Vera - 01.02.1997, Blaðsíða 33
í strangri gœslu
Daginn eftir áttum við stefnumót við portú-
galska sjónvarpið sem hafði fengið veður af
framlagi okkar, en því var statt og stöðugt
haldið fram að við hefðum verið fyrstar til að
tilnefna Ramos-Horta. Þennan dag komu
þeir Horta og Belo til borgarinnar og þá strax
varð Ijóst að mikil spenna var í kringum
komu þeirra. Indónesar tóku á móti þeim
Austur-Tímorum sem komu frá Tímor, fóru
með þá f sendiráðið og rœddu við þá, en
enginn sagði frá því hvað þar bar á góma.
Biskupi var bannað að hitta Ramos-Horta en
það var að sjálfsögðu óframkvœmanlegt.
Fylgst var með ýmsum Austur-Tímorþúum og
utan við hótelið, sem var rétt við hliðina á
hótelinu okkar, var stöðug vakt frá indo-
nesíska sendiráðinu en þar gistu m.a. gest-
ir norskra stúdenta.
Síðla dags þennan sunnudag messaði
Belo þiskup í troðfullri Sankti Ólafskirkjunni
undir strangri gœslu öryggisvarða. Bisk-
upinn er ákaflega hlýlegur maður, en hann
átti greinilega afar erfitt þessa daga, því hann
óttaðist að fá ekki að fara heim aftur og gœtti
sín því mjög í öllu sem hann sagði. Hann var
reyndar vart fýrr kominn heim til Tímor en
reynt var að myröa hann í messu á jóladag.
Sérkennilegur kvöldverður
Um kvöldið áttum við stefnumót við Ramos-
Horta á Teatercafén, en með honum komu
þeir Sigurjón Einarsson, Morten Harker,
kvikmyndagerðarmaöurinn Max Stahl og 11
ára gamall sonur hans, auk öryggisvarðar.
Ramos-Horta er afar vinalegur maöur, hress
og óformlegur en mestur tími hans fer í
ferðalög um heiminn t þágu Austur-Ttmor.
Þetta varð afar sérkennilegur kvöldverður
því viö fengum lítinn sem engan frið. Portú-
galska sjónvarpið var mœtt á staðinn og tók
viötöl, þá birtist hópur Brasílíumanna, m.a.
þingmaður og ein frœgasta leikkona Brasil-
íu, allt stuðningsmenn Horta og Belo. Þarna
voru prestar sem þurfti að heilsa og loks
mœtti norska sjónvarpið sem tók viðtal við
okkur stöllur. Viö gátum loks boröað og
spjallað saman, en síðan fór hópurinn niður
á Grand Hotel til herbergja Ramos-Horta til
að horfa á glœnýja heimildarmynd Max
Stahl, Sigurjóns o.fl. um Belo biskup og þró-
un mála á Austur-Tímor, en hún var sýnd í
norska sjónvarpinu þetta kvöld. Þarna bœtt-
ust enn fleiri í hópinn, aðstoðarfólk, fleiri úr
flokki kvikmyndagerðarmanna og Birna Lár-
usdóttir fréttaritari Ríkisútvarpsins sem fékk
viðtal við Horta og okkur ís-
lendingana.
Á mánudeginum hófst ráð-
stefna um málefni Austur-
Tímor í háskólanum í Ósló
sem stóð fram eftir degi. Þar
voru flutt athyglisverð erindi
um sögu og mannfrceði Tímor
og um þróun mála þar.
Á Teatercafén. José Ramos-Horta ásamt leikkon-
unni Lucella Santos frá Brasilíu en hún lék m.a. aö-
alhlutverkiö í hinni firnalöngu sjónvarpsseríu um
ambáttina Isauru.
Aö lokinni athöfn. Popparinn Morten Harket, Kristín
Einarsdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir, Anna Ólafsdóttir
Björnsson og Sigurjón Einarsson skála í kampavíni
og bjór.
Verðlaunaafhendingin
Loks rann þriðjudagurinn 10.
desemþer. upp. Nóþelshátíð-
in átti að hefjast kl. 13.00 en
gestir skyldu sestir í síðasta
lagi kl. 12.30. Við vorum
mœttar í okkar fínasta pússi
upp úr hádeginu enda áttum
við stefnumót við Ijósmynd-
ara sem tók myndir fyrir Morg-
unblaðið. Síðan héldum við
inn I ráðhúsið og fylgdumst af
mikilli forvitni með gestunum
sem streymdu að. Þar mátti
sjá norska þingmenn, fyrrver-
andi ráðherra, léttklœdda
Austur-Tímorbúa úr dans- og
söngflokki sem kom fram við
athöfnina, fjölda Portúgala og
fyrirmanna úr ýmsum áttum.
Forsœtisráðherra Portúgal
var mœttur og rétt áður en at-
höfnin hófst streymdi inn hópur Afríku-
manna sem sumir hverjir voru I búningum
herforingja. Þar reyndust komnir forsetar
Mosambique og Ginea-Bissau ásamt fjöl-
mennu fýlgdarliði. Loks komu konungshjón-
in og verölaunahafarnir.
Athöfnin, sem var afar hátíöleg, hófst á
tónlist en slðan rökstuddi formaður Nóbels-
nefndarinnar valið þetta árið I rœðu þar sem
hann rakti sögu Austur-Tímor, talaði um mik-
ilvœgi mannréttinda, frelsis og sjálfsákvörð-
unarréttar þjóða. Enn var flutt tónlist og
verðlaunin afhent en síðan fluttu verðlauna-
hafarnir mjög góðar rœður. Belo biskup
þakkaði stuðning við íbúa lands síns, talaði
um mikilvœgi þess að fólk nyti mannrétt-
inda, leysa þyrfti pólitíska fanga úr haldi og
finna endanlega lausn á Tímordeilunni. José
Ramos-Horta var mun pólitískari. Hann byrj-
aði á að minnast allra þeirra sem fallið hafa
I baráttunni við Indónesa, minnti á að foringi
Fretelin, Xanana Gusmán, situr I fangelsi I
Jakarta dœmdur I œvilangt fangelsi og rakti
síðan lið fyrir lið hvað brýnast er aö gera á
leiðinni til friðar og sjálfstœðis Austur-Tímor.
Þeim var báðum gífurlega vel fagnað og það
var gaman að sjá fyrrverandi þingkonu
Kvennalistans, Kristínu Einarsdóttur,
stökkva upp á stól I silkidragtinni til að taka
myndir af fagnaðarlátunum þegar allir höfðu
staðið upp.
Brotið í blað
Það ríkti mikil gleði I lokin. Stuðningsmenn
kysstust og föðmuðust enda höfðum við
sterkt á tilfinningunni að hér hefði verið brot-
ið I blað og að hugsanlega sœi fyrir endann á
þjáningum Austur-Tímora. Eftir athöfnina var
haldið á Grand Hotel þar sem við skáluðum I
kampavíni og snœddum brauð með laxi.
Með vorinu er von á José Ramos-Horta 1
heimsókn hingað til lands. Þá gefst öllum
sem vettlingi valda tœkifœri til að hlusta á
hann og kynnast baráttu hans langþjáðu
landsmanna sem þurfa svo sannarlega á
stuðningi að halda eigi þeim að takast að
öðlast sjálfstœði á ný.