Vera - 01.02.1997, Blaðsíða 27
sóla
i
umræöu. Þar eru menn frjálsari og óháöari
og ættu að vera leiðandi í hugmyndafræði-
legri umræðu. Það á líka við um kvenna-
fræðin. En Háskóli íslands er því miður dá-
lítið einangrað fyrirbæri í dag.”
Ég hef oft tekið eftir því að konur
eiga erfitt með að þola að talað sé um
þær sem fórnarlömb karlveldis - einfald-
lega vegna þess að ef þú ert fórnarlamb,
þá ertu vanmáttug og getur ekkert gert
til að rétta þinn hlut. Heldurðu að um-
ræða af þessum toga hafi tafið fyrir
skilningi á því hverju Kvennalistinn
stendur fyrir?
„Auðvitað viljum við ekki láta tala um
okkur sem fórnarlömb. Reyndar hefur mér
aldrei fundist umræða Kvennalistans ein-
skorðast við þetta, þótt vissulega hafi þetta
verið nefnt. Umræðan hefur ekki síður snú-
ist um konur sem gerendur. Þegar Kvenna-
framboðið fór af stað snerist allt um að
breyta sjónarhorninu; líta á
þau gæði og þá möguleika
sem konur ættu. Við lögð-
um áherslu á að konur litu
á sig sem gerendur. Það
var einmitt það sem kveikti
í mér þegar Kvennafram-
boðið fór af stað. En þaö er
satt, það er mjög auðvelt að missa umræð-
una niður á þetta þlan.
Það er nú einu sinni svo aö okkur er öll-
um markaður rammi í lífinu - misrúmur eftir
efnum og aðstæðum - en við getum alltaf
verið gerendur innan þessa ramma og reynt
að útvíkka hann; reynt að ýta úr vegi þeim
hindrunum sem á vegi okkar verða. Hver
einasta kona er gerandi í sínu eigin lífi, jafn-
vel þótt hún eigi fárra kosta völ og þótt það
sé erfitt, þá verður hún að setja sér stefnu.
Ef við tökum dæmi, þá er kona sem býr
við ofbeldi á heimili auðvitað fórnarlamb að-
stæðna, en á endanum getur enginn bjarg-
að henni út úr þeim, nema hún sjálf. Það er
hins vegar hægt að hjálþa henni á margvís-
legan máta og það veröur að gera. Það verö-
„Þaö er hættulegt
þegar kvenna-
hreyfingin fer aö
krefjast þess að
eitthvaö sem varð
til til þess aö ýta á
þróun í málefnum
kvenna, þurfi alltaf
aö vera til.“
ur að vera til stuðn-
ingskerfi sem aðstoðar
hana í þessu vali.”
Eiga konur fleiri valmöguleika í dag
en áöur hér á íslandi?
„Já, það er auðvitað búið að flytja
rammana heilmikið út. Þótt við lítum ekki
lengra en tuttugu ár aftur í tímann þá sjáum
viö mikla hugarfarsbreytingu. í dag finnst
konum eðlilegt að eiga sama rétt og karl-
menn og í rauninni eru karlmenn sömu
skoðunar. Við gerðum könnun á því hjá borg-
arbúum hvort fjölga ætti konum í embætt-
um. Niðurstaðan úr þeirri könnun var sú að
meirihlutinn svaraði játandi - þótt karlarnir
eigi kannski erfiðara með að kyngja því þeg-
ar til kastanna kemur.”
Hvaða verkefni er mest aðkallandi í
jafnréttisbaráttunni í dag?
„Það er alltof mikið af ungum, menntun-
arlausum mæðrum í samfélaginu. Þær eru
glaðar heima meö börn sín í dag. En hvað
svo? Það er svo stuttur tími af ævi okkar
sem fer í að ala uþþ börn og síðan kemur
mjög langur tími sem kon-
ur þurfa að huga að. Á at-
vinnuleysisskrá Reykjavík-
urborgar eru mun fleiri
ungar konur í sambúð en
einstæðar mæður. Þær
eru á atvinnuleysisskrá til
að geta verið heima hjá
börnunum - sem er gott og vel - en þær eru
ekki að nýta tímann til að búa sig undir það
sem á eftir kemur.”
