Vera - 01.02.1997, Blaðsíða 42
Kvennastjórnmálaf
leikur á kerfið í Norð
Bandalag kvenna á Norður-írlandi var
stofnað í apríl sl. Þær settu sér það
markmið að eiga fulltrúa í viðræöum um
frið og framtíðarskipan mála á N-írlandi.
í þessu augnamiði buðu þær fram í
kosningum sem efnt var til um val á full-
trúum í viðræðurnar. í júní náðu þær
settu marki og eiga fulltrúa í viðræöun-
um sem enn standa yfir.
Yfirlýst markmiö viöræönanna er aö binda
enda á vargöldina sem verið hefur á N-ír-
landi nær stanslaust frá 1969 en má rekja
nær 800 ár aftur í tímann. Þaö var þrekvirki
hjá konunum að stofna stjórnmálaflokk á
mjög skömmum tíma og sigurinn er mikill
þegar haft er T huga að samtökin voru alveg
ný af nálinni og afar lítil hefð fyrir stjórnmála-
þátttöku kvenna á Norður-írlandi. Nú fyrst fá
konur tækifæri til að hafa áhrif í samskipt-
um Norður-íra við stjórnvöld í Lundúnum.
Það er harla ótrúlegt hvernig þetta tókst.
Úrslit kosninganna áttu að leiða í Ijós hverj-
ir tækju þátt í friðarviðræðunum. Hópur bar-
áttukvenna sá sér þarna
leik á borði. Bretar höfðu
ákveðið að mjög litlir
flokkar fengju Ifka sæti
við samningaborðið. Var
það gert til að tryggja að
fulltrúar smáflokka í
tengslum við hermdar-
verkasveitir mótmælenda
fengju sæti við samninga-
borðið.
Tryggja átti þeim tíu flokkum sem flest at-
kvæði fengju tvö sæti hverjum, og með hliö-
sjón af fyrri kosningum þótti sýnt að aðeins
þyrfti 1.800 atkvæði til að komast í 10.
sæti. Bandalagskonur sáu T hendi sér að þó
enginn kysi þær nema ættingjar og vinir
kæmust þær inn. Þær vissu líka að þetta
væri eina leiö kvenna að samningaborðinu.
Konurnar fengu heimild fyrir framboðinu og
höfðu þá aðeins tíu daga til að safna nógu
mörgum fulltrúum á lista. Þær buðu alla vel-
komna og fjölmargir hringdu. „Ekki var spurt
um stjórnmálaskoðanir, eða trúmál, mark-
miðið var að fá konur úr öllum áttum til að
vinna að lausn vandans. Við kepptum ekki
að þátttöku vegna þess að við hefðum
lausn á vandanum, heldur vegna þess að
það var einlæg ósk okkar að lausn mætti
finna með viðræðum, án vopna", lét
Bronagh Hinds, ein bandalagskvenna, hafa
eftir sér. Kvennabandalagið fékk aðeins
1,2% atkvæða en lenti í 9. sæti T kosningun-
um og fékk því tvo fulltrúa við samninga-
borðið. Þær trúðu varla sjálfar að kvenna-
flokkur heföi náð slíkum árangri en þegar
auglýst var eftir fulltrúum reyndi enginn karl-
maður að komast að. Það reyndi því aldrei á
jafnréttislög vegna stofnunar bandalagsins.
Kvennasamtök á N-írlandi hafa löngum
staðið á brauðfótum vegna innbyrðis ágrein-
ings um afstöðuna til Breta og írska lýðveld-
ishersins. Hefðbundin baráttumál kvenna
nutu lítillar athygli þartil um 1985 þegar kon-
ur ákváðu að líta framhjá stjórnmálalegum
ágreiningi og vinna að sameiginlegum bar-
áttumálum.
Margar kvenfrelsiskonur á N-írlandi hafa
heimsótt Mary Robinson for-
seta en hún hefur unnið að
þvl að tengja saman
kvennahópa í norðri og
suðri. Nú eru getnaðarvarnir
leyfðar á hinu kaþólska ír-
landi, hjónaskilnaðir heimilir
og réttur samkynhneigðra
hefur verið tryggður. (Fóstur-
eyðing er aðeins leyfð undir
sérstökum kringumstæðum). í sTðustu kos-
ingum á írlandi fjölgaði þingkonum úr 8 í
12%. Bandaríski sendiherran á íriandi, Jean
Kennedy Smith , hefur einnig unnið ötullega
að málefnum kvenna og verið tengiliður
þeirra við kvennahreyfingar í Bandaríkjun-
um.
Ekki eru allir jafn hrifnir af Kvennabanda-
laginu en það ætlar að setja dagvistar- og
bamavemdarmál á oddinn. Á N-írlandi býr
eitt af hverjum þremur börnum við fátækt.
Marie Mulholland, fulltrúi kvennasamtaka í
Belfast, óttast að bandalagið skorti sam-
stöðu um málefni N-írlands. Hún segir skjól-
stæðinga sTna vera fátækar konur, sem líði
Þær trúðu varla
sjálfar að
kvennaflokkur
hefði náð
sllkum árangri
lokkur
u r - í r I a n d i
fyrir ástandið í landinu, meðan bandalagið skipi
einkum menntakonur og óttast hún að þær
Konurnar taka nú þátt í viðræðum um
frið og framtíðarskipan mála á N-írlandi
breyti litlu með setu sinni við samningaborðiö.
Sinn Fein, stjórnmálaarmi írska lýðveldis-
hersins, hefur verið meinuð þátttaka í við-
ræðunum þó hann hafi hlotið 15% atkvæða
í kosningunum. Því situr allt fast.
0g meðan samningaviðræðurnar standa
yfir linnir ekki ofbeldinu á götum úti. Svo
dæmi sé tekið var Windsor Kvennamiðstöð-
in sprengd í loft upp þann 13. september sl.
Vegurinn framundan er sannarlega grýttur,
en þær T Kvennabandalaginu eru vissar um
að konur á N-írlandi eygi nú möguleika á
bættri stöðu.
Nell McCafferty, MS magazine, nóv./des. 1996
VSV þýddi og endursagði