Vera - 01.02.1991, Blaðsíða 35

Vera - 01.02.1991, Blaðsíða 35
UR LISTALIFINU FÓTATAK TÍMANS Kristín Loftsdóttir Vaka-Helgafeil 1990. Fótatak tímans er önnur bók Kristínar Loftsdóttur; áður hefur hún gefið út barnabók- ina Fugl í búri og hlaut fyrir hana íslensku barnabóka- verðlaunin 1988. Nýja bókin er skáldsaga. Hún gerist á Islandi á 10. öld og spannar ævi aðalpersónunnar, Isgerð- ar Huldar, frá fæðingu til 16 ára aldurs. Sögusviðið er að mestu bundið við heimili stúlkunnar, Fábeinskot, sem er afskekkt kotbýli einhvers staðar inn til dala. Helstu per- sónur auk Isgerðar eru for- eldrar hennar, Fábeinn og Hervör, og hjú þeirra, aldrað- ar tvíburasystur sem báðar heita Lauga og munaðarlaus unglingspiltur sem kallaður er Leysingjasonur. Nokkrar persónur aðrar koma lítillega við sögu, þ.á m. Skjöldur, eldri bróðir Leysingjasonar, „frændi" mæðgnanna sem kemur tvisvar sinnum gestur á heimilið og einstæðingspilt- ur sem aldrei er nefndur á nafn, útburður sem Fábeinn finnur og kemur í fóstur og verður á vegi Isgerðar Huldar í bókarlok. Sagan fjallar fyrst og fremst um samband og sam- bandsleysi heimilisfólksins í Fábeinskoti innbyrðis og við umheiminn. Það kemur fram strax í upphafi að Fábeinn er ekki raunverulegur faðir Is- gerðar en sjálf veit hún ekkert um það fyrr en í bókarlok og lesendur komast heldur ekki að hinu sanna um faðerni hennar fyrr en þá. Hins vegar eru gefnar vísbendingar um að þar sé ekki allt sem skyldi og eitthvað komi „frændinn" við þá sögu. Fábeinn elskar og dáir konu sína en hún endur- geldur ekki ást hans, er full- komlega sinnulaus gagnvart öllu og öllum og lokast smám saman af í eigin heimi. Fá- beinn gengur Isgerði í föður stað og er henni bæði góður og eftirlátur, svo mjög að Laugunum sem vilja gera sitt besta til að ala hana upp við iðjusemi og góða siði þykir nóg um dekrið. Telpan á góða ævi fyrstu árin, býr við ást og umhyggju föður síns og auk þess virðist ríkjandi góðæri svo fólkið hefur það tiltölu- lega gott í kotinu þrátt fyrir lítil efni og mikla vinnu. Sam- skipti við umheiminn eru nánast engin og Isgerður fer ekki af bæ fyrr en hún er 16 ára. Kotið er afskekkt en gefið er í skyn að einangrunin skap- ist ekki síður af tortryggni í garð Fábeins sem er fróður um nytja- og lækningajurtir og talinn standa í sambandi við huldufólk og kristna menn, auk þess sem trúnaður hans við hin heiðnu goð er dreginn í efa. Hvort mönnum er kunnugt um fortíð hjón- anna og uppruna Isgerðar, og það eigi þátt í afstöðu þeirra til heimilisins, er hins vegar alls ekki Ijóst af sögunni. Skil verða í sögunni þegar Leysingjasonur deyr voveif- lega, hann hrapar til bana í þoku og hrafnar kroppa úr honum augun. Eftir þann at- burð kemur nokkurra ára eyða í söguna og þegar frá- sögnin hefst á ný er versnandi árferði með tilheyrandi skorti og nauð. Dauði Leysingjason- ar og hallærið ala á tortryggni nábúanna og til að sporna við henni afræður Fábeinn að fara til blóts sem hannjgerir annars sjaldan og tekur Isgerði með. Það hefur kólnað mjög milli feðginanna eftir að Fábeinn stóð dóttur sína að léttúð gagnvart áleitnum pilti sem átti leið hjá garði og hann hafði illan bifur á. Við svipaða uppákomu á blótinu verður hann valdur að helgispjöllum, en Skjöldur hjálpar feðgin- unum að flýja til að endur- gjalda greiða sem hann taldi Isgerði hafa gert sér eftir dauða bróður síns, og þau komast heim í Fábeinskot. Blótsmenn elta þau þangað æfir af bræði og ætla að brenna þau inni. Hervör er drepin þegar hún reynir að flýja út, Laugurnar farast og Fábeinn er brenndur til ólífis en tekst að verja ísgerði gegn eldinum, segja henni allt