Vera - 01.06.1999, Page 19

Vera - 01.06.1999, Page 19
 gSföS&BSSðSi Við athöfnina i Kvennasögusafninu var lag kvennalistakvenna, Dómar heimsins, að sjálfsögðu sungið. eftir Kristínu Halldórsdáttur V V Glímt við sannleikann Dómar heimsins, dóttir góð, munu reynast margvísiegir. Glímdu sjálf við sannleikann hvað sem hver segir. annig hljóðar fyrsta erindið í Ijóði Jóhann- esar úr Kötlum sem sungið er á góðum stundum í hópi kvennalistakvenna. Öll þrjú erindin eru eins konar heilræðavísur til notk- unar í kvennabaráttu. Og víst er að dómarnir um Kvennalistann munu reynast margvíslegir. Helga Jóhannsdóttir er oft nefnd Ijósmóðir Kvennalistans. Hún er hér á tali við Einar Sigurðsson landsbókavörð og Guðrúnu J. Halldórsdóttur. Isextán ár starfaði Kvennalistinn sem sérstakt afl á vettvangi ís- lenskra stjórnmála. Öll þessi ár bauð hann fram eigin lista til Al- þingis og einnig sums staðar til sveitarstjórna og átti fulltrúa víða þar sem ráðum var ráðið. Engin aðgerð hefur átt meiri þátt í því að efla og styrkja konur til virkrar þátttöku í stjórnmálum og á hinum ýmsu sviðum stjórnsýslunnar. Árangur Kvennalistans hefur þannig haft ómetanleg áhrif á lýðræðislega þróun í íslensku samfélagi. Sér- staða Kvennalistans, óhefðbundin vinnubrögð og kvennapólitísk hugmyndafræði, hafa markað djúp spor til framtíðar í sögu íslenskra stjórnmála. Saga hugmynda og hugsjóna Sextán ára sögu Kvennalistans á Alþingi verða ekki gerð skil í stuttri grein. Sú merka saga verður án efa einhvern tíma skráð á bók. Saga 19

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.