Vera - 01.02.1991, Blaðsíða 3

Vera - 01.02.1991, Blaðsíða 3
JÓLA HVAÐ? Enn eitt árið er liðið frá manni og það sem situr efst í huga mér frá því sem var að líða, eru blessuð jólin og vikurn- ar fram að jólum. Eftir þessi síðustu jól er ég búin að fá nóg. Allar þær aug- lýsingar í sjónvarpi og allir þeir þættir á öldum ljósvakans um jólagjafir og aftur jólagjafir voru að gera mig sturl- aða. Samkvæmt þessum fjölmiðlum var ekki reiknað með jólagjöf undir 10.000 króna virði, enn síður var reikn- að með að jólaflíkurnar væru af ódýr- ari gerðinni. Meðan þessar auglýsingar flæddu yfir, gerðu mig vonda og fylltu mig vonleysi, reyndi ég að upphugsa leiðir til að komast sem ódýrast í gegnum jólagjafakaupin. Eg tók upp á því að búa til gjafirnar og var hálf smeyk við að kannski myndu þær ekki verða vinsælar fyrir vikið. Handbragð mitt kannski ekki nógu gott, ég hafði aldrei gert svona áður. Eftir því sem nær dró jólum og auglýsingatíminn í sjónvarp- inu varð lengri fylltist ég enn meira þunglyndi. Allir spyrjandi hvort ég væri ekki komin í jólaskap, sýna og segja mér hvaða dásemdir þeir hefðu séð í sjónvarpinu, tilvaldar jólagjafir. Allt fengið úr sjónvarpinu. Fólk er orðið gelt andlega. Það les ekki, það hugsar ekki. Það glápir á sjónvarp og vídeó, þaðan koma hugmyndir þess um lífið og tilveruna. Jólin sem eiga að vera hátíð barnanna og fjölskyldunnar hafa breyst í hátíð kaupmanna og fólk hleypur á eftir auglýsingum, styður við bakið á auðvaldinu, og fyrir hvað? Jú, augnabliks ánægjustund meðan verið er að rífa jólapappír- inn af gjöfunum. Svo situr fólk eftir með sárt ennið, Visareikning upp á hundruð þúsunda og jafnvel lán á bakinu. Mér er spurn; „Er þetta þess virði?" Að mínu mati er ekki svo. Jólagjafirnar sem ollu mér kvíða og áhyggjum, yfir því að þær yrðu ekki til ánægju, gerðu sannarlega ekki minni lukku en þær sem dýrari voru. Eg hefði getað sparað mér margar andvöku- næturnar. Eg mæli með að fólk rífi sig upp úr sleninu og taki á sig rögg. Reyni að gefa sér meira tóm vegna jólaundirbúnings og gjafa, og fái meira út úr lífinu fyrir vikið. Verið þið sjálf, og verið ekki hrædd við það! Asa Hauksdóttir, nemandi í FA Er líf eftir dauðann? Faðirinn var að lesa söguna um litlu stúlkuna með eld- spýturnar og Víkingur, 5 ára, velti dauðanum mikið fyrir sér og hvort það væri líf eftir dauðann. Hrafnhild- ur stóra systir, 7 ára, sagði að það væri ekkert líf eftir dauðann, við yrðum öll að mold. Sá litli hugsaði sig um góða stund og sagði svo: Nei konur verða að mold en karlar verða að styttum. VERU NÚNA guðrún AGNARSDÓTTIR 6 Viðtal Ingibjörg Sólrún Gísladóttir GRUNNSKÓLINN ER ÞRÍHÖFÐA ÞURS 13 Draumurinn um hinn fullkomna skóla frá nokkrum sjónarhornum. DR. SIGRÚN AÐALBJARNARD. 20 Um samskipti barna og unglinga. GRUNNSKÓLINN KÓPASKERI 23 SKAPANDISKÓLASTARF 25 DAGUR í LÍFI KONU 27 Hallveig Thorlacius KARATE AÐ HÆTTI KVENNA 30 ÚR LISTALÍFINU 32 Viðtal við Margréti Jónsdóttur, leirlistarkonu á Akureyri, umfjöllun um bækur og leiksýningu Hugleiks „Aldrei fer ég suður". EMBLA 39 Bókmenntatímarit er flutti ritverk kvenna 3

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.