Vera - 01.02.1991, Blaðsíða 29

Vera - 01.02.1991, Blaðsíða 29
Sf í LÍFI brúðurnar, bera grind leikhúss- ins, hátalarakerfi og ljóskastara. Þegar búið er að pakka leikhús- inu í Löduna býður Ásta ráðs- kona Hallveigu í mat í eldhúsinu og VERA fær að fljóta með. Undir borðum tölum við um brúðuleikhús og áhrif þess á börn. Hallveig segir frá sýningu sem hún fór með í skólana og fjallaði um fötlun og annarri sem bíður sýningar og fjallar um of- beldi gegn börnum. Eftir sýningu fengu börnin að tala við brúð- urnar og jafnvel þó að stjórnend- urnir væru sýnilegir og hreyfðu varirnar, beindu börnin alltaf spurningum sínum til brúðanna. - Það er svo margt hægt að sýna með brúðum sem ekki er hægt að sýna á annan hátt, segir Hallveig. Það væri ekki hægt að fara með börn inn í skólastofur til að tala um ofbeldi sem þau hafa orðið fyrir. En brúður geta það. Þær geta talað um hluti sem ekki má tala um. Brúðuleikhús er áhrifamikið, enda er það farið að hafa áhrif á önnur sviðsverk. Hallveig segist nýverið hafa verið erlendis og séð tvær leiksýningar sem vöktu mikla eftirtekt og þóttu mjög nýstárlegar. Hún segist strax hafa séð áhrifin frá brúðuleikhúsinu og við spjöllum um í hverju þessi áhrif séu fólgin. Það berst í tal að í sýningunni um Leónóru prin- sessu er fluga í einu hlutverki. Hún sést aldrei, en er þó með á sviðinu. Hallveig segir að hér sé einmitt komið í hnotskurn eitt af einkennum brúðuleikhúss. - Áhorfendur geta alveg trúað a ósýnilega sögupersónu ef rétt afstaða til hennar er fyrir hendi. Og það er hægt að nota þessa órökrænu afstöðu í venjulegu leikhúsi og fá með því mjög sérstæðan stíl. T.d. var leikmynd ofurlítið skökk í annarri sýning- unni sem ég var að tala um áðan °g persónur léku allar á leik- myndina og voru ofurlítið skakk- ai' sjálfar. Áhrifin voru geysilega fyndin. Mörg eru handtökin í einnar- konuleikhúsi. Hallveig heldur áfram að vinna við brúður eftir að heim er komið. Hún tekur fram tvær gullfallegar brúður úr vaskaskinni með mikið svart og hrokkið hár, greinileg náttúru- börn. Þetta eru Askur og Embla. Þau eiga að vera í viðamikilli sýningu Leikbrúðulands. Hall- veig setur brúðurnar í þvingur og málar sköftin á þeim svört. Þá man hún að gera þarf við rifu á sögusvuntunni fyrir næstu sýn- ingu. Hún sest við saumavélina í þeim enda kjallaraherbergisins sem gegnir hlutverki saumastofu. Þar eru hillur frá gólfi til lofts hlaðnar vefnaðarvöru. Brúðuleik- húskona þarf að hafa allar klær úti til að afla sér spennandi efna. Á meðan unnið er við hagnýta handavinnu er hugurinn sístarf- andi. Hugmynd að nýju verki getur fæðst þegar verið er að rimpa í sögusvuntuna. Þá er gott að eiga ferðatölvu og geta sest niður hvar sem er til að koma hugmyndum á blað. - Eg held að mestur hluti vinnu minnar fari í handritsgerð. Oll önnur vinna við leikhúsið er mjög áþreifanleg og fer fram á vísum stað og stund. En handritið liggur alltaf á mér, segir Hallveig. Og VERA vill ekki trufla leik- ritahöfund við skriftir og fer því að tygja sig. Hallveig tekur eina af eftirlætisbrúðunum í fangið. Það er Leiðindaskjóða, forvitið trölla- barn með lifandi augu sem lýsa bæði gleði og sorg. Leiðinda- skjóða laumaðist með á brúðu- leikhúshátíð í Barcelona í vor og sletti þar á spænsku. Hallveig hefur „á gamals aldri" eins og hún segir, tekið upp á því að læra búktal. Og það er Leiðindaskjóða sem kveður okkur með rödd Hallveigar. - Adios, segir hún. Bless. Á spænsku. BÁ Myndir: Anna Fjóla Gísladóttir og Björg Árnadóttir 29

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.