Vera


Vera - 01.10.1998, Side 30

Vera - 01.10.1998, Side 30
Þórný Þórðardóttir lítur á starf sitt í lögreglunni sem framtíðarstarf. Suðurveri Helst að fólk verði hissa þegar tvær konur mæta á vettvang -segir Þórný Þórðardóttir lögreglunemi Þórný Þórðardóttir hefur þegar lokið fyrri hluta Lögregluskólans og er nú að sinna verklega þætti námsins. Eftir áramót lýkur hún seinni hluta skólans. Þórný kynnti sér lögregiustarfið með því að fara í afleysingar tvö sumur áður en hún ákvað að sækja um skól- ann og leggja lögreglustörf fyrir sig í framtíðinni. Hún gengur vaktir í al- mennu deild lögreglunnar. Henni finnst karlkyns samstarfsfélagar taka sér sem jafningja í starfi. „Ég hafði ekki einu sinni hugleitt það fyrirfram hvort þeir tækju mér eða ekki. Mér finnst ekki skipta máli hvort kona eða karl sé í starfinu. Ég sótti ekki um þetta starf af því ég er kona,“ segir hún. í dag þykir ekkert tiltökumál að kona sinni lögreglustarfi og er al- menningur orðinn vanur því. „Það er helst að fólk reki upp stór augu þegar tvær konur koma saman á vettvang," segir hún og hlær. Aðspurð segist hún aldrei hafa orðið vör við að fólk snúi sér frekar að karlkyns lögreglumanni á vettvangi og sniðgangi kven- kyns lögreglumanninn. Innan lögreglunnar eru sömu laun fyrir sömu vinnu. Hins vegar hafa karlar almennt hærri laun en konur vegna meiri eftirvinnu og vaktavinnu. „Ég geng vaktir eins og aðr- ir almennir lögreglumenn og það hífir launin upp, enda eru grunn- laun lögreglumanna lág.“ Þórný er 25 ára gömul, ógift og barnlaus. Hvað ef hjónaband og barneignir koma til? „Ég geri ráð fyrir að ég sæki um dagvinnu eða hlutavinnu ef ég þarf. Mér skilst að slíkt sé auðveldara i dag en áður var. Eins og staðan er í dag er þetta mitt framtíðarstarf. Ég myndi líklega frek- ar hliðra til í vinnu en að hætta vegna barneigna," segir hún. Þórný segist ekki hafa fylgst með jafnréttisbaráttu innan lög- reglunnar. „Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en ég eigi jafna möguleika á stöðuhækkun og karl. Við val i stöðu hlýtur að vera litið til starfsaldurs og hæfni í starfi," segir Þórný Þórðardóttir. ■

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.