Vera - 01.02.1991, Blaðsíða 34
UR LISTALIFINU
SÓL í NORÐURMÝRI
Þórunn Valdimarsdóttir-
Megas
Forlagiö 1990
Þeir sem voru að bíða eftir því
að fá að hakka í sig ævisögu
Megasar, sem hefur tekist að
hneyksla marga, verða að fá
fróðleiksfýsn sinni svalað
annars staðar (enda eru stór-
skandalar fyrstu 12 ævi-
áranna ekki svo merkilegir).
Kjaftasögur eru eins og orka
sem suðar í manni og maður
losnar ekki við stingandi
býfluguna fyrr en maður
sendir söguna áfram. Erfitt
er að vera veggur og láta
söguna stingast í sig og
deyja par. Það er eins og að
standast mikla raun. Enda
eru Ijótar lygasögur ekki
alvondar, pví úr peim fæst
pað sem vantar upp á
mannrófið í lestrarbókum,
barnabókum og heilsufræði".
Þetta er ekki ævisaga, frekar
lauslegar endurminningar,
lýsing á heimi barns 5. og 6.
áratugarins í Reykjavík. Það
er ekki verið að hafa áhyggjur
af því hvað er satt og hvað
logið enda gæti slíkt rýrt lif-
andi lýsingu. I formála segir:
„Svarthol pokukenndra
minninga er pað eina sem
kortleggja má úr bernskunni.
En ættarfylgjur barna á
fimmta og sjötta áratugnum
bera keimlíkt íslenskt
svipmót og umhverfið er pað
sama. Efdregið er fram
svarthol eins eftirstríðsára-
barns kemur fram allegórísk
mynd af uppeldi og
umhverfi barna á pessum
árum."
Útkoman verður því skáld-
saga, eða safn lýsinga, stemn-
inga úr raunveruleika um-
hverfisins. Það er ekki eftir-
minnileiki æsku Megasar sem
réttlætir það að fara út í þessa
endurminningaskráningu,
heldur njótum við góðs af
frásagnargáfu hans og Þór-
unnar og því hvernig þau
skynja umheiminn.
Söguhetjan er ekki mið-
punktur sögunnar, heldur
einskonar leiðsögumaður. Því
ræður e.t.v. sú ákvörðun að
láta þriðju persónuna segja
frá. Hún stendur þó ekki al-
veg utan við söguna, lesand-
inn fær innsýn í tilfinningar
hennar:
Börnin eru meðvituð um
kvöl heimsins, ekki síst ef
móðirin er rithöfundur og
faðirinn barnakennari og allt
logandi í ungmennafélags-
hugsjón um betri heim.
Undirtitill bókarinnar, Píslar-
saga úr Austurbænum, bend-
ir til þess að hér sé á ferðinni
píslarsaga í almennum skiln-
ingi orðsins, líklega er þetta
frekar saga lítillar píslar, lítill-
ar manneskju, og þó:
Hann miklar pað í huga sér
að allir séu flengdir nema
hann. Honum finnst sér
hafnað, hann sé einn
utangarðs. Sá sem er laminn
og rassskelltur hefur ástæðu
til að skilja eymd volæði og
sársauka... en ódámurinn er
dæmdur til að velkjast um
með óljósa hugmynd um
píslarvætti undir
bringspölunum.
Söguhetjan er nefnd ýmsum
öðrum nöfnum er kynnu að
benda til vanmættis og ve-
sældar hennar, en börn mega
sín oft Iítils og tilvist þeirra
getur oft verið strembin; það
er ekki að sjá að fyrstu æviár
píslarinnar séu neitt erfiðari
en annara barna þrátt fyrir
stór eyru og innfallið brjóst.
I bókinni er engin atþurða-
rás. Hann er tólf ára og elskar
kanastelpuna í næsta húsi, á
næstu síðu fæðist hann og
þriggja ára bróður hans
bregður í brún. Tímaröð er
látin víkja fyrir flokkun eftir
eðli og staðsetningu atburð-
anna.
