Vera - 01.06.1999, Blaðsíða 14
Hver er uppskeran?
Á Kvennasögusafninu 31. maí sl. F.v. Sigríður Þorvaldsdóttir, Sigríður
Dúna, Þórhildur Þorleifsdóttir, Sigríður Lillý Baldursdóttir og Sigrún Sig-
urðardóttir.
Eftir kosningarnar 1995, þegar litlu munaði að Kvennalistinn dytti út
af þingi, varð kvennalistakonum Ijóst að afar ólíklegt væri að aftur
yrði boðinn fram sérlisti kvenna. Ágreiningurinn næstu árin snérist
um það hvert skyldi haldið. Ákveðinn hópur stefndi stíft á Samfylk-
inguna og vildi hafa Kvennalistann, nafn hans og orðstí (auk pening-
anna frá þinginu vel að merkja) á valdi sínu. Okkur hinum sem vorum
andvígar þessari leið var efst í huga að lendingin yrði með þeim hætti
að íslensk kvennabarátta byði ekki skaða af, hægt væri að halda á-
fram með einhverjum hætti og að Kvennalistinn fengi ekki þann dóm
sögunnar að þetta hefðu jú allt verið kratar! Að mínum dómi hefði átt
að fara þá leið að stofna nýjan hóp og leyfa Kvennalistanum að fá
virðulega útför eða að lifa áfram sem kvennahreyfing utan stjórn-
málaflokka. Sú varð ekki raunin heldur var keyrt áfram í ágreining og
klofning. Leið kvennalistakvenna inn í Samfylkinguna var þeim til
skammar og gerir að verkum að hin glæsilega saga Kvennalistans
sem sjálfstæðrar stjórnmálahreyfingar fékk mjög dapurlegan endi
sem ekki er hægt að horfa fram hjá. Ég hef orðið rækilega vör við hve
konur í öðrum flokkum og úti ( samfélaginu hafa tekið átökin I
aðar efasemdir um ágæti eigin kyns (og þar með viðkvæmni fyrir ytra
áreiti) og fastheldni við sósíalisma hafi reynst öllu öðru yfirsterkara.
Kvennalistinn varð til sem andstöðuafl við alla gömlu flokkana og að
honum stóðu konur úr öllum áttum. Hvernig gátu kvennalistakonur
komist á þá skoðun að stjórnmálahreyfing sem á uppruna sinn í rúm-
lega 80 ára gömlum krataflokki og 30 ára gömlum sósíalistaflokki og
með örfáar kvennalistakonur innanborðs, gæti tekið við af Kvenna-
listanum sem sérstakur málsvari kvenna? Hvar hafa þessir flokkar
verið og hvað hafa þeir gert í þágu kvenna í meira en 80 ár? Hvað
veldur slíkri kúvendingu kvenna sem ættu að vita betur?
Ártöl og
áfangar í
sögu íslenskra
kvenna
I ritinu er sagt frá konum sem rutt hafa brautina á ýmsum
sviöum þjóölifsins. Fjallað er um samtök kvenna, (þróttir, listir
og menningu, blöö og tfmarit kvenna, auk merkra atburöa í
sögu kvenna.
Bókin er heimilda- og uppflettirit sem nýtist öllum þeim sem
vilja fræöast um áfanga i sögu kvenna á íslandi. Bókin er í
kilju og er 210 blaðsiður.
Ártöl og áfangar f sögu islenskra kvenna er til sölu í helstu
bókabúöum og í Þjóöarbókhlööu þar sem hun fæst á kr. 2000.
Kvcnnasöcjusafn íslands
Að mínum dómi þarf kvennabaráttan nú að flytjast út úr
stofnunum, út í samfélagið þar sem vinnumarkaðnum er
stýrt og konur eru að hvers kyns störfum.
Kvennalistanum og aðdragandann að Samfylkingunni nærri sér,
vegna kvenna almennt og þeirrar baráttu sem þær standa í. Þeim
finnst sem skugga hafi verið varpað á allar konur. Kvennalistinn fékk
lengi vel mikla athygli, ekki bara hér á landi heldur út um allan heim,
vegna róttækni og dirfsku. Kvennalistinn var konum í öðrum flokkum
hvatning og vopn og því spurðu þær hvernig og hverjir hefðu megn-
að að sigla svo merkri skútu í strand?
Hver er svo uppskeran? Jú, það var varla minnst á konur í kosn-
ingabaráttunni í vor. Rödd Kvennalistans er þögnuð.
Kanur, hvað nú?
Kvennalistinn og kvenfrelsisumræðan almennt þróaðist í þá átt að
leggja ofuráherslu á fulltrúahlutverk kvenna og þá sjálfsögðu kröfu að
konur yrðu jafnmargar körlum þar sem ákvarðanir sem snerta þjóð-
félagið eru teknar. Þar hefur náðst mikill árangur og sú hugsun hefur
komist til skila. Mikið verk er óunnið hvað varðar daglegt líf kvenna.
Mikilla breytinga er þörf á ríkjandi viðhorfum og hugmyndum um
konur, sem og að auka völd þeirra og áhrif á öðrum sviðum þjóðlífs-
ins. Nýleg launakönnun kjararannsóknanefndar sýnir svo ekki verður
um villst við hvað er að fást. Að mínum dómi þarf kvennabaráttan nú
að flytjast út úr stofnunum, út í samfélagið þar sem vinnumarkaðnum
er stýrt og konur eru að hvers kyns störfum. Því miður er engin
kvennahreyfing til nú sem er reiðubúin að taka upp merkið og haida
áfram þar sem frá var horfið á dögum Rauðsokkahreyfingarinnar sem
lagði höfuðáherslu á stöðu kvenna á vinnumarkaði. Um þessar
mundir fer sáralítil umræða fram um stöðu kvenna, nema helst í há-
skólanum og hjá hinu opinbera, hvað sem síðar verður. Að mínum
dómi þarf sjálfstæða og djarfa kvennahreyfingu til að fleyta kvenna-
baráttunni áfram. Eftir allt sem á undan er gengið óttast ég að bið
verði á að hún líti dagsins Ijós. Megi þeim konum sem þá koma að
verki auðnast að læra af sögunni.
14