Vera - 01.06.1999, Blaðsíða 23
Ein áhrifamesta bók
kvennabaráttunnar
ýmislegt nytsamlegt af lestri Biblíunnar; þar
segist hún t.d. hafa fengið tilfinningu fyrir
því hvað jafnrétti merkti. Henni leiddust
reglur og siðir borgarastéttarinnar - að þurfa
að sitja bein í baki og þegja þegar gesti bar
að garði - en undir slíka skyldusemi urðu
krakkar af hennar stétt nú einu sinni að
beygja sig. Sennilega voru æskuár Beau'vo-
ir ekki óhamingjusöm nema út frá sjónarhóli
hennar sjálfrar, fullþroska konu í andborg-
aralegum ham. Hún hélt því stundum fram
að örlög manns væru ráðin á tíunda ári og
jafnvel á öðru ári í lífi hans. En fyrsta ár lífs
hennar hefst eiginlega þegar hún er tvítug
og kemst út af heimili foreldra sinna. Þá
fyrst fann hún hamingjuna.
Beauvoir var upptekin af „hamingjunni",
svo mjög að jaðrar við þráhyggju. Hún seg-
ir hana vera sitt „eina viðfangsefni". í dag-
bókum hennar frá stríðsárunum kemur
þetta berlega fram. Þar segir hún frá því
sem á daga hennar drífur, í smáatriðum og
spyr síðan: „Er ég fullkomlega hamingju-
söm?; Eða, aðeins svolítið hamingjusöm?
Eða, alls ekki hamingjusöm? „Hún þarf að
skilgreina alla upplifun; Ánægjuleg? Þolan-
leg? Slæm? Svörin við þessum spurning-
um sem hún spyr svo þrálátlega eru næst-
um alltaf jákvæð. Eins og henni sé í nöp við
að viðurkenna að einhverjar kringumstæður
geti verið neikvæðar eða takmarkandi; já-
kvæð lausn eða einhverskonar undan-
komuleið hlyti að vera til. í bókinni Tout
compte fait, eða Uppgjör (1972), eins konar
samantekt á því sem hún hefur gert og
hugsað yfir ævina, reynir Beauvoir á einum
stað að gera grein fyrir þeim 1000 ólíku
myndum sem líf hennar hefði getað tekið á
sig eftir að hún varð fimmtán ára. En hversu
mikið sem hún reynir að ímynda sér aðra
möguleika þá finnur hún ekki nema þrennt
sem hefði getað farið verulega úrskeiðis:
Hún hefði getað veikst alvarlega; hún hefði
getað þurft að hætta námi; og hún hefði
getað orðið af því að hitta Sartre. Með
þessu nefnir hún þau þrjú atriði sem heppn-
in og hæfileikar hennar færðu henni: Heils-
una (sem gerði henni kleift að vinna allan
daginn og um helgar en líka að ferðast út
um allan heim); námið (sem veittu henni
efnahagslegt sjálfstæði) og Sartre (en hann
veitti henni ást og vináttu). Leitin að ham-
ingjunni er leiðarminni skrifa hennar. Hún er
alltaf að upplifa eitthvað ( fyrsta skipti; „í
fyrsta skiptiö" - er rauður þráður í gegnum
allt verk hennar: Feneyjar í fyrsta skiptið;
Grikkland í fyrsta skiptið; fyrsta hjólið; fyrsta
flugvélin; fyrsti kaffibollinn. Þrátt fyrir vel-
gengni sína fékk Simone de Beauvoir aldrei
nóg. Hún var alltaf jafn þyrst í að uppgvötva
eitthvað nýtt, að sjá og upplifa. Alltaf
hungruð. Aldrei södd. Þessi lífsþorsti mark-
ar skrif hennar og almennt viðhorf til lífsins.
Um Hitt kynið
Sennilega hefur ekkert ritverk um hlut-
skipti kvenna, nema ef vera skyldi
Sérherbergi Virginíu Woolf haft eins
víðtœk áhrif í kvennabaráttu og Hitt
kynið. Það er álit lang flestra franskra
feminista, hverjar sem áherslur þeirra
kunna að vera, að með bókinni sé
framlag Simone de Beauvoir til
franskrar kvenréttindabaráttu ómetan-
legt. Ekki þótti þó öllum tilskrifin góð
þegar fyrstu kaflar Hins kynsins tóku
að birtast á síðum tímaritsins Les
Temps Modernes, eða Nútímanum,
sem Simone de Beauvoir og Sartre
stofnuðu í sameiningu í stríðslok.
