Vera


Vera - 01.02.1997, Blaðsíða 39

Vera - 01.02.1997, Blaðsíða 39
mikla þreytu í kvennabaráttu yfirleitt, mikil vonbrigöi, kvennahreyfingin innhverföist, áhuginn beindist meira að sálarlífi og spurt var „hversvegna" en ekki „hvað“. Þarna byrj- ar akademískur femínismi aö færast lengra og lengra frá hinni pólitísku baráttu, því aö þött Kvennalistinn reyndi upphaflega að sameina teoriu og praxis hefur lítið borið á því fyrrnefnda lengi." En alla dreymir um að koma þessari einingu á aftur. „Hverja alla?“ Ég finn mjög mikla nostalgíu til þess- ara tíma í femínismanum í dag. „Ég minnist þessa sem alskemmtileg- asta þáttarins af kvennahreyfingunni; bók- menntirnar voru notaöar í umræðuhópum til aö ræöa stöðuna, berjast um hugmyndir, hlæja og njóta. Bókmenntirnar voru lifandi og áhrifamiklar. En þetta hefur falliö I sund- ur og ég sé ekki almennilega hvernig ætti aö llma þetta saman aftur. Meö póstmódemismanum fékk akademíski femínisminn nýja blóðgjöf. Uppúr 1990 er áhugi á konum og kyni og bókmenntum kominn aftur og núna til aö vera. Ogí útlönd- um aö minnsta kosti hafa karlarnir komiö inn í þetta líka. Þegar ég kem til Ósló 1982 lendi ég á þessum hvörfum í femín- ismanum, en í Ósló var mikið aö gerast í femíniskum fræöum. 1984 átti ég þess kost aö gefa cand. mag. ritgerðina mína um Ragnheiði og Þórubækurnar út óbreytta, en þá þegar var ég orðin ósátt viö vinnubrögö mín í henni og ákvað að gera úr þessu dokt- orsritgerö. Og þaö tók semsagt 12 ár vegna þess að ég var I fullri vinnu allan tímann fyr- ir utan eins misseris rannsóknarleyfi og eins misseris leyfi frá kennslu." Segðu mér þá meira frá ritgerðinni sjálfri. Er hún ekki heilmikill kerfisbrjót- ur í íslenskum bókmenntarannsóknum? Og þá um leið vonandi brautryðjandi? „Það teoretíska sviö sem ég nota og skrifa um er femínismi og sálgreining, sem sáralítiö hefur verið skrifaö um á íslandi, og það bókmenntasögulega endurmat sem ég er meö í ritgerðinni er nýtt. Það mætti segja að bæði viðfangsefniö og aðferðafræðin séu óvenjuleg í íslensku samhengi. Ég byrja á því að greina bækur Ragnheið- ar og skipti þeim I þrjá megin kafla, hef borg- armyndunina sem hreyfinguna í bókinni, kaflarnir heita „úr sveitunum", „úr þorpun- um", „í borginni". Fyrsta og síðasta bók Ragnheiðar, Arfur (1941) og Villieldur (1967), gerast í borginni en á milli þessara bóka hafa einhver ósköp gerst. Þær eru sambærilegar því þær hafa svipað plott - fjalla báðar um eiginmannadráp - en samt eru þær gerólíkar. Þaö er heilt samfélag horfið út í síðustu bókinni, sem lýsir mikilli óhamingju og melankólíu. Ég reyni að sýna hvað gerðist. í síðasta kaflanum set ég Ragnheiði í bókmenntasögulegt samhengi og skoða menningarumræöuna á eftirstriðs- árunum. Næstsíðasti kaflinn er um ritdóma. Um fyrstu bók Ragnheiðar koma sjö dómar, sem er frábært, og um næstu bók fimm. Og allir lofsamlegir. Svo fækkar dómunum og þeir hverfa nánast að lokum. En fjöldi dómanna segir ekki alla söguna. Ritdómar á þessum tíma voru fremur frumstæðir. Það sem vekur athygli manns er að strax I rit- dómunum um fýrstu bók Ragnheiðar má sjá ákveðnar strategíur sem bara eru notaðar í ritdómum um konur til að niðurlægja þær. Dæmi um þetta er til dæmis að það er byrj- að á því að rangflokka skáldsögurnar, segja: „Þetta er raunsæis- skáldsaga en hún er bara ekki nógu raun- sæ“. Sem er ekkert skrýtið ef bókin er módernistísk og átti aldrei að vera raunsæ! Þannig er bókin skömm- uð fyrir að vera ekki það sem hún átti aldrei að vera. Annað eftirtekt- arvert eru úrdrættir sem eru notaðir feiki- lega mikið í ritdómum um konur. Margrét Er- lendsdóttir skrifaði BA ritgerð hjá mér um úrdrætti sem mælskubragö karla þegar þeir skrifa um konur. Þeir byrja á því að slá gull- hamra en svo segja þeir „en", og taka gull- hamrana til baka, þetta er eins og kross- bragð, og útkoman er núll. Það vantar alltaf eitthvað uppá, þetta er aldrei nógu gott.