Vera - 01.02.1991, Blaðsíða 36

Vera - 01.02.1991, Blaðsíða 36
U R LISTALIFINU Málfarið er þó höfuðgalli sögunnar og margt annað sem aflaga fer má rekja til þess að ekki hefur verið lögð nægileg alúð við framsetninguna. Skulu nú tínd til dæmi þessu til stuðnings. I fyrsta lagi er stíllinn allt of orðmargur. Víða er stillt saman orðum eða orðasamböndum sömu merk- ingar án þess að endurtekn- ingin þjóni sýnilegum til- gangi: „sífelldur stöðugur sulturinn" (161); „fólkið hér um kring í þessari sveit" (139), „þú (varst) ófædd, óborin og allslaus" (101). Sömuleiðis eru mörg orð oft höfð um það sem segja mætti með einu eða tveimur og gerir það fram- setninguna stirða og oft til- gerðarlega - þannig er huldu- fólk ævinlega kallað „fólkið með gegnsæju augun", í stað þess að nota sögnina „heita" er talað um að „bera nafn/ heiti" (og verður það sérstak- lega klúðurslegt þegar maður kynnir sig með þessum orð- um: „Vémundur ber ég heiti Gunnlaugsson frá Brekku" (39)) og þar sem lýsingarorð eins og „skammvinnur" dygði er talað um „(trúnað) sem hafði aðeins varað stutt" (25). Merkingarsnauð lýsing- arorð eru notuð í óhófi (það er t.d. algjör óþarfi að tönnlast sífellt á því að telpan sé lítil og kot er væntanlega aldrei ann- að) og það sama á við eignar- fornöfn - sérstaklega er þeim iðulega ofaukið með líkams- hlutum og fara oft beinlínis illa: „Hún neri saman hönd- um sínum" (100) og afskap- lega er nú stirt að segja „Is- gerður litla Huld mín..." (53) og ótrúlegt að nokkur bæri sér slíkt í munn. I öðru lagi er orðaval ómarkvisst. Það virkar ekki vel að nota „sokkaplögg" fimm sinnum á tæpri síðu (21) og fleiri dæmi má finna um slíkar tuggur. Verra er þó að tala um „annan vanga and- litsins" (16), „að slá hey" (29), „að standa á hnjánum" (91) og „gefa e-m huggun" (106) eða kalla kambana „spaða" (50). Einnig þykir mér afar óheppi- legt að nefna kropp hrafnanna „vinalegt", jafnvel þó að verið sé að tala um smásár á líkam- anum en ekki berar tóttirnar á Leysingjasyni (112). Að lokum verður að viðurkennast að ég skil alls ekki hvað átt er við þegar talað er um „árin frá fjögurra ára aldri og fram á bernsku hennar" (20). I þriðja lagi kemur fyrir ýmiss konar ósamræmi í mynd orða og tíð: „Samt líður henni eins og þúsundir fal- inna augna störðu á hana" (87); „eins og hungrað vatnið þrái fórnir eins og því hafi verið færðar" (88) eða kyni og tölu: „fólkið með gegnsæju augun ... gjöf frá þeim ... þetta men gáfu þeir mér..." (99); „Kindurnar, kýrnar fáu og hrossin voru illa haldin ... og því illa færar til að ..." (130). Eins og dæmin bera með sér er sagan alls ekki nógu vel unnin - hún hefði þurft miklu meiri yfirlegu og úrvinnslu áður en hún var gefin út og þar vil ég að talsverðu leyti kenna forlaginu um. Útgef- endur hafa skyldur gagnvart höfundum sínum, sérstaklega ungum höfundum sem eru að feta fyrstu sporin á hinni grýttu rithöfundabraut. Hafi þeir gert það upp við sig að handrit sé þess virði að verða bók verða þeir að sjá höfund- inum fyrir yfirlesurum sem geta - auk þess að gefa góð ráð og leiðbeiningar - sagt honum að geyma handritið árinu lengur ef svo ber undir. Það hefði átt við í þessu tilviki hvað sem líður tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaun- anna. Asta Svavarsdóttir LEITIN AÐ DEMANTINUM EINA Heiður Baldursdóttir Vaka-Helgafell 1990 Krúsa 10 ára sofnar einn dag- inn fyrir framan sjónvarpið. Þá dreymir hana að hún sé komin í ókunnugt land eða annan heim. I drauminum hittir hún gamlan mann, Gagnráð, sem segir henni að búið sé að stela demantinum eina. Ef demanturinn er ekki á sínum stað, breytast allir og verða vondir og því verður að finna demantinn aftur. Gagn- ráður biður Krúsu um að hjálpa sér að finna demantinn og það gerir hún. Bókin fjallar um leit hennar að demant- inum eina og fólkið sem hún hittir á ferð sinni. Krúsa kynn- ist Almari sem á hvergi heima og hann fer með henni og hjálpar henni við leitina. Þau hitta t.d. forynjur og undir- heimaskepnur og fara til eyjarinnar eilífu. Mér finnst nokkur orð erf- ið í bókinni. Hvað er t.d. „að kukla"? (bls. 136) og hvernig gat demanturinn breytt fólki? Mér finnst líka að höfundur ætti frekar að nota orðið myndband heldur en „video". I bókinni er landakort en engar teikningar. Bókin Leitin að demantin- um eina er spennandi og skemmtileg. Fanney Finnsdóttir, 10 ára. UNDAN ILLGRESINU Guörún Helgadóttir Myndskreytingar: Gunnar Karlsson löunn 1990 Marta María ellefu ára flytur í nýtt hús með mömmu sinni og tveimur bræðrum. Henni finnst húsið bæði stórt og drungalegt og fólkið á efri hæðinni klikkað. Þau breytast þó smám saman þegar hún fer að kynnast þeim og strákur- inn Matthías, sem fyrst talaði ekki við neinn, fer að tala og hlægja. Marta María og Matt- hías verða góðir vinir og lenda í ýmsum ævintýrum, þau finna t.d. gull í gróðurhúsi í garðinum. Fjölskylda Matthíasar er flókin og ýmis leyndarmál eru í gangi á báðum hæðum en þau eru úr sögunni í bókarlok. Boðskapur sögunnar er að fólk á að vera hreinskilið og gott hvort við annað. Teikningarnar í bókinni eru skemmtilegar og vel gerð- ar. Mér finnst Undan illgres- inu vera ógeðslega skemmti- leg bók og þrælspennandi. Fanney Finnsdóttir, 10 ára. 36

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.