Vera - 01.06.1999, Side 24

Vera - 01.06.1999, Side 24
Dagný Kristjánsdóttir að draga dár að bókinni og afbaka innihald hennar og affæra. Klisjur (og fordómar) tengdar Simone de Beauvoir eru ótrúlega lífseigar og, einmitt þess vegna, til marks um mikilvægi hennar í frönsku menningarlífi. Hún var holdgervingur drauma og þrár kvenna, kannski hjá flestum kynslóðum á seinni hluta aldarinnar, kvenna sem urðu ef til vill svolítið erfiðari viðfangs - eða erfiðari viðföng - eftir lesturinn. Það segir sína sögu að í skarkalanum vegna útkomu bókarinnar í Frakklandi heyrðust raddir kvenna varla. Fé- lagssamtök kvenna - hvort sem þau voru kaþólsk, feminísk eða kommúnísk - héldu sig í hæfilegri fjarlægð frá deilunum. Þessa þögn kvenna má kannski rekja til þess að Simone de Beauvoir var á undan sinni sam- tíð og kvenréttindahreyfingum síns tíma. Ekki leið þó langur tími áður en einstaka menntakopur lýstu yfir stuðningi sínum. Og þótt hin almenna kona léti ekki í sér heyra á opinberum vettvangi vitna þúsundir sendi- bréfa sem Beauvoir fékk um hvað henni bjó í brjósti. Þessi bréf eru í dag merkileg sagn- fræðileg heimild um óopinbera orðræðu sem kraumaði undir niðri. Þrátt fyrir að Simone de Beauvoir hafi alla tíð lýst yfir stuðningi sínum við ýmis málefni tengd konum, varð hún ekki virkur þátttakandi í félagssamtök- um eða baráttuhópum fyrr en á sjöunda ára- tugnum. Þá tók hún þátt í kvenréttindahreyf- ingunni eða MFL upp á frönsku. Á sama tíma skrifaði hún undir hina frægu yfirlýsingu hóps kvenna sem kallaði sig „343 tíkur“ (- salopes) um að þær hefðu farið í fóstureyð- ingu. Hún bauð hópi fræðikvenna að skrifa nýjan þátt í Les temps modernes helgaðan konum, undir heitinu „Hversdagsleg kven- fyrirlitning". Að auki tók hún þátt I stofnun samtaka og tímarita um konur. Þessi nálægð við kvennabaráttuna fékk hana til að endur- skoða hugmyndir sinar. Framvegis taldi hún Hitt kynið einkennast af of mikilli hugsjóna- stefnu og einstaklingshyggju. Hún lýsti yfir þeirri skoðun sinni að sú kúgun sem konur þyrftu að þola væri sérstök og að gegn henni þyrftu þær að berjast í sameiningu. En hún kvikaði ekki frá þeirri staðhæfingu sinni að kvenleikinn væri tilkominn vegna menn- ingarlegrar og félagslegrar mótunar. Simone de Beauvoir skrifaði: „Sá sem fer af stað í baráttu til að glíma við hugmyndafræði án þess að muna, á það á hættu að verða end- urtekningunni að bráð“. Er það ekki einmitt minnisleysið sem hrjáir kvennabaráttu nú um stundir? Margir, og ekki síst margar ung- ar konur, hafa gleymt eða loka augunum fyr- ir því sem á undan er gengið: Hver staða kvenna var fyrir örfáum árum og hvað þurfti til að staða konunnar yrði sú sem hún er í dag. Ekki síst af þessum sökum á Hitt kynið enn erindi við nútímakonur - og -karla. IE Sambandið við Sartre og tilvistarheimspekin Eftir stúdentspróf hóf Simone de Beauvoir heimspekinám í Sorbonne í vinahópi sem hefur skráð sig á spjöld sögunnar. í þeim hópi voru meðal annarra Merleau-Ponty, Claude Lévi-Strauss og Raymond Aron. En enginn hreif hana meir en hinn „ófríði“i Jean-Paul Sartre. Þarna kynntist hún lífs- förunauti og sálufélaga en þau Sartre urðu fjótlega miklir félagar og ástvinir. Samband þeirra stóð allt til dauða Sartre en hún lifði hann um sex ár. Hún tók franska kennara- prófið árið 1929 og fékk næst hæstu ein- kunn í sínum árgangi. Aðeins Sartre var henni fremri en hann var að taka prófið í annað sinn. Beauvoir fór hratt í gegnum námið. Sartre kallaði hana Castor sem þýðir bifur á ensku vegna þess að hún var svo dugleg við námið. Strax að því loknu fékk hún stöðu sem prófessor í heimspeki við skóla í Marseille. Síðar flutti hún sig til Rouen og á endanum til Parísar. i Sartre eignaðist hún I fyrsta skiptið, að eigin sögn, vin sem stóð henni