Vera - 01.06.1999, Qupperneq 21

Vera - 01.06.1999, Qupperneq 21
Dagbók femínista eftir Úlfhildi Dagsdóttur Þær munu landið erfa Það er ekki bara á íslandi sem umræðu um erfðagreiningu ber hátt. Veröldin virðist full af ugg um framtíð mannkyns, þar sem offjölgunarvandamáli hefur ver- ið skipt út fyrir takmarkaða fólksfjölgun, með tilheyrandi gæðastýringu á framleiðslunni. Framtíðin felur augljóslega í sér aukin ítök erfðafræði og því er fremur þreytandi að hlusta á gamlar jórturtuggur um per- sónunjósnir, þegar möguleik- arnir sem erfðafræðin opnar eru svo óendanlega margir og marg- víslegir. Hvort sú gæðastýring sem erfðafræðin býður er síðan alltaf til góðs er önnur spurning, en hinsvegar er ljóst að erfða- fræðin kemur inn á grundvallar- spurningar um skilgreiningar á mennsku og stöðu mannkyns í ört breyttum heimi. Fyrir konur er erfðafræðin gífurlega mikil- væg. Það eru jú konur sem bera börn og þurfa að velta fyrir sér hvaða áhrif genapróf- anir hafa á viðhorf þeirra til barnsburðar og móðurhlutverksins. Tæknin hefur þegar breytt stöðu móðurlíkamans á róttækan hátt, með tilkomu glasafrjóvgana og móður staðgengla. Þessi umræða um kvenlík- amann ( erfðafræðirannsóknum er orðin áberandi í erlendum tímaritum, þar sem tísku og kvennablöð eins og Vogue og New York hafa bent á hvernig genapróf og frjó- semisaðgerðir eru málefni sem þarf að taka til málefnalegrar umræðu. Hvað á kona að gera sem ber í sér arfbera fyrir bæði brjósta- og eggjastokkakrabbamein? Láta slægja sig og fá sér sílíkon, bara til vons og vars? Þetta er spurning sem er til umræðu í langri grein í febrúarhefti New York, 1999, meðan sjálft fegurðardýrkunarritið Vogue (okt 1998) leiðir spurninguna um erfðavísindi út ( þráhyggju varðandi frjósemi og ofgetu í sambandi við lyftiduftið Viagra. Og kemst að þeirri niður- stöðu að það sé í ófullkomleik líkamans sem fegurðin felist. i hugvísindum hafa fræðikonur eins og Donna Haraway bent á hvernig yfirlýst hlut- leysi raunvísinda sé málum blandið og mið- ist við karlleg gildi, fremur en sammannleg. Áherslan er lögð á að taka tillit til ólíkrar stöðu kynjanna í samfélagi og orðræðu. Það er eftirtektarvert að það eru konur sem hafa verið framarlega í því að sameina raun- vísinda- og hugvísindaorðræðu og móta úr þeirri samþættingu skapandi kenningar, með tilheyrandi nýjum sjónarhornum á hug- myndaheim okkar. [ safnriti um sæborga- fræði skrifa tvær konur mjög áhugaverðar greinar um stöðu fóstursins í tæknisamfé- laginu. Adele Clarke bendir á hvernig erfða- fræðin hefur breytt áherslum í viðhorfi til barnaframleiðslu frá magnstjórnun, þar sem umræðan um getnaðarvarnir er viðvar- andi, til gæðastjórnunar, þar sem möguleik- inn á sérhönnuðu barni sé ekki svo fjarlæg- ur. Hún leggur ekki dóm á þessa þróun en Adele Clarke bendir á hvernig erfðafræðin hefur breytt áhersl- um í viðhorfi til barnafram- leiðslu frá magnstjórnun, þar sem umræðan um getnaðar- varnir er viðvarandi, til gæða- stjórnunar, þar sem möguleik- inn á sérhönnuðu barni sé ekki svo fjarlægur. minnir á mikilvægi þess að skoða málið nið- ur i kjölinn. Monica Casper er jákvæðari í garð tækninnar. Hún leggur áherslu á aukið vægi sjónræns eftirlits með fóstrinu og vill líkja því við sviðsetningu, jafnvel viðundra- sýningar og tengir umræðuna á skemmti- legan hátt við afþreyingarbókmenntir. Sú tenging er ekki svo fjarri lagi, því þrátt fyrir að fjölmiðla- og fræðifólk virðist feimið við að takast á við þau málefni sem erfðafræð- in hreyfir við, en það eru grundvallarspurn- ingar á við: líf, dauði, siðferði og jafnvel hamingja, þá hefur afþreyingarmenningin gernýtt sér möguleika þessara hugmynda og er alls ófeimin við að velta sér upp úr þessum „viðkvæmu" málum. I kjölfar risa(eðlu)mynda eins og Jurassic Park (1993) hafa gen- og erfðaeinkenni ver- ið vinsælt leikfang kvikmyndagerðarmanna sem dunda sér sem ákafast við að velta fyr- ir sér (ó)mögulegum afleiðingum tilrauna á frumur mannslíkamans. Oftar en ekki taka þessar myndir sérstakt tillit til kvenna, eða sýna kvenlegum þáttum erfðafræðinnar sér- legan áhuga. Dæmi um þetta er Carnosaur (1993), en þar einræktar vísindakona ekki aðeins risaeðlur úr hænueggjum heldur gef- ur hún þeim gen úr sjálfri sér og þar með kvenlega greind. Af öðrum genamyndum má nefna Gattaca (1998), Mimic (1997) og Relic (1996). Allt kemur þetta náttúrulega inná spurn- inguna um hvaðan börnin koma en sú spurning hefur yfirleitt verið haldin illum ótta og grun um kvenlíkamann sem mögulegan hýsil skrýmsla. Frægasta dæmið um var- hugaverðan innri vöxt er þó líklega Alien serían sem snerist öll um hvernig illskeyttar geimverur nýttu sér líkama karla jafnt sem kvenna til útungunar. í nýjustu myndinni Alien: Resurrection (1997) er sérstaklega tekið á klónun, en þar er aðalhetja mynd- anna klónuð gegn vilja sínum en hún hafði lagt sig fram um að útrýma geimverunum, meðal annars með því að fremja sjálfsmorð og fóstureyða þannig þeirri síðustu sem búið hafði um sig í líkama hennar. Þarna er einmitt tekið á stöðu kvenlíkamans í erfða- fræðinni og spurningum varðandi sjálfstæði og virkni konunnar. En þrátt fyrir að klónaða hetjan virðist þannig tamin þá er ekki allt sem sýnist og hún gerir uppreisn gegn eig- endum sínum sem höfðu gert þau mistök að vanmeta þátt genablöndunar klónunnar við geimveruna, svo kvenhetjan er bókstaflega orðin ný kona. Því það má ekki gleyma að erfðafræðin felur í sér heilmikla möguleika fyrir konur til að endurskilgreina líkama sinn og sjálfs- mynd. Mikilvægi móðúrhlutverksins hefur löngum verið til umræðu í femínismanum og með nýrri tækni opnast nýjar víddir hvað varðar tengsl líkama og sjálfs. Persónulega verð ég að segja að mér finnst þetta allt saman fremur frábært. Og mér myndi aldrei detta til hugar að leggja út í svo áhættusama aðgerð sem það að eiga barn hlýtur að vera án þess að geta hannað það alveg frá grunni, kyn(stur), skapferli og áhugamál, með innbyggðri hávaðastillingu. 21

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.