Vera - 01.06.1999, Page 8

Vera - 01.06.1999, Page 8
sem braust fram og leitaði farvegs. Og fyrsti fundurinn varð að mðrg- um, mörgum, mörgum fundum. Þessar konur, sem flestar fóru af stað til að styðja aðrar konur sem þær voru vissar um að ætluðu að bjarga að minnsta kosti heiminum, þær fóru á fleiri fundi næstu 16 árin en þær sjálfar grunaði og fjölskyldum þeirra líkaði og sumar fóru í nefndir og ráð og aðrarfóru á þing. Sumarfóru ógleymanlega hring- ferð um landið í kvennarútu, skreyttri glaðlegum myndum og viða- miklum nærfötum kvenna. Við hlógum alla leiðina og hristum okkur svo fræin hrundu, enda tvöfaldaðist fylgi Kvennalistans síðar. Svo voru líka margar sem lögðu land undir væng og fóru vfðsvegar um heiminn og boðuðu fagnaðarerindi. En allar öðluðumst við þroska og fengum að finna að það voru í okkur sjálfum ókönnuð lönd, við leyndum á okkur og gátum miklu meira en okkur grunaði. Um daginn var minnst á yfirlitssýningu málara. Það var rætt um lífs- starf, svona mikið, sýnilegt lífsstarf. Þá var mér hugsað til þess að þrátt fyrir þessi vænu og mikilsverðu gögn sem eflaust munu nýtast vel til að kanna þá merkilegu sögu sem þau geyma, þær góðu ræð- ur og allar skráðu frábæru hugmyndirnar, þá er enn stærri þáttur af starfi Kvennalistans ósýnilegur og ómælanlegur. Ekki í fyrsta sinn sem því er þannig varið með verk kvenna. Þessi ósýnilegi, illmælan- legi en fjarskalega mikilvægi þáttur er einmitt sú hugarfarsbylting sem við lögðum af stað til að gera, hugarfarsbylting sem hefur orðið meðal annars og ekki síst vegna þeirra kvenna sem hlustuðu á sína innri rödd og létu hana hljóma og áttu ótal góðar, hollar konur sem leyfðu þeim að þora með því að styðja dyggilega við þær. Ég er ekki komin hingað til að harma eða jarða Kvennalistann. Mér finnst hann hafa verið undursamlegt tæki, töfrateppi sem hefur bor- ið okkur yfir sjó og land og fjöllin sjö, en hann er eins og fley sem ver- ið er að leggja um stund, því nú er hlé og tími umhugsunar. Það þarf að æja og taka áttir, líka í kvennabaráttu. Nú eru kaflaskipti. Kvennalistinn lifir í minningu okkar sem nutum þess að skapa hann og ferðast með honum langt út fyrir þá mögu- leika og takmörk sem við héldum að vörðuðu leið okkar. Hann veitti okkur það sem er óendanlega verðmætt og við munum vonandi aldrei glata, trúna á okkur sjálfar og hver aðra og ómetanlega vináttu við sterkar, glaðar og gefandi konur. Konur sem eru að og munu halda áfram að koma okkur á óvart, breyta heiminum, reynslunni rík- ari, þakklátar fyrir að njóta þeirra forréttinda að hafa fengið að vera með í því ævintýri sem Kvennalistinn var. Þökk sé þeim merka áfanga í sögu kvennabaráttunnar sem Kvennalistinn var, þökk sé þeirri vináttu sem dafnaði á vegum hans. Og vegna hans liggja ósýnilegir þræðir um allt samfélag okkar, eins og þræðir á milli huldukvenna. Og í hvert skipti sem kallið hljómar þá spretta þær fram með útréttar hendur og kollinn fullan af dásamleg- um hugmyndum. Og þær kunna að vinna, saman. Þrátt fyrir þessi vænu og mikilsverðu gogn sem eflaust munu nýtast vel til að kanna þá merkilegu sögu sem þau geyma, þær góðu ræður og allar skráðu frábæru hug- myndirnar, þá er enn stærri þáttur af starfi Kvennalistans ósýnilegur og ómælanlegur. Það er gaman að geta ferjað svo góðar og gefandi minningar ekki bara til Kvennasögusafnsins heldur líka til dætra okkar og sona, til komandi kynslóða. Mér er það Ijúft að afhenda Érlu Huldu Halldórsdóttur fram- kvæmdastýru Kvennasögusafnsins, og þar með Landsbókasafni ís- lands-Háskólabókasafni, þessi gögn Kvennalistans til varðveislu. Þeim er vel borgið í ykkar höndum og vonandi verða margar og margir til þess að nýta þessi gögn og vinna úr þeim. Megi þau verða að góðu veganesti í næstu áfanga baráttunnar fyrir betra lífi okkur öllum til handa. Þær mynduðu fyrsta þing- flokk Kvennalistans 1983 til 1987, tv Kristín Hall- dórsdóttir, Guðrún Agnars- dóttir og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.