Vera


Vera - 01.02.1997, Blaðsíða 19

Vera - 01.02.1997, Blaðsíða 19
á I t m á I Fjölskyldur búa viö fátækt, sem ekki hafa efni á allra brýnustu nauðþurftum, húsaskjóli og aö fæða og klæöa börn sín, þrátt fyrir langan vinnudag, sem er þriöjungi lengri en í ná- grannalöndunum. Átímum góöæris á íslandi og vax- andi efnahagsbata búa 27 JÓHANNA SIGURÐARDÓ FÁTÆKT Á ÍSLANDI þúsund manns undir skil- greindum fátæktarmörk- um, sem eru 44 þúsund krónur á mánuði fyrir ein- stakling. Ef tekjur þeirra 27 þúsund íslendinga sem búa viö fátækt eru bornar saman við neyslukönnun sem gerö var af Hagstof- unni 1990, þá standa tekj- ur þessara heimila einung- is undir um 40% af útgjöldum heimilanna sam- kvæmt könnuninni. Framfærsla og fátækt Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar frá 1990 var meðalneysla á heimili á ári, miðað við hjón með börn yngri en 19 ára, áætluð á núgildandi verðlagi rúmar 3.3 milljónir króna. Skilgreind fátæktarmörk hjóna með tvö börn eru tekjur undir 119 þúsund krón- um á mánuði eða rúmar 1.400 þúsund krónur á ári. Slíka fjölskyldu vantar því um 1.9 milljón króna á ári í tekjur til að standa undir útgjöldum miðað við neyslukönnunina. Þúsundum saman er því barnafjölskyldum á Islandi boðið upp á lífskjör sem ekki er hægt að jafna við neitt annað en hreina fátækt. Útgjöld einstæðra foreldra voru í neyslukönnuninnni áætluð 1.945 þúsund krónur á núgildandi verðlagi, en einstæðir foreldrar með eitt barn eru áætlaöir undir fá- tæktarmörkum ef þeir hafa tekjur undir 66 Þúsund krónum eða 792 þúsund krónur á ári. Ti| að standa undir útgjöldum sam- kvæmt könnuninni þurfa tekjurnar að hækka um 100 þúsund krónur á mánuði og tara í 162 þúsund krónur. Tekjur þeirra standa nú vart undir brýnustu matarinn- kaupum eða lágmarkshúsnæðiskostnaði og eru þá aðrar nauðþurftir undanskildar eins og kostnaður við heilsuvernd, barna- gæslu eða skólagöngu barna, aukýmissa anrv arra minna brýnni útgjaldaliða í neyslukönnun- inni. Samkvæmt könnun Felagsvísindastofnunar búa 17% einstæðra foreldra - mest konur - undir skilgreindum fátæktarmörkum. Spyrja má því hvort fátæktarmörkin séu rétt skilgreind þegar verulega vantar á að tekjur hrökkvi fyrir brýnustu nauðþurftum frá T I R , ALMNGISMAÐUR ER ÞJÓÐARSKÖMM degi til dags, hvað þá öðrum neysluútgjöld- um í könnun Hagstofunnar. Það er vissulega mjög alvarlegt ef sá maður sem öðrum fremur hefur fjöregg þjóð- arinnar t hendi sér, sjálfur forsætisráðherr- ann, neitar að horfast í augu við þá stað- reynd að tugir þúsunda heimila í landinu búa við kjör nálægt sultarmörkum. Þetta er smánarblettur á þjóðinni, af því ísland er I hópi ríkustu þjóða heims. Heimatilbúinn vandi Fátækt á íslandi er heimatilbúinn vandi. Fyrst og fremst vegna óréttlátrar tekjuskipt- ingar og rangra leikreglna í samfélaginu, sem hægt væri að breyta ef vilji væri til þess. Rangiát tekjuskipting kemur ekki ein- ungis fram í því að hálaunamaðurinn er einn mánuð að vinna fyrirtveggja ára launum lág- launamannsins, heldur einnig f eignaskipt- ingunni. Á s.l. ári voru yfir 23 þúsund manns með skuldir umfram eignir, á sama tíma og nokkur hundruð hjón og einstaklingar eiga hvert um sig að meðaltali yfir 100 milljónir í eignir umfram skuldir. Þannig skiptist þjóðin I vaxandi mæli í auðuga og öreiga. Nýleg skýrsla sýnir einnig að ójöfnuður í skiptingu atvinnutekna hefur aukist um allt að 22% s.l. 10 ár. Nú fyrirjólin vorum við enn einu sinni minnt á þennan svarta blett á þjóðfé- laginu. Þá kom fram að aldrei hafa fleiri þurft að leita til mæðrastyrksnefnda, kirkjunnar og annarra hjálparstofnana. Á stuttum tíma hefur allt að þrefaldast fjöldi þeirra sem leita þurfa á náðirfélagsmálastofnana. Líka fullvinnandi fólk, sem þrátt fyrir langan vinnudag getur ekki séð fjölskyldu sinni far- borða. Slíkar staðreyndir sýna að fátækt fer vaxandi á íslandi. Sjálfsvirðing fólks brotin niður Ofurtrú á markaðshyggjuna hefur ýtt undir eignatilfærslu í þjóðfélaginu og söfnun auðs og valds á fárra manna hendur. Þessi hug- myndafræði, sem endurspeglast mjög í stefnu núverandi rikisstjórnar, hefur leitt til þess að samhjálp og jöfnuður er á undan- haldi og hver virðist sjálfum sér næstur. Frumskógarlögmálið allsráðandi. Afleiðing nýfrjálshyggjunnar er að hér sem annars- staðar er þjóðin í vaxandi mæli að skiptast í tvennt, rika og fátæka. Þess vegna er nú mikil undiralda í þjóðfélaginu því þeir sem verr eru settir sjá misskiptinguna og órétt- lætið allt í kringum sig. Leikreglurnar eru ósanngjarnar og felast t.d. í eftirfarandi: • Tuttuguföldum mun í tekjum og lífeyrisgreiðslum. • Skattastefnu sem hyglar þeim efnameiri, eins og fjármagnstekjuskatturinn. • Síendurtekinni atlögu að kjörum aldraðra, öryrkja og atvinnulausra. • Vaxandi fjölda fullvinnandi fólks sem á ekki fyrir biýnustu nauðþurftum. • Lífsstíl margra sem er í hrópandi ósam- ræmi við skattgreiðslurtil samfélagsins. • Vaxandi skuldasöfnun þeirra sem minna bera úr býtum. • Lægstu laununum og hæsta matvæla- verðinu sem þekkist miðað við þjóðir sem við berum okkur saman við. • Verðtryggingu á skuldum heimilanna sem hvergi þekkist innan OECD landanna. Þarf nokkurn aö furða þó sjálfsvirðing fólks sé T æ meira mæli brotin niður þegar stór hluti þjóðarinnar er dæmdur til fátæktar vegna misskiptingar og óráðsíu hjá rikri þjóð sem á að geta boðið öilum þegnum sínum mannsæmandi lífskjör?

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.