Vera


Vera - 01.02.1997, Page 35

Vera - 01.02.1997, Page 35
GUÐNÝ EYDAL Konur í tölum Norræna ráðherranefndin (Nordic Council of Ministers) gaf á síðasta ári út ritið „WOMEN AND MEN IN THE NORDIC COUNTRIES, FACTS AND FIGURES 1994“. Þar er borin saman staða kvenna og karla á ýmsum sviðum. Meginefni ritsins er texti en til skýringar er ýmist töluefni og myndir. í lok ritsins er að finna ítarlegar töflur sem umfjöllunin er byggð á. í eftirfarandi grein verður aðeins stiklað á stóru og nefnd nokkur áhugaverð dæmi um þann mun sem er á stöðu og kjörum norrænna kvenna. HLUTFALLSLEGA FÆRRI ELDRI KONUR OG FLEIRI UNGAR Þrátt fyrir að það sé allvanalegt að bera saman Noröulöndin vegna þess hversu lik þau eru á mörgum sviðum, þá er Ijóst að ísland hefur ákveðna sérstöðu hvaö varðar aldursdreifingu þjóðarinnar. íslenska þjóðin er mun „yngri“ en hinar Norðurlanda- þjóöirnar, þ.e. hér er hlutfall barna og ungmenna hærra og hlutfall aldraðra að sama skapi lægra. Arið 2025 er gert ráð fyrir að 15% íslenskra kvenna veröi 65 ára og eldri miðað við 21-25% á hinum Norðurlöndunum. Konur eru í miklum meirihluta meðal aldraðra á Norðurlöndunum. Á íslandi er hlutfall karla meðal aldraðra þó hvað hæst enda lífslíkur íslenskra karla hærri en jafnaldra þeirra á Norðurlöndum (bls. 64). Einungis 41% Tslensku kvennanna 65 ára og eldri búa einar samanborið við 58-64% á öðrum Noröurlöndum.. FRJÓSEMI OG FJÖLSKYLDA íslenskar konur eru frjósamastar kvenna á Norðurlöndum og þó víðar væri leitað, íslenskar konur áttu 2,2 börn að meðaltali 1992 og ísland, írland og Svíþjóð hafa keppst um efsta sætið meðal Evrópuþjóða undanfarin ár. Þrátt fyrir hærri fæðingartíðni hér á landi hafa íslenskar konur fylgt nokkuð svipuðu mynstri og kynsystur þeirra á öðrum Norðurlöndum; fæðingartíðni dvínaði frá 1960, nokkur uppsveifla varð síðast á áttunda áratugnum ogí byrjun þess níunda, en nú fer tíðnin lækkandi á ný. Það sem er athyglisvert er aö annars staðar á Norðurlöndunum hefur hækkandi fæðingar- tíöni verið skýrð sem árangur markvissrar fjölskyldustefnu sem tæplega hefur verið til að dreifa hér á landi. Norðurlöndin eiga það sameiginlegt aö konur eru að meðaltali yngri en karlar viö fjölskyldustofnun. íslenskar konur eru hins vegar talsvert yngri en stöllur þeirra á öðrum Norðurlöndum þegar þær stofna fjölskyldur: Þessi munur yrði eflaust nokkuð meiri ef tölurnar næðu einnig til kvenna yngri en 20 ára þar sem hlutfall mæðra 20 ára og yngri er hærra á íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Augljóslega hlýtur staða ungu íslensku mæðranna að vera ólík þeirri sem stöllur þeirra á öðrum Norðurlöndum eru í hvað varðar starfsframa og menntun. LÍFSSTÍLL OG HEILSA íslenskar konur virðast stunda íþróttir og líkamsrækt í svipuðum mæli og stallsystur þeirra á öðrum Norðurlöndum og reykingar íslenskra kvenna mælast í lægri kantinum. Það sem kemur þó á óvart er gífurlegur munur á tölum yfir dánar- orsakir kvenna á aldrinum 45-64 ára. Samkvæmt þessum tölum þá standa íslensku konurnar tiltölulega vel að vígi hvað varöar hjartasjúkdóma en tala þeirra sem látast úr krabbameini er þeim mun hærri. Danskar konur hafa einnig mjög háa dánartölu vegna krabbameins en líklegasti skýringar- þátturinn er auövitað mun hærra hlutfall danskra kvenna sem reykir að staöaldri. HLUTFALL NORRÆNNA KVENNA 20-24 ARA SEM HAFA STOFNAÐ FJOLSKYLDU Fjölskyldustaöa ISLAND Giftar m/ barn 6 í sambúö m/barn 22 Einstæðar m/barn 8 DANMORK FINNLAND NOREGUR SVIÞJOÐ 5 8 7 7 6 5 2 8 3 3 7 4

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.