Vera - 01.06.1999, Blaðsíða 13

Vera - 01.06.1999, Blaðsíða 13
* \ r\ urðu orðaskipti Leníns og þýsku kvenréttindakon- unnar Klöru Zetkin í upphafi aldarinnar, en henni fannst þörf fyrir sérstaka baráttu verkakvenna. Þeirri baráttu varð auðvitað að halda innan rammans og foringinn mikli lagði henni lífsreglurn- ar. Það var augljóst hver hafði völdin. Þegar Marx- istar áttuðu sig á því að kvennahreyfingar voru eitthvað sem snerti allar konur var reynt að setja stöðu kvenna inn í marxiskar söguskýringar, en allt átti jú að lagast með byltingunni. Svo sem kunn- ugt er brást það. Skilningurinn var þó lengst af afar takmarkaður. Eitt versta dæmið um slíkt eru svör Stokey Carmichael byltingar- og baráttu- manns róttækra svertingja í Bandaríkjunum um 1970. Hann var spurður hvert hlutverk kvenna ætti að vera í réttindabaráttu svertingja: „They are there to fuck“, svaraði leiðtogi mannréttindabar- áttunnar. Sannleikurinn er sá að greining kvenna á vestrænum samfélögum, þar sem strúktúrar karl- veldisins og samtryggingarkerfi karla hafa verið dregin fram í dagsljósið, passar illa inn í þjóðfé- lagsskilning sósíalista, hvort sem við köllum þá krata eða komma, en þeir hafa löngum greint samfélagið fyrst og fremst eftir stéttum og hags- munahópum. Ég skal þó ekki þvertaka fyrir að ein- staka hreyfingum/flokkum sé að skiljast að staða kvenna sé frábrugðin stöðu karla og að það þurfi sérstakar aðgerðir til að bæta og jafna þessa stöðu. Imynd Kvennalistans breyttist Það var varla liðinn dagur frá kosningunum 1983 er tilboðin tóku að streyma frá Alþýðubandalaginu um samstarf og samruna. Á þeim bæ fannst mönnum auðvitað að svona hreyfing ætti ekki að vera til, enda þvældist hún fyrir flokkakerfinu. Slík tilboð voru send umsvifalaust aftur til föðurhús- anna, enda litum við svo á að við værum í baráttu gegn karlstýrðu kerfi og þar skar enginn flokkur sig úr. Slík tilboð bárust aftur og aftur og náðu auðvitað hámarki með tilkomu R-listans 1994. Ég studdi þá tilraun og verð að viðurkenna að ég átt- aði mig ekki á hinum víðtæku afleiðingum þess framboðs. Ég sá ekki samhengið milli þess að all- ir minnihlutaflokkarnir í borgarstjórn, að Framsókn meðtalinni, reyndu að hnekkja áratuga valdi Sjálf- stæðisflokksins í borginni og svo þess að A-flokk- arnir og Kvennalistinn gengju í eina sæng og byðu fram á landsvísu! Ég hefði átt að vita betur. ímynd Kvennalistans breyttist. Hann var allt í einu orðinn hluti af „kerfinu" í stað þess að vera gagnrýnandi þess. Sá hópur úti í samfélaginu sem hafði í um það bil áratug þeitt sér fyrir sameiningu svokall- aðra vinstri manna (ég ítreka enn einu sinni að hugtakið „vinstri" er merkingarlaust fyrir mér) sá sér leik á borði, vitnaði stöðugt til sigurs R-listans og að það ætti að endurtaka hann á landsvísu. Þeir eignuðst nægilega marga bandamenn innan Kvennaiistans. Allir vita hvernig ævintýrinu um Samfylkinguna lauk í fyrstu umferð. Það verður seinni tíma verk að greina hvernig það gerðist að meiri hluti kvennalistakvenna komst að þeirri niðurstöðu að kvennabaráttunni yrði best borgið í bandalagi við krata. Kannski er sú kenning Helgu Sigurjónsdóttur rétt að ómeðvit- Mótmælaganga Kvennalistans að stjórnarráðinu 1988 eftir að rikisstjórn Þorsteins Páls- sonar hafði sett óvinsæl bráðabirgðalög um aðgerðir í efnahagsmálum. 1F 1 | BBaac • '*■ ■: stm, Kvennarútan sem ók með f '1 & $ litlf !||| g Í»'<! kvennalistakonur hringinn í kringum landið sumarið 1984. w i: 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.