Eru það ekki viss forréttindi aö geta
veriö heima hjá börnunum sínum í dag?
„Ekki þegar það er staða sem þú lentir í
af því að þú áttir svo fárra kosta völ. Til að
þetta væri raunverulegur valkostur þyrftu
þessar stúlkur að geta sótt sér starfsmennt-
un. Þegar tímabili barnauþþeldisins lýkur,
blasir blákaldur veruleikinn við. Bæði er að
þær vilja kannski gera eitthvað við líf sitt eft-
ir að barnaupþeldi lýkur og eiginmenn geta
farið; yfirgefið þær og börnin og þær þurfa að
huga að því að geta staðið á eigin fótum ef í
haröbakka slær.
Mér finnst hún alltaf dálltið sérkennileg
Sterk vinátta
sterkra kvenna
breytir
heiminum
umræðan, sem maður heyrir öðru hverju í
Þjóðarsálinni, um að barnsmeðlög séu svo
svívirðilega há; aumingja feðurnir sem eru
farnir frá fjölskyldunum sínum eigi enga
möguleika á að stofna aðra fjölskyldu.
Meira að segja konur hringja inn og býsnast
yfir þessu. Það er eins og þeir séu ekki leng-
ur feður barnanna sem þeir hafa þegar sett
I heiminn. Bara hættir því og eiga rétt á nýj-
um börnum. það er hins vegar aldrei rætt
um að það geti verið erfitt fyrir einstæðar
mæður að stofna nýja fjölskyldu. Börnin eru
ekki ókeypis á framfæri þeirra.”
Nei, og viö getum ekkert hent gömlu
börnunum þegar fjölskyldan leysist upp
og fengið okkur ný.
„Það er einkum þess vegna sem við verð-
um að fá ungar stúlkur til að líta til lengri
tlma og gera sér grein fyrir því að þær verði að
ná sér I starfsmenntun. Það er ekkert upp-
byggjandi fýrir þær að vera á atvinnuleysisskrá.
Annars er athyglisvert hvað hann er stór
þessi hópur af ungum stúlkum og strákum
sem eru á atvinnuleysisskrá og eiga enga
möguleika nema þau fái starfsmenntun.
Það hafa margir krakkar komið til að ræða
við mig; klárir krakkar sem hafa lent ein-
hvers staðar á milli I þessu skólakerfi. Og
ekki vegna þess að þau geti ekki lært.”
En er það ekki líka vegna þeirrar of-
uráherslu sem er lögö á „akademískt”
nám hérna?
„Jú, og ofuráherslu á bóklega kennslu.
Það er auðvitað til mikið af krökkum sem
eru ekkert fyrir bókina, en það leikur allt I
höndunum á þeim. Mér er minnisstæður
einn strákur sem kom til mín til að leita að-
stoðar. Hann sagðist alls ekki geta lært
stærðfræði - bara alls ekki. Það hafði marg-
reynt á það. Hann hafði þrisvar byrjað I Iðn-
skólanum en strandaði alltaf á sama staö;
stærðfræðinni. Það kom svo I Ijós að það
lék allt I höndunum á honum, hann gat tek-
ið I sundur hvaða tæki sem var, gert við það
og sett það saman aftur og hann vissi allt
um tölvur. En hann var ekki með neitt þróf
og fékk því hvergi vinnu. Það er ekkert pláss
fyrir svona krakka I okkar menntakerfi.
Skólakerfið er á villigötum. Sú ofurá-
hersla sem við höfum lagt á bóklega
kennslu gerir það að verkum að mörgum
krökkum sem hafa hæfileika á öðrum svið-
um hefur liðið illa á skólabekk. Fyrir mörg
þeirra er það óyfirstíganlegur hjalli að taka
ákvörðun um að fara I þriggja til fjögurra ára
framhaldsskólanám að loknum grunnskól-
anum. Það gæti skipt verulegu máli ef þau
þyrftu ekki að taka ákvörðun um að borða