Vera - 01.10.1998, Síða 34
Af alls tuttugu ráðherrum í ríkisstjórnum Ungverjalands, Tékk-
lands og Póllands féll eitt ráðherraaembætti í hlut konu í öllum
þremur löndunum í fyrstu lýðræðislegu kosningunum
leiðis voru skipaðar háttsettum framámönn-
um einræðisflokkanna. En í þessum valda-
miklu stofnunum áttu konur ekki sæti nema
í undantekningartilfellum.
Svokölluð Kvennaráð þjóðarinnar voru einu
samtök kvenna í þessum löndum. Ein kona
úr stjórn samtakanna átti sæti í miðstjórn
kommúnistaflokksins en hafði ekki atkvæð-
isrétt. Starf þessara samtaka einskorðaðist
við táknræna landkynningu og við að gefa út
kvennatímarit sem voru fjármönguð og rit-
skoðuð af einræðisflokki landanna. Á þann
hátt störfuðu þær eins og litlu systur karl-
anna í flokknum.
Femínismi fellur í grýttan jarðveg
Kynjaskiptur vinnumarkaður, veikt þegna-
samfélag og ríkiskerfi sem á glæpsamlegan
hátt bannaði hvers kyns gagnrýni á stjórnar-
hætti sína urðu til þess að konum gafst litið
svigrúm til að ræða sameiginlega reynslu og
hagsmunamál, eða til að mynda pólitískan
vettvang um baráttumál sín. í skjóli hug-
myndafræðilegs yfirburðar var öll óháð starf-
semi kæfð af alræðisstjórnunum. Fyrstu árin
eftir fall kommúnísku stjórnkerfanna reyndist
erfitt að virkja konur til hvers kyns réttinda-
baráttu. Mikiil meirihluti kvenna hafnaði til að
mynda kvótakerfi sem tæki til að tryggja
þátttöku þeirra á þingi og bar lítið traust til
kvennasamtaka því hvort tveggja hafði verið
misnotað af fyrrum valdhöfum.
Þar að auki er áberandi hve andúð al-
mennings og stjórnmálamanna á femínisma
og hvers kyns kvennabaráttu er mikil og
jafnvel heiftarleg. Því miður eru konur al-
mennt sammála almenningsálitinu um að
þær hafi notið of mikilla réttinda á tímum
sósíalimans. í Ungverjalandi leyfa vinsælir
stjórnmálamenn sér að saka konur opinber-
lega um háa tíðni skilnaða, fóstureyðinga,
alkóhólisma, upplausn fjölskyldna og segja
konur hafa vanrækt börn sín vegna vinnuá-
lags á tímum sósíalismans. Lech Walesa
sagði skömmu eftir að hann var kosinn for-
seti Þóllands að jafnrétti kynjanna væri
kjaftæði því þróun mannkynsins grundvall-
aðist á kynjaskiptingu, aðeins þær þjóðir
sem kappkosta að viðhalda henni myndu lifa
af í frjálsu markaðshagkerfi.
Vitundarvakningin sem átti sér stað á vest-
urlöndum fyrir tilstilli kvenfrelsishreyfinga á
sér enga hliðstæðu í löndum Austur-Evrópu.
Aðeins þröngur hópur menntakvenna og
kvenna úr vaxandi efri millistétt hafa með
mikilli og áralangri vinnu myndað samtök um
femíníska kvennabaráttu. Þá hafa verið
stofnuð ýmis kvenfélagasamtök sem ein-
beita sér að velferðarmálum kvenna en segj-
ast ekki berjast fyrir jafnrétti kynjanna. Á ferð
minni um Þólland, Tékkland og Ungverja-
land tók ég viðtöl við konur úr ólíkum sam-
tökum. Þó að þær geri sér grein fyrir sér-
stæðum vandamálum kvenna telja þær enga
þörf á hreyfingum sem krefjast aukinna
kvenréttinda eða jafnréttis kynjanna. Flestar
þeirra segjast ekki vilja koma af stað menn-
ingarlegum deilum um kynjaskiptingu. Það
væri slæmt fyrir sjálfsvirðingu kvenna að
túlka þær sem þjóðfélagslegan minnihluta-
hóp.
34