Vera - 01.02.1997, Blaðsíða 24
KONUR ERU GERENDUR I EIGIN LIFI
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur stýrt Reykjavíkurborg
af festu og öryggi í þau tæpu þrjú ár sem Reykjavíkurlist-
inn hefur haft völdin í málefnum borgarinnar. Hún hefur
náð að sameina ólík sjónarmið þeirra flokka sem stóðu
að listanum, án þess að til sýnilegra átaka hafi komið.
Súsanna Svavarsdóttir ræðir við borgarstjóra um áhrif og
stöðu kvenna i stjórnmálum og eigin lífi - og þær aðstæð-
ur og framtíð sem við búum börnum landsins.
Daginn sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
steig inn fýrir þröskuld íslenskrar stjórn-
málaumræöu, var Ijóst að þar fór pólitíkus
sem var kominn til að vera. Fædd til að vera
leiðtogi, ekki bara í stjórnmálasamtökum,
heldur einnig í hugmyndafræði og gildis-
mati. Hennar leið var í gegnum Kvennafram-
boðið og Kvennalistann, öörum flokkum til
hrellingar - því hver vill ekki eiga þann sem
er fremstur meðal jafningja?
Hún er málefnaleg, laus við rætni og skít-
köst, einbeitt og fylgin sínum málstaö og
setur mark sitt hvar sem hún kemur. Það er
ekki annað hægt en að dást að þessari
konu - hver sem pólitísk afstaða fólks kann
að vera - enda nýtur hún fylgis. Það kom
best I Ijós þegar R-listinn sigraöi borgar-
stjórnarkosningarnar fyrir tæpum þremur
árum, en ýmsir hafa látið þau orð falla að
það hefði aldrei tekist án Ingibjargar Sólrún-
ar sem leiðtoga kosningabaráttunnar.
Og það er óhætt að segja að landslagið í
stjórnsýslustofnunum borgarinnar hafi
breyst á því kjörtímabili sem er nú rúmlega
hálfnað, því litróf kvenna er þar mun ríkara
en áður var. Stöður borgarbókavarðar, borg-
arminjavaröar og forstöðumanns Náms-
flokka Reykjavíkur höfðu lengi verið skipað-
ar konum og undir 1994 bættust félags-
málastjóri og forstööumaður vinnumiðlunar
í hópinn. En frá því að Ingibjörg Sólrún sett-
ist í borgarstjórastólinn hefur konum fjölgað
til muna. Nú eru konur í stöðum borgarrit-
ara, fjármálastjóra Reykjavíkurborgar, for-
stjóra SVR, skrifstofustjóra heilbrigðiseftir-
lits, fræðslustjóra borgarinnar, lögfræðings
í starfsmannahaldi og feröamálafulltrúa,
auk þess sem fleiri konur
hafa verið skipaðar í
samninganefnd borgar-
innar og ráðnar í ýmis
verkefni, til dæmis T sam-
bandi við vímuvarnir og
flutning grunnskólans.
Það er því oröinn nokk-
uð góður stokkur af konum í stjórnunarstöð-
um hjá Reykjavíkurborg, sem Ingibjörg Sól-
rún segir skipta megin máli.
En hvers vegna?
„Þegar maður lítur á kerfi eins og Reykja-
víkurborg, þarf lágmarks fjölda til að ná fram
nýjum hugmyndum og breytingum,” segir
borgarstjóri. „Ekki svo að skilja að konur í
embættiskerfinu séu alltaf sammála, en
þær veita móralskan stuðning- sem konum
veitir ekkert af.
Hins vegar er það dálítið merkilegt að
þegar við höfum ráðið þessar konur, eina af
annarri, var það ekki fyrst og fremst vegna
þess að þærværu konur, heldurvegna þess
að þær voru fremstar meðal jafningja. Það
hefur verið skýr stefna hjá okkur, að ef við
erum með tvo umsækjendur sem eru jafn-
hæfir, konu og karl, þá ráðum við konuna.
En við höfum líka ráðið karlmenn í stöður á
þessu kjörtímabili. Þegar við höfum ráðið
tværtil þrjár konurí röð í stjórnunarstöður þá
er það frétt, en þegar við höfum ráðið karl-
menn tekur enginn eftir því."
Hver heldurðu að sé
skýringin á því að konur
hafa veriö svona fáar í
stjórnunarstöðum hjá
Reykjavikurborg fram til
þessa?
„Viðkvæðiö hjá körlum er
gjarnan; það eru engar konur. En það er nú
einu sinni svo að ef menn umgangast mjög
þröngan hóp, til dæmis bara karlmenn, þá
þekkja þeir engar konur. Núna sækja konur
frekar um stöður sem losna, vegna þess að
þær vita að þær eiga raunverulegan mögu-
leika á að fá þær. Mér finnst orðið allt ann-
Helsta
áhyggjuefni
okkar er kjaraleg
staða kvenna