Vera - 01.10.1998, Síða 39
Landsbyggöarhúsmóðir
giftist alhæfingu, og flýr
„Hversvegna er ég að segja frá þessu?
Það er náttúrulega af því að ég fór vest-
ur og var þar... það er að segja, ég byrj-
aði eiginlega að skrifa þetta af einhverju
viti af því að mér leiddist heima hjá mér.
Ég gifti mig og var skyndilega orðin
landsbyggðarhúsmóðir sem þurfti að
drepa tímann á milli þess sem ég vann
og fór í kaupfélagið. Maður þakkar
raunverulega fyrir það núna að hafa
alltaf haft skriftirnar að halla sér að -
það auðveldar ýmislegt í óreiðu lífsins.
Mér er sama hvar ég vinn, bara að ég
hafi lágmarkstekjur og geti skrifað. Ann-
ars langar mig að læra meira, dúklagn-
ingar, spænsku eða eitthvað. En að lesa
er náttúrulega besti skólinn fyrir rithöf-
und.“
Ég er náttúrulega algjör
alæta......
„Stíll er eitthvað sem þróast og kemur
hægt og bítandi gegnum skrif manns.
Það glittir í hann í þessari bók. Maður
er dálítið óöruggur I fyrstu bók með að
ganga eins langt og mann langar,
þessvegna eru vafalaust einhverjir
hnökrar á. En í sambandi við stíl þá
hefur þar náttúrulega áhrif allt sem
maður hefur lesið. Fay Weldon hefur til
dæmis ofsalega hnitmiðaðan stíl, svo-
lítill leikur með orðin. Isabella Allende
hefur aftur á móti annarskonar heillandi
frásagnarstíl, þennan suður-ameríska.
Ég hrífst mjög mikið af þeim báðum,
þær voru mínar hetjur lengi vel.
Weldon er femínískur höfundur,
kvennabarátta er undirliggjandi og
húmorinn mjög beittur. Þær hafa báðar
mjög sterkan boðskap fram að færa og
eru svona dálítið að fletta ofan af sann-
leikanum og skilgreina hann um leið og
þær leyfa ofboðslegri fantasíu að ráða
ríkjum.
þetta eru svona allskon-
ar krydd í potti......
Þegar ég var yngri las ég líka mikið af
húmorískri, bandarískri ádeilu, eins og
Kurt Vonnegut og svona breyskara dót
eins Bukowski. Annars hef ég líka
mjög gaman af rússneska dramanu
öllu saman, og rauðu ástarseríunum á
elliheimilinu á Flateyri! Hin fullkomna
blanda er náttúrulega húmor og
drama, en þegar ég tek upp bók og
hún er grípandi og spennandi, þá er
það besta bók sem ég hef lesið þegar
ég er búin. Og svo næsta.
og svo bara kraumar og
sýöur....
Islenskar bókmenntir les ég mikið -
þar eru náttúrulega margir rithöfundar
sem hægt er að ræða um en það er
best að tjá sig sem minnst um verk
annarra í því sambandi og einbeita sér
að sínum eigin. En í sambandi við
karlabókmenntir versus kvennabók-
menntir þá skín oftast í gegn hvers
kyns höfundurinn er, það sést á svona
litlum hlutum sem eru í ætt við reynslu-
heima kynjanna."
Þaö getur veriö mjög já-
kvætt aö breyta um lífs-
stíl
„Bókin er skrifuð á nokkrum flækingi,
Flateyri - Reykjavík - Svíþjóð - Mosfells-
bær. Það er náttúrulega einn af kostum
þess að skrifa, það að maður getur
flækst dálítið. Ég er dálítill flækingur I
mér, þó ég viti alveg að kjölfesta er
nauðsynleg og ég leita hennar náttúru-
lega líka. Mér líður til dæmis mjög vel útí
sveit og get ekki verið í bænum lengi án
þess að fara útí sveit. En eins er það
með sveitina, þú veist að ég get ekki
verið þar lengi án þess að fara í bæinn.
Ég þarf báða pólana. Og skuldbinding-
ar eru ekki á dagskrá í bráðinni.
Kannski ég reyni að skapa aðstöðu fyr-
ir hund, því að mig vantar ekki annan
mann. Það er örugglega mjög einstak-
lingsbundið hvað menn þurfa til að
halda við frjórri hugsun. Ég er náttúru-
lega bara voðalega eirðarlaus ennþá og
vil frekar fæða bækur en börn. En lífið
heldur áfram og hittir mig á horninu og
ég tek því sem hittir mig þar.“
Trúir þú á Guð ?
„Þegar ég er á bömmer."
Hún sem sagt skildi við þennan Steina
svo ef þú þekkir mann sem er hundur
eða hund sem er maður, láttu hann vita
af þessu axjónkvendi - hún er á horninu
að hitta þú veist. ■
Úr þókinni Stjórnlaus
LUKKa eftir Auði Jóns-
dóttur
Þetta var í byrjun júní, stuttu fyrir Sjómanna-
daginn. Við komum ekki á áfangastað fyrr en
undir kvöldið og fyrst í stað var hann óneit-
anlega kuldalegur. Á víð og dreif breiddu
snjóskaflar úr sér milli gulgrænna grasbletta.
Slydda og regn börðu rúðurnar til skiptis og
ískrið í rúðuþurrkunum hafði magnað kulda-
hrollinn sem nagaði okkur mömmu eftir ferð-
ina.
Forvitnin náði samt tökum á mér því fyrir
borgarbarn var vestfirskt umhverfið allt ann-
að land. Fjöllin gnæfðu gráleit og hvít allt um
kring og kölluðu á athyglina. Þvi næst beind-
ist hún að úfnum sjónum og óhrjálegu þorp-
inu sem samanstóð af kirkju, örfáum húsum
og frystihúsi.
Staðurinn var að mestu girtur sjó. Hann
vísaði upp í eitt af þessum tröllslegu fjöllum
sem virtust líkleg til að bryðja sex ára stelpu
eins léttilega og pínulitla baun. Við bryggjuna
lá óhrjálegur línubátur og menn í appelsínu-
gulum göllum æptu hver að öðrum á meðan
þeir gripu í stór ker sem sigu frá bátnum og
niður til þeirra.
Mörgum árum seinna fékk ég að reyna
mig við löndun. En á þessari stundu virtist
allt svo ofurgrátt og skrýtið að forvitnin vék
fyrir heimþránni og ég hallaði mér skælandi
upp að mömmu. Hún lokaði Kvennaklósett-
inu og tók utan um mig, síður en svo kát á
svipinn.
í sama mund stoppaði rútan við kaupfélag-
ið og þaðan sá ég undarlegan þjóðflokk á
hlaupum, fólk með skringilega hvíta hatta á
höfði, klætt stígvélum upp að hnjám og Ijós-
bláum sloppum niður á læri: fiskvinnslufólk
að skjótast í kaffi.
Stuttu síðar kom Hvati á Landrovernum
og keyrði okkur upp að bænum sínum sem
var staðsettur uppi í fjaili. Þar beið okkar
lambalæri með kekkjóttri sósu og kartöflum.
Ég skóflaði matnum í mig á meðan mamma
potaði kurteislega í hann og brosti ósann-
færandi.
Eftir þunga máltíðina fór ég upp í nýja
herbergið mitt þar sem einu innanstokks-
munirnir voru hermannabeddi, ónýt sauma-
vél og eldhúskollur. Við þessa sýn langaði
mig samstundis til að skæla meira.
En þar sem koddinn var mjúkur og sængin
hlý leið ekki á löngu þar til ég brosti værðar-
lega og sofnaði.
39