af létta um uppruna hennar og sættast við hana áður en hann deyr. Þarna fær stúlkan að heyra að hún er barn Hervarar og bróður hennar - sem hlýtur að vera hinn dularfulli „frændi" þótt það sé ekki sagt berum orðum. Hún stendur nú ein uppi en þegar hún hefur lokið við að grafa föður sinn birtist skyndilega piltur sem reynist vera sá sami og Fábeinn hafði áður sagt henni frá og eitt sinn ætlað henni en síðan talið dauðan. Lýkur sög- unni með því að þau Isgerður halda saman til fjalla þaðan sem hann kom. Þannig er söguþráðurinn í stuttu máli. Því miður tekst ekki sem skyldi að koma honum þannig til skila að það sem sagt er frá nái að snerta lesandann. Kemur þar ýmis- legt til. Fyrst má nefna efnis- tökin sem mér þykja heldur ómarkviss. Það er eins og höfundur hafi ekki gert alveg upp við sig hvað séu aðal- atriði og hvað aukaatriði og hvar þungamiðja sögunnar eigi að liggja. Ymis atriði hanga því hálfpartinn í lausu lofti. Þannig hefst bókin á óljósum vísbendingum um uppruna Isgerðar Huldar: „Það var getið í spilltum losta. Því var bölvað þegar tilvera þess var fyrst kunn. Reynt að myrða það í móð- urkviði. Flúið svo það gæti fæðst. Hatað þegar það fædd- ist." (9) Það sem þarna er ýjað að skiptir hins vegar minna máli í framvindu sögunnar en ætla mætti í upphafi. Leyndar- dómurinn hefur ekki sýnileg áhrif á uppvöxt og þroska barnsins (ef frá er talið af- skiptaleysi móðurinnar sem virðist snerta stúlkuna furðu lítið) og þegar hann upplýsist loks í bókarlok virðist það ekki hafa veruleg áhrif á ís- gerði og lesandanum er orðið nokkuð sama. Hann hlýtur hins vegar að vera lykill að sögu Hervarar en hún er svo fyrirferðarlítil í bókinni að það réttlætir tæpast slíka byrjun á sögunni. Annað atriði sem snýr að efnistökum má einnig nefna. Kristín hefur greinilega lagt sig fram um að kynna sér ýmsa forna siði og vinnu- brögð. Þetta er auðvitað mjög mikilvægt til að skapa réttan bakgrunn fyrir söguna. Gall- inn er hins vegar sá að þjóð- háttarlýsingar verða allt of fyrirferðamiklar á köflum, þær verða útúrdúrar sem drepa sögunni á dreif í stað þess að styðja hana: „Þau færu ríðandi á hross- unum Leiru og Grána en vegna þess að hestarnir voru aðeins tveir en þau þrjú mundu Hervör og Leysingja- sonur tvímenna á Leiru þannig að framan á hestinum mundi Leysingjasonur sitja klofvega eins og karlmanna var siður en Hervör kvenveg til vinstri hliðar." (56) Þessi lýsing þjónar engum tilgangi í sögunni og það sama má segja um lengri kafla af svipuðu tagi, s.s. lýsingu á litun bands (165-6) og slátur- gerð (179). Þar sem Fótatak tímans er saga fólks fremur en atburða skiptir miklu að persónusköp- unin sé sannfærandi. Mér finnst vanta talsvert á að dreg- in sé upp sú mynd af per- sónum að hún veki áhuga og kveiki með lesanda þá samúð að hann láti sig líf þeirra og örlög einhverju skipta. Jafnvel aðalpersónurnar, Isgerður Huld og Fábeinn faðir hennar, verða heldur daufleg og ótrúverðug. Sérstaklega þykir mér lýsingin á henni ekki takast sem skyldi. Þar sem sagan spannar ævi hennar frá barnæsku þar til hún er fullvaxta stúlka mætti ætla að hún yxi að visku og vexti eftir því sem líður á bókina en á köflum virkar hún hálfgerður kjáni þó ég efist um að það hafi verið ætlun höfundar. Þetta liggur m.a. í óheppilegu orðavali - það er t.d. undar- legt að kalla unglingsstúlku telpu og tala um að hún trítli og hjali og enn undarlegra að sama stúlka hagi svo orðum sínum þannig: „Það gleður mig að heyra svo væn orð um hann Fábein föður minn falla af munni jafn aldraðrar konu og þú ert, Lauga mín" (185). 35

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.