Umfjöllun Beauvoir olli þegar miklu
fjaðrafoki. Framámenn í þjóðfélag-
inu og þekktir rithöfundar for-
dæmdu verkið opinberlega - og opinber-
uðu kvenfyrirlitningu sína í leiðinni, vilja
sumir meina. Verk eftir konu hafði aldrei fyrr
vakið jafn mikla eftirtekt: Virt tímarit birtu
ritdóma og umsagnir og í dagblöðum birt-
ust tugir greina, margar eftir nafntogaða rit-
höfunda. Þannig spurði rithöfundurinn
Frangois Mauriac hneykslaður í forsíðu-
grein dagblaðsins Figaro hvaða erindi kyn-
ferðisleg upplifun kvenna ætti í tímarit um
bókmenntir og heimspeki sem vildi láta
taka sig alvarlega. í einum ritdómi var bók-
in sögð eins konar „uppflettirit kynferðis-
legrar sjálfselsku" og „pornógrafía".
Beauvoir var kölluð „kynlífssúffragista" og
„tilvistaramasóna“. Jean Kanapa, fyrrum
nemandi Sartre og ritstjóri bókmenntatíma-
rits, fordæmdi „klámfengnar óþverralýsing-
ar“ í Hinu kyninu: Manninum þauð hrein-
lega við „saurugum hugsunum" Beauvoir.
Verkið átti engu að síður sína stuðnings-
menn og ekki af verri endanum. Julien
Gracq var einn þeirra og hann hrósaði
Beauvoir fyrir kjarkmikla bók. Hinn þekkti
gagnrýnandi Maurice Nadeau varði Hitt kyn-
ið með eftirfarandi orðum: „Gagnrýnendur
geta ekki þolað að kona, sem auk þess er
heimspekingur, tali opinskátt um kynlíf."
Hörð viðbrögð við bókinni má ekki síst rekja
til þess að Simone de Beauvoir afhjúpaði og
afhelgaði fjöldan allan af „samfélagssáttmál-
um“; þeim félagslegu og siðferðislegu gild-
um sem voru í heiðri höfð á 4. og 5. áratugn-
um. Frá því um 1930 hafði t.d. ríkt mjög
römm fjölskyldupólitík sem byggði á hefð-
bundnu móðurhlutverki hinnar heimavinn-
andi húsmóður: Stjórnvöld veittu alls konar
styrki til eflingar fjölskyldunni og hvöttu
beinlínis til barneigna. Mæðrum sem stóðu
sig vel voru veitt sérstök verðlaun ríkisins.
Gríðarleg aukning fæðinga eftir stríð nægði
ekki til að sefa áhyggjur manna: ímynd hinn-
ar heimavinnandi húsmóður var haldið enn
hærra á lofti í lok 5. áratugarins og inn í þann
6. Og kommúnistar og hægri öflin samein-
uðust um fæðingarpólitíkina án þess að
nokkur hreyfði andmælum. Inn í þetta and-
rúmsloft kom bók Simone de Beauvoir eins
og þruma úr heiðskíru lofti: Kaflinn sem ber
heitið „Móðirin" byrjar á 15 síðna málsvörn
frjálsra fóstureyðinga. Hispursleysi Beauvoir
og víðsýni má lesa út úr fleiri kaflaheitum;
t.d. „Lesbían" og „Kynlífsreynsla kvenna".
Þessi heiti nægðu til að sumir fengju hland
fyrir hjartað. Með yfirlýsingum sínum um
kynferði og kyniíf kvenna vildi Beauvoir sýna
fram á að hugmyndir um konuna væru
byggðar á túlkun en ekki staðreyndum; að
blæðingar og kynlif væru ekki skammarlegir
og niðurlægjandi þættir í lífi kvenna, nema í
Ijósi goðsagnarinnar um undirskipun
kvenna. Opinskáum lýsingum Beauvoir var
þannig ætlað að sanna kenninguna sem
kristallast í setningunni: „Maður fæðist ekki
kona, heldur verður kona.“ Hneykslunargirni
manna kom ekki í veg fyrir að bókin seldist,
nema síður væri. Salan var gríðarleg og
sýndi svo ekki varð um villst að umfjöllunin
var tímabær: Fyrstu vikuna seldust 20 þús-
und eintök í Frakklandi. Bókin fór í framhald-
inu sigurför um heiminn og áður en langt var
um liðið frá útkomu hennar var búið að þýða
hana yfir á fjölda tungumála.
Var á undan samtíö sinni
Afstaða Frakka til Hins kynsins og höfundar
hefur ætíð verið tvíbent. Þá sjaldan að
minnst er á Hitt kynið er það oftar en ekki til
Simone lýsti yfir þeirri skoðun sinni að sú kúgun sem konur
þyrftu að þola vœri sérstök og að gegn henni þyrftu þaer að berjast í
sameiningu.