vitsmunalega á sporði. Ástarsamband þeirra var af frjálsari gerð en flest okkar eiga að venjast enn þann dag í dag. Þau ákváðu að giftast ekki, að ósk Beauvoir en Sartre bað hennar, og að eignast ekki börn - hið borgaralega líferni átti ekki upp á pallborðið. Þá átti samband þeirra ekki að koma í veg fyrir önnur ástar- sambönd. Þetta var í raun og veru nokkuð praktískt fyrirkomulag því þannig losnuðu þau undan skuldbindingum og fengu vinnu- frið; þau gátu alltaf skýlt sér bak við hvort annað. Þær vissu af Simone og þeir af Sar- tre. AfPrýðisemin var þó ekki með öllu fyrir bí. Fyrsta skáldsaga Simone de Beauvoir L'lnvitée gerir einmitt grein fyrir erfiðleikum sem fylgja því að deila manni með annarri konu. Sartre og Beauvoir bjuggu lengst af í sitthvoru herberginu á sama hóteli. Þau sönkuðu fráleitt að sér eignum heldur lifðu á og fyrir skrifin. Vinirnir sem þau hittu nær daglega á kaffihúsum voru fjölskylda þeirra. Café de Flore var vinsælasti staðurinn og er í dag heimsóttur sem helgidómur tilvistar- spekinnar. Skötuhjúin borðuðu iðulega á kaffihúsum og oft sátu þau þar við lestur og skrif. Fyrir utan samband sitt við Sartre átti Simone de Beauvoir í þremur ástarsam- böndum sem stóðu í talsverðan tíma. Á fimmta áratugunum var hún í slagtogi með bandaríska rithöfundinum Nelson Algren (það kom til tals að þau Algren hæfu sam- þúð en úr því varð þó ekki; hún gat hvorki hugsað sér að yfirgefa Sartre né flytja til Bandaríkjanna). Síðar átti hún nokkurra ára ævintýri með frönskum rithöfundi að nafni Claude Lanzmann. Síðast og til dauðadags var hún svo í sambandi við heimspekinginn Sylvíu Le Bon. Beauvoir ættleiddi hana Kalt og heitt Að sjálfsögðu hafði ég heyrt margt og mikið um Simone de Beauvoir og þefað eitthvað af bókinni um Hitt kyniö á áttunda áratugnum þegar ég var komin yfir tvítugt. Áhugi minn kviknaði samt ekki svo að um munaði fyrr en ég las skáldsögurnar hennar Simone. Þetta eru sögur um ástir og afbrýði, hatur og samkeppni, hugsanir og þrár kvenna í París eftirstríðsáranna. Það er eitthvað ólýsanlega heitt og ástríðufullt við þessar sögur og sam- tímis eitthvað kalt og yfirvegað. Þessi undarlega blanda vakti forvitni mína. Ég fór þess vegna að lesa ævisögu Simone de Beauvoir sem kom út í fjórum bindum á árunum 1958 til 1972 (Memoirs of a Dutiful Daughter, Force of Circumstances, Prime of Live og All Said and Doné). Simone de Beauvoir var þeirrar skoðunar að það væri ekki hægt að skilja á milli lífs og listar, hugsana um lífið og tilveruna eða heimspekinnar annars vegar og þess hvernig maður lifir lífi sínu hins vegar. Þetta hefur allt áhrif hvað á annað. Simone de Beauvoir var skarpskyggn hugsuður og mikil tilfinningavera. Hún var líka goð- sagnasmiður. í ævisögunni er henni að minnsta kosti jafn mikið í mun að styrkja goðsögn- ina um jafnréttissamband þeirra Sartre eins og að fylgja kröfu tilvistarstefnunnar um að „segja allt“ og brjóta allar ákvarðanir til mergjar til að læra af þeim. Þetta fer náttúrlega ekki saman og þeir sem rannsakað hafa ævi og feril Simone hafa sýnt að ævisaga hennar er full af ritskoðun og þögnum. í skáldsögunum þrjótast hins vegar tilfinningarnar fram, bæði þjáningin og ástin, einkum í hinni miklu skáldsögu Mandarínarnir (1954). Sú skáldsaga byggir á lífi Simone sjálfrar og er auk þess kynslóðarlýsing sem sýnir hvernig fólki gekk - eða gekk ekki - að fóta sig fyrstu árin eftir heimstyrjöldina síðari. Hitt kynið hefði sennilega aldrei getað orðið til nema I Ijósi þeirrar reynslu sem lýst er í skáldsögunni. Ég mæli með bæði skáldsögunum og ævisögunni fyrir þá sem vilja ganga inn í heim Simone de Beauvo- ir en vara ykkur líka við: Það er ekki víst að maður komi nokkurn tíma út aftur! 24

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.