Vera


Vera - 01.02.1997, Blaðsíða 11

Vera - 01.02.1997, Blaðsíða 11
ERU LÁGU LAUNIN NÁTTÚRULÖGMÁL? Kjarsamningar flestra stéttarfélaga uröu lausir um sl. áramót og síðan hafa atvinnurekendur reynt aö sannfæra fólk um aö stöðugleika und- anfarinna ára sé stefnt í voöa ef laun myndu hækka um meira en 2 til 3%. Er endalaust hægt aö láta stöðugleika lágra launa yfir sig ganga? Hvað segja konur í verkalýðshreyfingunni? VERA spjallaöi viö Mörthu Á.Hjálmarsdóttur formann Bandalags há- skólamanna og Guðrúnu Kr. Óladóttur varaformann Sóknar og fulltrúa í miöstjórn ASÍ um stöðuna. Samkvæmt nýjum lögum um stéttarfélög og vinnudeilur eiga við- ræöur aö hefjast tíu vikum áöur en samningar renna út og fara eftir viöræðuáætlun. Vinnubrögð af þessu tagi hafa tíðkast í Danmörku í næstum heila öld og yfirleitt tekist aö ná nýjum samningi áöur en sá fyrri rennur út. En til þess þarf samningsvilja. halda sér við faglega til þess að geta komið afturtil starfa,” segir Martha en hjá Banda- lagi háskólamanna gildir útskiptaregla og má formaður ekki sitja lengur en í átta ár. Martha á einnig sæti í stjórn alþjóðasam- taka meinatæknafélaga og situr nú þar ann- að kjörtímaþiliö. Vegið að okkur úr öllum áttum Martha segir að sl. ár hafi verið mjög sér- stakt þar sem í febrúar 1996 hafi byrjað að rigna inn frumvörpum sem hefðu kollvarpað öllum grundvelli kjarasamninga, hefðu þau verið samþykkt í þeirri mynd sem þau voru þá, t.d. frumvarp til laga um lífeyrissjóð, fæðingarorlof, réttindi og skyldur opinberra starfsmanna og um stéttarfélög og vinnudeilur. Eígum að hafa sömu möguleika og strakarnír segír Martha Á. Hjálmarsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna Félögin í Bandalagi háskólamanna hófu | samningaviðræður samkvæmt viðræðu- áætlun í haust en að sögn Mörthu var það innantómt tal. „Það er ekki nóg að setja lög um stéttarfélög og vinnudeildur, ríkið verður líka að breyta áætlanagerð innan- frá. Viðræðuáætlunin breytti engu því samninganefndin var jafn ráðalaus og fyrr - hún hafði ekkert umboð til þess að semja við okkur,” segir hún. Martha tók við sem formaöur Bandalags há- skólamanna sl. vor og hafði þá verið varafor- maður í tvö ár. Martha hefur tekið virkan Þátt í kjarabaráttunni en hún er meinatækn- lr og var kjörin í stjórn Meinatæknafélagsins fljótlega eftir aö hún útskrifaðist, 1973. Varaformaður félagsins varð hún 1986 og formaður frá 1988 til 1992. Á þessu tíma- bili breyttist félagið úr fagfélagi í stéttarfé- lag, fyrst með aðild að BSRB en árið 1990 meö aðild að Bandalagi háskólamanna. Martha fór fljótlega í stjórn Bandalags há- skólamanna og kjör hennar til formanns markaði tímamót í sögu stéttarfélaga á ís- !andi þar sem hún er fyrsta konan sem gegnir formennsku í heildarsamtökum launafólks. í Bandalagi háskólamanna eru nú 25 félög háskólamanna sem flest eru fagfélög og hafa sjálfstæðan samningsrétt. Þau hafa ekki beitt þeim rétti saman síðan 1989 þegar samning- arnir voru ógiltir með bráðabirgðalögum. Undanfarin 15 ár hefur Martha verið stundakennari og lekt- or I sýklafræðum við Tækniskóla íslands meðfram starfi sínu sem kennslumeinatæknir á Sýkladeild Landspftalans þar sem hún hefur umsjón með verklegu námi sem þar fer fram. Hún hefur einnig starfað að ýmsum sérverkefn- um, t.d. hefur hún unnið að rannsókn á fjöló- næmum bakterium sem meöal annars valda eyrnabólgu í börnum. Martha starfar enn hálfan daginn sem meinatæknir og tel- ur það kost að formaður Bandalags há- skólamanna starfi í beinum tengslum við þá sem hann er að vinna fýrir. „Þróunin í faginu er svo hröð að það er líka nauðsynlegt að Martha er fyrsta konan sem gegnir formennsku í heildarsamtökum launafólks hér á landi. Hún er enn hálfan daginn í sínu gamla starfi, m.a. til aö halda sér viö í faginu. „Það var höggvið að okkur úr öllum áttum og verulega vegið að starfsemi félaganna með þessum aðgerðum. Lögin um réttindi og skyldur opinþerra starfsmanna hafa t.d. mikil áhrif á ráðningarrétt og stöðu margra ríkisstarfsmanna og sviptir marga einstak- linga, hópa og jafnvel heilu stéttirnar samn- ingsrétti og þar með réttinum til að vera í

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.