Vera - 01.06.1999, Qupperneq 10

Vera - 01.06.1999, Qupperneq 10
eftir Kristínu Astgeirsdóttur fíödd Kvennalistans þagnar Eg veit af gamalli reynslu að það er gott að anda einu sinni og anda tvisvar áður en orð eru látin falla og að tíminn breytir oft sýn á liðna atburði. Ég hef efasemdir um hvort tímabært sé fyrir okkur sem vorum gerendur í þeim átökum sem leiddu til þess að Kvenna- listinn var lagður í rúst að tjá okkur mikið. Til þess eru at- burðir enn of nálægir og í það minnsta í mínum huga ríkir enn reiði yfir því að ákveðinn hópur kvenna skyldi leyfa sér að eyðileggja einhverja merkustu kvennahreyfingu Evrópu. Á þeirri leið var skugga varpað á baráttu kvenna hér á landi fyrir frelsi og sjálfstæði og traðkað á mörgum helstu hugsjónum kvenfrelsisbaráttunnar. Það hefur verið Þingflokkur Kvennalistans 1991 til 1995. f.v. Ingibjörg S. Gísladóttir, Jóna V. Kristjánsdóttir, Kristín Halldórsdóttir starfskona þingflokksins, Kristin Ástgeirsdóttir, Anna Ól. Björnsson og Kristín Einarsdóttir. m sárt upp á að horfa. Það var hægt að fara aðra leið, en henni var hafnað. En úr því að VERA ætlar að gera úttekt á því sem á undan er gengið og því sem framundan er, finnst mér ég verða að setja fram mína sýn á söguna, þótt ég hefði viljað láta það bíða betri tíma. egar kvennahreyfingar vesturlanda gengu í endurnýjun lífdaga á sjöunda áratugnum má segja að nokkrar hugmyndir hafi ein- kennt þær allar, þótt áherslur og sýn á samfélagið hafi verið mismunandi. Ein þessara hugmynda var sú að gera konur sýnilegar. Sýnilegar á öllum sviðum þjóðlífsins, en ekki síður að draga fram sögu kvenna allra alda til þess að efla sögulega vitund og skilning kvenna á stöðu þeirra í aldanna rás. Það er nefnilega eins og sagan 10

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.