Vera - 01.02.1997, Blaðsíða 49
b
k
u
r
Með fortíðina í farteskinu
Elín Pálmadóttir
Vaka Helgafell 1996
Hún er að koma af ættarmóti. Glæsileg,
auðug kona, nokkuð við aldur, þó ekki gömul,
a.m.k. ekki aðytri sýn. Hún hefurbúið mestan
hluta ævi sinnarí annarri heimsálfu, Ameríku,
hermannsbrúöur. Ferðin til íslands á
ættarmót var hvorki farin af áhuga, forvitni né
þrá eftir einu eða neinu. Hún bara fór af því
það hentaði henni eins og á stóð og hún hafði
efni á því. Og hér er hún nú í „gamla landinu",
altekin áhuga, undrun og óseöjandi forvitni
um formæður sínar. „Þessar þrjár konur
sækja á hana ... það kemur henni á óvart.
Eiga þær svo sem nokkuð sameiginlegt,
þrestmaddaman, vinnukonan, tökubarnið frá
síðustu öld og hún sjálf, heimskonan með
peningana ..." (bls. 20). Erindið um
formæðurnar var gott en ekki fullnægjandi. Og
þar með hefst sagan og leitin. Leitin að
samsvörun, kjarnanum í eiginleikum þessara
kvenna. Allra kvenna. Sjálfrar sín.
Hún rifjar uþp nýlesinn kafla úr ævisögu
Margaretar Duras þar sem hún segir eitthvað
á þá leið „að það sem gerir konur svo
fullkomlega samábyrgar sé þessi sérstæði
hæfileiki þeirra að fylla út í rými heimilisins,
ástarinnar, barnanna, tilverunnar og rás
tímans. Þessi hæfileiki til að stilla saman
strengi, taka viö öllu því sem gegnum lífið
streymir og gefa aftur frá sér. Að ná sambandi
við náttúruna, árstíðirnar, skepnurnar og
fólkið. Þessi dularfulli háttur þeirra að leggja
orðalaust undir sig umhverfið á meðan þær
gera heimilisverkin I stað þess að leggia bara
leið sína um það ... Getur það hugsast að
þetta sé sameiginlegt með öllum konum úr
ólíku umhverfi frá ólíkum ttmum. Ætli eitthvaö
sé til í því hjá Duras að þetta sé nánast algilt
um allar konur." (bls. 21-22)
Hún heitir Unní og er kaldhæðin og lífsleið
en þó týrst og fremst einmana. Sögur
formæðranna vekja hana til lífs og athafna, en
þó framar öðru til íhugunar um stöðu þeirra,
annir og afrek, aðstöðu og afstöðu í
samanburöi við eigið líf, m.ö.o. líf
nútímakonu, innihald þess eða innihaldsleysi.
Um lífsfyllinguna.
Unní er ekki beinlínis aðalpersóna en hún
er mikilvægurtengiliður milli formæðranna og
nútímans. Hún er sköpunarverk höfundar,
sögumaður og málpípa hans. Hún er þó ekki
síður áhugaverð en formæðumar, enda
handhafi arfsins, erfðaeiginleikanna
(genanna), sem skipta sköpum og hafa
jafnvel meira gildi en reynsla genginna
kynslóða, þótt margt megi af þeim læra.
Um leið og Unní segir sögu formæðranna
kynnumst við aldarfari, þjóðháttum og
starfsháttum þjóðar sem bjó við hörð kjör. Við
kynnumst því hversu margþættu hlutverki
konurnar gegndu í harðri lífsbaráttu. Hvernig
þær upplifðu sælu og brugðust við sorg.
Hvernig þær börðust og störfuðu í þágu lífs.
Hvernig þær hlutu að launum lífsfýllingu ofar
og fjarri auði og allsnægtum.
En þótt Unní segi sögu, dragi ályktanir og
láti í Ijós skoðanir, er höfundurinn samt einn
að verki.
Það er höfundurinn sem tjallar með sínum
hætti um viðkvæmustu og fínlegustu þættina
I lífi persónanna. Sem dæmi má nefna
ævintýri Unníar í París sem endar með flótta
til íslands (bls. 108) og
ævintýri Sigurveigar
vinnukonu I heyhlöðunni,
sem einnig endar með
flótta (bls. 98). Þar er
fordómalaust fjallað um
hvatir og kenndir,
raunsætt en ekki laust
við rómantík.
En það eru ekki bara
atburðir fortíðarinnar,
harmsaga eða hetjusaga
formæðranna, sem leita
á huga Unníar. Hún veltir
líka fyrir sér hvernig ungu
konurnar sem hún hittir á
ættarmótinu muni takast
á við tilveruna á nýjum
tíma T gjörbreyttum heimi.
Hvernig?
Koma þær til með að
sanna, á sama hátt og
formæðurnar, samábyrgð
kvenna og hinn sérstæða
hæfileika þeirra hvar í
stétt sem þær standa,
„að stilla saman strengi,
taka við, öllu því sem
gegnum lífið streymir og
gefa aftur ... aö legga
orðalaust undir sig
umhverfið ... í staö þess
að leggja bara leiö sína
um það ..." eins og Margaret Duras kemst að
orði.
Meö hvaða hætti öðlast þær lífsfyllingu?
Koma þærtil með að starfa í þágu Itfs að sínu
leyti, eins og formæðurnar geröu þrátt fýrir
frumstæð skilyrði og hörð kjör?
Unní sýnist „íslensku konurnar hafa öll
skilyrði til að verða í forystu fyrir lífsskipan í
heiminum." Kjósa þær það?
Bók Elínar Pálmadóttur, Með fortíðina í
farteskinu, er á mörkum hreinnar sagnfræði
og skáldsögu. Sögu Unníar, sem er
skáldskapur, og ívafið sem höfundur fellir
mjög vel að staðreyndum, uppistöðunni, sem
er saga formæðranna.
í fáum oröum sagt: Þetta er forvitnileg,
fróðleg og síðast en ekki síst falleg bók.
Rannveig Löve, lesandi
Ekta franskt bakkelsi
Baguettes - Smábrauð - Horn - Snúðar með rúsínum
og kremi - Smjörbrauð með súkkulaði - Kökur -
Smjördeig með fyllingu
lceland Frozen Food PLC
Grænmetisréttir - Kjúklingabökur - Pizzur - Ostakökur - ís
Tilbúnir réttir fyrir einn, eða fleiri.
Tilvalið í sauma- eða spilaklúbbinn.
Vegna 2ja ára afmælis okkar verður heildsöluverð á öllum
tertum, smjördeigi með fyllingu og bökum
dagana 1.-15. mars 1997.
GERIÐ GÓÐ KAUP FYRIR FERMINGARNAR.
3
LA BAGUETTE
FRYSTIVÖRUVERSLUN GLÆSIBÆ • SlMI S88-27S9
OPIÐ: 12:00 tiu 18:00 mánudaga-fimmtudaga
12:00 TIL 19:00 FÖSTUDAGA • 10:00 TIL 14:00 LAUGARDAGA