Vera - 01.02.1991, Blaðsíða 27

Vera - 01.02.1991, Blaðsíða 27
UDAGUR mánudagur þriðjudagur miðvikudagur fimmtudagur föstudagur laugardagur sun HALLVEIG THORLACIUS Síðustu nítján árin hafa dag- arnir í lífi Hallveigar Thorlacius snúist um brúður. Hún rekur eig- ið brúðuleikhús og gegnir þar mörgum hlutverkum. Hún er hugmyndasmiður, leikmynda- og búningahönnuður, brúðu- gerðarkona, smiður, sauma- kona, burðarklár, gjaldkeri, bílstjóri, handritshöfundur og leikari. Auk þess er hún móðir tveggja uppkominna dcetra. VERA fékk að fylgjast með Hallveigu og þrúðunum henn- ar einn föstudag í nóvemþer þegar árstíðaruglingur lá í loft- inu og sumarblómin gerðu sig líkleg til að springa út fyrir fram- an húsið hennar við Laugarás- veginn. Hallveig tekur daginn snemma og er komin á dagheimilið Skóg- arborg klukkan átta, tveimur tímum áður en sýning á að hefjast. I rauðu Lödunni hennar er leikhúsið samanbrotið ofan í fjölmörgum kössum og töskum. Sögusvuntan heitir þetta leikhús sem Hallveig stofnaði fyrir sex árum. Báðir liðir orðsins „Sögu- svunta" finnst henni tengjast konum og öryggi. Hún man þá tíð að konur gengu með svuntur og höfðu tíma til að segja sögur. Sögusvuntan er leikhús frásagn- argleði og öryggistilfinningar - leikhús fyrir börn. - Mér finnst börn svo yndisleg að ég hef enga þörf fyrir aðra áhorfendur, segir Hallveig, þar sem hún er í óða önn að festa flauel með frönskum rennilás á grind leikhússins. En auðvitað hafa fullorðnir alltaf gaman af góðu barnaleik- húsi og foreldrar eru líka vel- komnir á sýningar Sögusvunt- unnar á dagvistarstofnunum. Og Hallveig hefur líka reynslu af fullorðnum áhorfendum. Hún hefur sýnt brúðuleik á hátíðum út um allan heim og hún hefur staðið á sviði sjálf, án þess að vera að túlka sálarlíf brúða. Þegar hún var skólastjóri í Varmahlíð í Skagafirði lék hún með leikfélag- inu á staðnum. - Ég liyrjaði á þessu fyrir tilviljun. Seinna lék ég m.a. Ardísi í Hart í bak, Uglu í Atómstöðinni og Theódóru Thoroddsen í Upp- reisn á Isafirði með Leikfélagi Skagfirðinga. Það kom mér á sporið og veitti mér kjark til að fara út í brúðuleikhúsið af fullum krafti. Hallveigu hefur alla tíð langað að vinna með brúður jafnvel áður en hún sá brúðuleikhús í fyrsta skipti. Eftir stúdentspróf fór hún til Moskvu til að kynnast list- greininni, en það var erfitt að komast að í faginu. Hún bjó þar sarnt í þrjú ár og lærði rússnesku. Þá kunnáttu hefur hún síðan nýtt sér sem kennari og þýðandi. Arið 1971 fór hún að vinna með Leik- brúðulandi samhliða kennslu í menntaskóla. Þær Erna Guð- marsdóttir, Bryndís Gunnarsdótt- ir og Helga Steffensson höfðu þá nýverið stofnað þetta leikhús, sem nú er eitt þekktasta brúðu- leikhús á Norðurlöndum. Leik- brúðuland er fyrsta kvennaleik- hús á Islandi. Það er erfitt að samræma tvö krefjandi hlutverk og fljótlega ákvað Hallveig að hætta að kenna og helga sig listinni. Fyrir sex árum stofnaði hún leikhúsið Sögusvuntuna. Eina hlutverkið í þessu leikhúsi sem er í annarra höndum en Hallveigar er leik- stjórnin. Brynja Benediktsdóttir hefur leikstýrt Sögusvuntunni, en nú er það hlutverk líka komið í hendur fjölskyldu Hallveigar. Helga dóttir hennar, sem hefur lokið námi í leikbrúðufræðum í Barcelona, leikstýrir sýningunni sem við ætlum að sjá í dag. 27

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.