Vera


Vera - 01.10.1998, Síða 13

Vera - 01.10.1998, Síða 13
£MÆLKi * ferð, framlag einstaklingsins skiptir engu máli. Ég hef aldrei fundið fyrir því að stjórnendur stofnunarinnar hafi metið mín störf. Það er allt öðru vísi að vinna á minni stofnun, t.d. Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. I sumar vann ég í fjármálafyrirtæki með 20 starfsmönnum og fann mik- inn mun á því hvað hver einstaklingur er þar meira metinn.“ Þegar Þórgunnur hugsar um framtíðarstarfið sér hún helst fyrir sér að hún eigi eftir að vinna með fólki, í ekki mjög stóru fyrirtæki þar sem vinna bæði karlar og konur, að sjálfsögðu í dagvinnu og þar sem frí- dagar eru í takt við aðra í þjóðfélaginu. „Ég gæti hugsað mér að vinna í starfsmannahaldi eða einhverju slíku, fremur en við hreina fjármálastarfsemi," segir hún en bætir við að þó muni hún vilja það frekar en að fara aftur til vinnu á Ríkisspít- ölum. „Viðvarandi óánægja með launakjör er óskaplega slítandi," segir hún. „Við hjúkrunarfræðingar sjáum hvernig öðrum stéttum er umb- unað. Bróðir minn fór t.d. sem nýútskrifaður viðskiptafræðingur að \ vinna hjá Skattrannsóknastjóra og fékk strax fasta yfirvinnu sem munaði verulega um. Við ræddum af hverju ég fengi þetta ekki líka en honum fannst alveg eðlilegt að það væri ekki hægt þar sem við vær- um svo margar. Hjúkrunarstéttin er að sönnu fjölmenn en það er ó- þolandi að bág staða hennar skuli alltaf réttlætt með þeirri staðreynd. I nýja launakerfinu er möguleiki fyrir hverja og eina að semja um laun sín en ég hef ákveðnar efasemdir um það fyrirkomulag. Þá talar fólk ekki um launin við vinnufélaga sína. Það er þekkt leið til að halda launum niðri að gera þau að leyndarmáli. Fólk verður feimið við að viðurkenna að það hafi lægri laun en næsti maður, það býður ýmsum hættum heim,“ segir Þórgunnur. ■ Áfram amma! Fyrir skömmu var gerö könnun á því í Þýskalandi hversu hátt hlut- fall kvenna ækju um á mótorhjólum miöaö viö karlpeninginn þar f landi. í Ijós kom aö um 10% þeirra sem aka um á mótorhjóli eru konur... nema í aldurshópnum 80 ára og eldri...þar er hlutur kvenna 20%! Ný bók eftir Gordimer Suöur-afríska skáldkonan og Nóbelsverðlaunahafinn Nadine Gor- dimer er hálfáttræö en lætur ekki deigan síga. Hún er enn á fullu viö skriftir og nýlega kom út skáldsaga eftir hana, The House Gun. Gordimer barðist gegn aöskilnaðarstefnunni í Suöur-Afríku og var þar um kyrrt þegar myrkur kynþáttakúgunarinnar var svart- ast. Hún býr enn í landinu og í nýlegu viötali viö bandaríska viku- ritiö Newsweek vísar hún á bug öllu bölsýnistali um framtíö þess. Gordimer viðurkennir aö margt sé í ólagi en kennir fremur reynslu- leysi hinna nýju valdhafa og menntunarskorti blökkumanna um þaö en spillingu og óráösíu. Hún kveöst litla samúö hafa meö Búum sem kvarti nú og kveini yfir því aö menningu þeirra sé ógn- aö, fólkinu sem var burðarás aöskilnaöarstefnu og kynþáttakúgun- ar. Gordimer segir framkomu þess auðvirðilega enda hyggist eng- inn ganga milli bols og höfuös á því eöa mennningu þess. * Gott verd, falleg hönnun og sérviska Eyjólfs Skeifunni 6 simi: 568 7733 www.epal.is 22 ný gluggatjöld frá Kvadrat. Fjöldi lita! Með þvífallegasta sem Egjólfur hefur séð og kallar hann ekki allt ömmu sína í þeim efnum! 13

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.