Annar höfundur bókar-
innar er sagnfræðingur og því
kann sú spurning að vakna
hvort hún hefur eitthvert
sagnfræðilegt gildi. Þeir sem
vilja kynnast, (eða rifja upp)
umhverfi og uppeldisaðstæð-
um barns eftirstríðsáranna í
Reykjavík finna eflaust ým-
islegt sem ekki er til annars
staðar.
Lýst er á sannferðugan
hátt heimilislífi millistéttar-
fólks í Norðurmýri. Þar er
borðuð kakósúpa, kjötsúpa,
sagógrjónagrautur og plokk-
fiskur, hlustað á útvarpsleik-
ritið og Boccherini býður góð-
an daginn. Leikfélagar, ná-
grannar og annað fólk gefa
mynd af nánasta umhverfi.
Þar koma fyrir skemmtilegar
persónur eins og konan sem
„er svo fín að hún fer aldrei út
í búð" og nornin sem „ er svo
vond að, og af því, hún gat
ekki eignast börn".
Reykjavík fær lesandinn
að kynnast þegar píslin fer í
strætó, niður í bæ. í miðborg-
inni eru jakkaklæddir menn
með hatt og norskur hjálp-
ræðishermaður boðandi dauf-
um eyrum fagnaðarerindið.
Píslin fer líka í Tívolí, Trípólí-
bíó, kannar skotbyrgin í
Öskjuhlíð og spókar sig á bað-
ströndinni í Nauthólsvík þeg-
ar „útlensk veðurblíða stelst
norður í rassgat". Píslin fer í
sveit að kenna kálfum slæma,
en stærilátum unglingum,
góða siði.
Utan Norðurmýrarinnar
eru glæpamafíurnar Tígris-
klóin og Rauða drekamerkið,
barátta Austur- og Vestur-
bæinga. I skólanum leynast
ýmsar hættur eins og Iýsi,
Ijósaböð og leikfimi.
Píslin hefur áhuga á
spennubókmenntum, hasar-
blöðum og er því mikilvægt
að mæta reglulega á skipti-
markaðinn í Austurbæjarbíói.
Á fundi hjá K.F.U.M. notar
hann tækifærið og stelur
Tarzan síðunni úr Ugerevyen,
í úrklippusafnið sitt:
Ekki hafði Árni Magnússon
samviskubit af pví að veiða
skinnpjötlur úr rúmbotnum
gamalla kvenna. Ekki hefur
píslin teljandi samviskubit
af pví að hafa bjargað
Tarzani frá K.F.U.M.
Undir lok bókarinnar kynnast
píslin og Megas; tónlistar-
áhuginn hefur vaknað...
Firn eru að hann skulifinna
sig í Gerplutexta og
amerískri músik í senn,
uppsprettum úr tveimur
áttum sem samkvæmt
pjóðern ishyggj unni
eiga að vera algjörar
andstæður. Gerpla og
Presley, Erp og pre -
spegilmynd reyndar.
...og stefnan virðist ráðin,
hann hefur fengið pláss á
órólegu deildinni:
Þeir sem lenda úti í móa,
vildu fegnir hafa getað
haldið sig á troðningnum
og ófá tár hafa hrotið
niður kinn peirra sem
ekki geta farið sömu leið
ogaðrir.... Eitthvaðfær
hann til að sjá heiminn
með öfugum formerkjum
pannig að á sólbjörtum
almenningsvegi sér hann
skrímsli sem hann ræður
ekki við. Hann flýr pví
inn í i?:yrkan drauma-
heim í peirri von að að
finna par rólega stund.
Það er óhætt að mæla með
„Sól í Norðurmýri", bókin er
ekkert stór merk, en skemmti-
leg aflestrar. Stíllinn er ein-
lægur og kíminn og öðruvísi
en stíll hinna endurminninga-
sagnanna sem skrifaðar hafa
verið.
Ragnheiður Kristjánsdóttir
34