefnan á að vera í samræmi við nýút- komna aðalnámskrá grunn- skóla. „Þessar breyttu áherslur fela í sér aukna áherslu á að undirbúa nem- andann fyrir heimilislíf, að gera reynsluheim kvenna sýnilegri, að tryggja að kyn- ferði hindri engan í skóla- starfi og að tekið sé mið af mikilvægi kynferðis fyrir mótun manneskjunnar." Guðný segir að tímabært sé að huga að kynskiptri kennslu í einstökum grein- um, „gefa kost á kynskipt- um bekkjum í tilraunaskyni og gera markvissar tilraunir með aukna jafnréttisfræðslu og þróunarstarf á þessu sviði...." Guðný telur kvennaskóla raunhæfan kost, „þar sem gagnrýnið sjónarhorn kvennafræða og kvenstjórnenda fær að njóta sín og stúlkur finna að þær verða að ganga í öll verk og njóta óskiptrar athygli kenn- aranna." Kvennaskólinn hefði að sjálfsögðu sömu menntamarkmið og aðrir skólar á sama skólastigi en hagi starfi sínu í samræmi við þarfir og áhuga stúlkna fyrst og fremst. 26

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.