Vera - 01.06.1999, Page 25

Vera - 01.06.1999, Page 25
nokkrum árum fyrir dauða sinn og Sylvia hefur nú umsjón með verkum hennar. Það er gjarnan deilt um hvort þeirra, Sar- tre eða Beauvoir, hafi haft meiri áhrif á hugs- un hins og ganga fullyrðingar um það á víxl. En slíkar vangaveltur, þar sem reynt er að upphefja annað á kostnað hins, eru fánýtar þegar upp er staðið: Beauvoir og Sartre standa fyrir sínu, hvort fyrir sig. Víst er að Beauvoir og Sartre aðstoðuðu hvort annað mikið. Þau lásu yfirfyrir hvort annað. Hún las allar bækur hans og hann las allar bækur hennar; nema þá einu bók sem hún skrifaði eftir hans dag, Cérémonie des Adieux, en þar greinir hún frá síðustu æviárum Sartre og kveður hann. Beauvoir var lengi í skugga Sartre. Hún hefur oft verið álitin eins konar eftirmynd og eftirbátur hans - en í þessu kristallast hlutskipti kvenna; hafa þær ekki einmitt verið taldar lélegar eftirmyndir hins eina sanna frumeintaks, þ.e. karla? Rannsóknir seinni ára hafa sýnt fram á að heimspeki Beauvoir er í mörgum atriðum frábrugðin heimspeki Sartre. Á mörgum stöðum er hún í raun mjög gagnrýnin á margt sem telja má frumforsendur í verki Sartre. Það er líka sýnt að Sartre sækir margar hugmyndir til hennar. Það sem Simone de Beauvoir lagði einkum til heim- spekinnar voru siðferðilegar áherslur: Á- byrgð hvers einstaklings, að vilja frelsið í heimi þar sem hver og einn er ábyrgur gagn- vart öllum öðrum. í huga Sartre gat ekkert komið í veg fyrir frelsið - ekki einu sinni fang- elsið. En Simone de Beauvoir var þessu ó- sammála - þetta afsannaði hún m.a. með dæminu um konur: Þær hafa lifað við skilyrði sem hefur komið í veg fyrir frelsi þeirra. Vilj- inn einn getur ekki veitt þeim frelsi. - hversu sjálfstæðar sem þær vilja vera! Ritverk Fyrstu skáldsöguna, L'lnvitée, sendir Beauvoir frá sér árið 1943 þegar hún er 38 ára gömul. Eftir útkomu bókarinnar hættir hún sem fastur kennari, en það hafði hún verið í samfellt 14 ár, og helgar sig nær alfar- ið ritstörfum. Rétt eftir stríð, árið 1945, stofnar hún ásamt Sartre tímaritið Les Temps Modernes sem er enn gefið út og er með virtustu timaritum i Frakklandi. Þegar um miðjan fjórða áratuginn gerði Simone de Beauvoir grein fyrir grundvallarhugmyndum sínum í tveimur stuttum heimspekilegum rit- um: Pyrrhus og Cinéas (1944) og Pour une morale de l'ambiguité (1947). I þessum ritum er að finna grunninn að hugmyndum henn- ar: „Að vilja frelsi sitt, er að vilja frelsi ann- arra. Til þess að það geti orðið, krefst frelsi mitt opinnar framtíðar: það eru hinir sem opna mér framtíðina". Hún leggur á þennan hátt mikla áherslu á ábyrgð mannsins gagn- vart öðrum og á það að vera ábyrgur í lífi sínu. Það er síðan með útkomu Hins kynsins 'O T3 w M— 'O -o 'O Œ CD w '"O CO c c < Skyldulesning fyrir femínista r Eg keypti bók Simone de Beauvoir, Hitt kynið, þegar ég var 22 ára á ferðalagi með sálfræðinemum í London og Frakklandi. Ég las bókina um leið og ég skipti litum á ströndinni við San Tropez og hún skildi eftir varanlegri för en brennheitri sólinni tókst nokkurn tímann. Áður var ég búin að fara í gegnum bækur eins og Kvennaklósettið (The Women’s Room), þar sem ég kynntist reiði hins róttæka femínisma og Öskubuskuduld- ina (The Cinderella Complex). Bók de Beauvoir fannst mér hins vegar bera af með sinni meitluðu röksemdafærslu og hárfína húmor. Meginþema bókarinnar, að við fæðumst ekki konur heldur verðum konur, og útlistanir de Beauvoir á því hvernig konur hafa ver- ið skilgreindar sem „hitt“ kynið meðan karlar eru mannkynið, höfðu sterk áhrif á mótun mína sem femínista. Það er ótrúlegt hversu vel þessi bók hefur elst. Bókin kom út 1949 og var snörp og miskunnarlaus greining á aðstæðum samtímakvenna. Það er áhyggjuefni hversu margt af því sem þar kemur fram á enn við. Tilhneiging til að skilgreina kvenleikann og kven- legt eðli út frá líffræðinni eða barnalegum goðsögulegum hugmyndum um uppruna kynjanna er enn sterk. Ég held að bók de Beauvoir sé enn skyldulesning fyrir femínista og þakka Rannsóknastofu í kvennafræðum fyrir bráðskemmtilegt og fróðlegt málþing um de Beauvoir núna í mars. 'O T3 Cö E i— O cd i— o *o o ;C cd «o < Ekki söm eftir lesturinn Það mun hafa verið í lok sjöunda áratugarins að ég kynntist verkum Simone de Beauvoir er eg las fyrsta bindi sjálfsævisögu hennar sem heitir Minningar skyldu- rækinnar dóttur. Bókin hafði svo sterk áhrif að þau hafa geymst í huga mér og hafa vafalaust haft áhrif á lestur annarra verka hennar. Ég fékk djúpa samúð með höfundi sem lagði hart að sér til að menntast og verða sjálfstæð. Samband hennar og foreldr- anna var erfitt og hún varð einnig fyrir því áfalli að nánasta vinkona hennar lést skyndi- lega. Sá atburður hafði mikil áhrif á Beauvoir og sést það víða í verkum hennar. Fyrstu minningar barnsins tengdust rauðum og svörtum litum sem voru einkennandi á heimilinu. Áhrif bókarinnar voru svo sterk að síðan tengi ég þessa liti, rautt og svart tákn ástar og dauða, við höfundinn. Síðar las ég fleiri bækur eftir hana og oft fannst mér hún erfið og þreytandi en hún kætti mig og hneykslaði á víxl. Svo kom að því að ég las Hitt kynið. Ég vissi að þetta var óvenjulegt og umdeilt verk sem þá hafði vakið mikið umtal. Ég hóf lesturinn með miklum væntingum, en varð fyr- ir vonbrigðum. Skoðanir heimspekingsins særðu stolt mitt, því víða var talað niður til mæðra og húsmæðra. Þar sem ég var í þeim hópi þá gat ég ekki fallist á þær. Mér virtist hún oft á tíðum ekki skilja kjör kvenna almennt séð. Ég hallaði mér að Betty Friedan og öðrum feministum. En ég var ekki söm. Beauvoir hafði snert mig svo djúpt að bókin var tekin fram á ný og lesin og endurlesin. I dag skynja ég hana á annan hátt. Á síðustu árum hef ég les- ið og endurlesið flest verk hennar þau sem þýdd hafa verið á ensku og einnig það helsta sem skrifað hefur verið um ævi hennar og störf. Ég mun halda því áfram því að í verkum Simone de Beauvoir finn ég alltaf eitthvað nýtt. 25

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.