Vera


Vera - 01.02.1997, Blaðsíða 46

Vera - 01.02.1997, Blaðsíða 46
starfsnámí í Hinu húsínu l I Hinu Htisinu, sem starfrækt er i gamia Geysishúsinu, hafa skemmtilegir hlutir verið aö gerast i atvinnumálum ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Þar hefur ungu, atvínnulausu fólki staðið til boða að taka þátt í námskeiði sem kallast „Starfsnám Hins Hússins”. Á námskeiðinu eru þátttakendur búnir undir starfsþjálfun á vinnustað sem þeir hafa valið út frá sínu áhugasviöi. Starfs- námið hefst á fjögurra vikna al- Benóný Ægisson hefur skipulagt námskeiö fyrir atvinnulausa. mennu námskeiði þar sem kennt er frá kl. 9 -16, og farið t.d. í undirstöðuatriði skyndi- hjálpar, námstækní, samskipti og sálfræði daglegs lífs, og rétt- indi og skyldur á vinnumarkaði. Fengnir eru viöurkenndir leiöbeinendur og fyrirlesarar. Til aö koma til móts viö ólíkan hóp er einnig boöiö upp á valgreinar, sem eru: tölvunám, listir og handverk og siðfræði og heimspeki. Meöan á námskeiðinu stend- ur er uppbygging einstaklingsins höfð í fyrir- rúmi og rík áhersla lögö á samvinnu nem- enda og myndun góðs hópanda. Til aö hafa rétttil þátttöku á námskeiðinu þarf viökomandi aö vera á aldrinum 18 - 25 skemmtileg upplífun ærdómsrík og Mér tókst að ná tali af tveimur þátttakendum á námskeiðinu. Þau voru á leiðinni í heimspeki- tíma hjá Katli Magnússyni en voru svo væn að leyfa mér að trufla þau augnablik. Málfnður Kristjánsdóttir eöa Maddý er 18 ára gömul og hefúr verið atvinnulaus í fimm mánuði. Ólafúr Bjami Tómasson er 21 árs og hefúr veriö atvinnulaus meira og minna í 8 - 9 mánuði. Ólaf langar aö vinnna viö tölvur Þau höfðu bæði sótt um að komast á námskeiöið áöur, en ekki komist inn fyrr en nú. Eftir eina viku á námskeiðinu virtist þeim líka mjög vel, fannst þetta mjög spennandi og voru bæði sammála um að námskeiðið væri mun betra en þau höfðu átt von á. Þau sögöust hafa verið mjög stressuð fyrst en voru fljót að yfirstíga það. Það hafi verið sér- staklega gott fyrir hópinn og þjappað honum saman aö fara í einnar nætur ferö á Úfljóts- vatn. En það var engin spurning hjá þeim hvað stæði upp úr eftir þessa einu viku. Það var tjáning með Eddu Björgvinsdóttur en það sögðu þau aö hefði verið bæði mjög lærdómsrík og skemmtileg upplifun. Þegar ég spurði um ókosti varfátt um svör. Það var þá helst að sumir fyrirlestrarnir væru of langir og stundum þreytandi. Og hvað hafa þau áhuga á að gera að námskeiðinu loknu? Ólafur var alveg ákveðinn í að það væri vinna sem tengdist tölvum og gæfi honum kost á að auka þekkingu sína á því sviði. Maddý nefndi Mótorsmiðjuna, eða að komast í vinnu í félagsmiðstöð en hún var hrædd um að hún væri of ung til þess. Ég er hins vegar viss um að hún þurfi ekki aö ör- vænta því að atvinnufulltrúar Hins Hússins munu sjá til þess að hún fái starf sem sam- rýmist áhugasviði hennar. Um leið og ég þakka þeim fyrir spjallið óska ég þeim góðs gengis. Ég geng bjartsýn út úr Hinu Húsinu vitandi um þá góðu hluti sem eru að gerast í atvinnumálum ungs fólks í dag. Maddý hefur áhuga á Mótorsmiðjunni eða aö vinna í félagsmiðstöð

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.