Vera


Vera - 01.02.1997, Blaðsíða 32

Vera - 01.02.1997, Blaðsíða 32
KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR Á JVóbelsHátíð í Óstó Kvermatístalipnur stuðtuðu að pví aðlosé RamoS'Horta o% Caríos Beto fengu Friðarverðlaun JVóbels 1996 Eftir nokkur átök var lýst yfir sjálfstœði Aust- ur-Tímor síðla árs 1975 undir stjórn sjálfstœðishreyfingarinnar Fretelin. Aðeins örfáum dögum síöar réðist her Indónesíu á eyjuna og lagði hluta hennar undir sig. Síð- an hefur geisað styrjöld á Austur-Tímor en smátt og smátt hefur dregið úr krafti skœru- liðahreyfingarinnar í fjöllunum vegna mann- falls og handtöku foringja. Hundruð þús- unda karla, kvenna og barna hafa veriö drepin. Á allra síðustu árum hefur andstað- an flust til bœjanna og höfuðborgarinnar Dili og eflst á ný meðal annars í skjóli kaþólsku kirkjunnar sem reynt hefur að beita sér til varnar íbúunum nú síðast undir forystu Car- los Belo biskups. Friðarverðlaun Nóbels í rúmlega 20 ár hafa landflótta TTmorbúar reynt að vekja athygli þjóða heims á þeim hörmulegu atburðum sem átt hafa sér stað á Austur-Tímor. Fremstur í flokki þeirra er José Ramos-Horta, sem var utanríkisráð- herra Fretelinhreyfingarinnar, en hann var staddur erlendis er Indónesíuher hóf innrás- ina. Lengstum var lítt hlustað á málstaö Austur-Tímora enda eiga mörg svokallaðra lýðrœðisríkja mikilla hagsmuna að gœta í Indónesíu. Þáttaskil urðu árið 1991 er Lengst austur í Asíu, þar sem áður hétu AustuMndíur, er eyjan Tímor. Endur fyrir löngu skiptu Hollendingar og Portúgalir eyj- unni á milli sín, án þess þó að áhrif þeirra nœðu inn í skógana og upp í fjöllin þar sem meginþorri íbúanna lifði friðsömu lífi. Hollendingar, sem voru með allra hörðustu nýlenduherrum, hurfu á braut eftir síðari heimstyrjöldina og komst vestur hluti eyjarinnar þá undir stjórn hinnar nýfrjálsu Indónesíu. Portúgalir létu ekki bilbug á sér finna fyrr en nýlendustríðin í Angóla og Mosambique voru að sliga ríkið sem leiddi til svo- kallaðrar nellikubyltingar í Portúgal árið 1974 er hluti hersins tók völdin og steypti einrœðisherranum Salazar af stóli. blaða- og sjónvarps- menn urðu vitni að fjöldamorðum indo- nesíska hersins á fólki sem fylgdi andófsmanni til grafarí Dili. Myndirnar fóru um allan heim og vöktu mikinn hrylling. Síðan hafa œ fleiri geng- ið til liös við málstað Austur-Tímorbúa og þess ber að geta að ísland hef- ur ávallt stutt tillögu um fordœmingu á innrásinni á allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna. Síðastliðið haust urðu þáttaskil er ákveð- ið var að veita þeim José Ramos-Horta og Carlos Belo friðarverð- laun Nóbels en þeir hafa báðir beitt sér fyrir friðsamlegri lausn og samningaviðrœðum. Þar Félagi úr dans- og söngflokki landflótta Timorbúa sem kom fram viö afhendingu Nóbels- verðlaunanna. með fengu málefni Austur-Tímor heimsathygli og er ekki ólíklegt að í kjölfarið verið loks reynt fýrir alvöru að finna lausn sem tryggir sjálfsá- kvöröunarrétt íbúanna, friö og lýðrœði. Haldið til Osló Fyrir nokkrum árum kynntist undirrituð bar- áttu íbúanna á Austur-Tímor. Það geröist í heimsókn til Lissabon þar sem ég heimsótti miðstöð landflótta Tímora þar í borg, en nokkrir þeirra höfðu setið í fangelsum og verið pyntaðir. Tímorar leituðu stuðnings stjórnmálamanna, frœgra leikara og popp- ara og það var einmitt í gegnum einn slíkan sem formleg tengsl komust á. Það var norski söngvarinn Morten Harket (úr hljóm- sveitinni AHA) og íslenskur vinur hans, Sig- urjón Einarsson kvik- myndagerðarmaður, sem gengu á fund okk- ar til að kynna málefnið og leita stuðnings. Það leiddi til þess að við Kvennalistakonur lögð- um fram tillögu á þingi um stuöning við íbúa Austur-Tímor og jafn- framt skrifuðu þrjár okk- ar þréf til norsku Nóbelsverðlaunanefnd- arinnar þar sem við til- nefndum Ramos-Horta til friðarverölauna Nóbels og síðar Belo biskup. Þegar Ijóst var að þeir fé- lagarnir fengju verðlaunin ákvað Ramos-Horta að bjóða okkur til hátíðar- innar ásamt fleiri stuön- ingsmönnum og velunn- urum. Laugardaginn 7. des. lögðum við af stað til Ósló, Anna Ólafsdóttir Björnsson, Kristín Eirv arsdóttir og undirrituð, en hátíðin skyldi haldin 10. desember.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.