“ Og hvaö þá meö gagnrýnina í dag, hefur þetta breyst? „Margrét Erlendsdóttir valdi þetta efni og ég sagði: „Þetta var svona í gamla daga en þetta er ekki svona lengur." En hennar greining byggir á ritdómum frá 9. áratugn- um, þaö hefur ekkert breyst. Hvarf Ragnheiðar og þögnin um verk hennar gildir Itka um aðrar konur. Þær hverfa út úr umræðunni, kerfisbundið. Það er auðvelt að stimpla nöldur yfir hvarfi einn- ar konu sem paranoiu eða píslarvætti, en þetta er stærra mynstur sem er einum of áberandi til að hægt sé að líta framhjá því. Og þetta er sú bókmenntasaga sem við höf- um lært. Ég held því fram að eftirstríðsárin hafi verið kvenrithöfundum, bæði hér og í Evrópu, ákaflega þung í skauti. Konur voru fullar bjarstýni eftir stríðið, þær trúðu að jafnréttiö væri í nánd. Evrópa lá í rúst, það þurfti að byggja allt upp á nýtt og hversvegna ekki að byggja það upp á skynsamlegri hátt fyrir konur? Þessi sæla stóð í 2-3 ár. Svo var allt komið I verra horf vegna þess að karlarn- ir voru í tilvistarkreppu og þurftu að skil- greina allt upp á nýtt og það gerðu þeir í þessum andstæðutvenndum, þannig að ef karlmenn voru eitt þá voru konur annað. Konur voru skilgreindar sundur og saman og um leið var þaggað kerfisbundið niður í þeim sjálfum. Þetta fór saman við efnahagslegt ósjálfstæði þar sem konur voru gerðar háð- ar körlunum fjárhagslega og í hönd fór afar dapurt tímabil. Og þegar konur skrifa á þessu tímabili eru þær að tjá gleði, sælu, reiöi, hatur; þær myrða í bókum sínum, en bæði léttlyndu tilfinningarnar og harmurinn eru bönnuö, þeim er semsagt meinaöur að- gangur að sínu „súbjectiviteti" í texta. Þetta sést mjög vel á því hvernig þagað er um bækur þeirra. í menningarumræðunni kemur krafan um módernismann upp. Módernisminn hafði slegið í gegn I Ijóðlistinni og krafan um módernisma I prósa kemur upp með vax- andi þunga á tímabilinu 1955-1965. Gagn- rýnendur tala stöðugt um að það sé ekkert að gerast og allir skrifi epískar sveitasögur og enginn skrifi um nútímann og enginn skrifi heimspekilega. En konurnar voru að gera þetta alltsaman. Þær skrifuöu um borg- ina, brutu upp textann og breyttu raunsæinu innanfrá, en þær héldu fast í form realism- ans því að fyrir þeim var realisminn þand við fortíðina og sagnahefð mæðranna og þar sé ég hliöstæöu við þunglyndiö. Hinn þunglyndi neitar að rjúfa það band sem bindur hann við sorgina og ég sé hliðstæðu milli þessa ferlis annarsvegar og afstöðu kvenna til módernismans hinsvegar. Þær neita að rjúfa tengslin við hefðina og sjá ekki tilgang- inn í því að höggva og berja ef hægt er að ná sama árangri með því aö móta varlega og blíðlega. Þversagnirnar lentu alltaf á konunum. Ef þunglyndi var „in“ hjá körlunum, áttu konur að vera glaðar, heimskar og léttúðugar; ef þunglyndi var „out“, voru karlarnir bjartsýnir og þá varð „konan" tákn þess þunglyndis sem þurfti að sigrast á, eins og sést vel í kenningum Sartres. Það er mjög þarft að líta Hvarf Ragnheiðar og þögnin um verk hennar gildir líka um aðrar konur

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.