Vera - 01.06.1999, Page 26
Hitt kyniö
Uvi tilurð verksins
Hitt kynið er í grunninn tilvistarspeki-
leg greining á hlutskipti konunnar.
Bókin skiptist í tvo hluta og er 800
síður að lengd. 1 fyrri hlutanum full-
yrðir Simone de Beauvoir, eftir að
hafa þrœtt sig í gegnum það sem hún
nefnir „staðreyndir og goðsagniru, að í
gjörvallri mannkynssögunni hafi karl-
maðurinn verið herra og konan þrœll.
I öðrum hluta bókarinnar skoðar hún
hlutskipti kvenna út frá reynsluheimi
þeirra frá bernsku til elli.
En hvaða þýðingu hafði það fyrir hana sjálfa
að vera fædd kona? Heppni eða bölvun?
Enga, sagði hún. Hún segist ekki einu sinni
hafa hugsað út í það. Æskan hefði íþyngt
henni en þroskinn fært henni frelsi. Henni
virtust konur og karlar í sinni fjölskyldu hafa
staðið nokkurn veginn jafnfætis. í Sorbonne
háskóla fann hún ekki til kynjamismununar -
hún var ein af strákunum. Það er ekki fyrr en
hún er komin á fertugsaldurinn að það renn-
ur upp fyrir henni að það að vera kona jafn-
gildir því að hafa dregið rangan miða í
kynjahappdrættinu. Beauvoir skrifar sínar
fyrstu skáldsögur án þess að ófrelsi kvenna
flögri að henni: hverjum og einum ber að
skapa tilvist sína og einu gildir hvort kynið á
í hlut. Hún skiptir sér ekki af baráttu kvenna
fyrir kosningarétti en hann fengu franskar
konur loks árið 1946, eða þremur árum fyr-
ir útkomu Hins kynsins. Hún sýndi heldur
ekki mikla samkennd með konum - það örl-
aði jafnvel á háði í þeirra garð. Umburðar-
lyndi í garð Jeanne, frænku Beauvoir, var til
dæmis af skornum skammti. Beauvoir þótti
hún „upptekin af því að verða það sem
henni hafði verið kennt að halda að hún ætti
að verða." Jafn erfitt átti hún með að um-
bera konur „bíða þess aðgerðalausar að
karlmaðurinn sem þær eiga ekki skilið birt-
ist.“ Hin frjálsa Simone lifði og hrærðist í
þeirri trú að vandamál mannskepnunnar
væru aðeins einstaklingsbundin. Hitt kynið
varð til fyrir tilviljun. Beauvoir hafði hrifist
mjög af sjálfsævisögu Michel Leiris L'Age
d'homme („Aldur/Öld karlmanns") og vildi
þreyta svipaða þraut. Ástvinur hennar, Sar-
tre, benti henni á að spyrja fyrst hvaða þýð-
ingu það hefði haft fyrir hana að vera kona.
Enga, svaraði Beauvoir; það hefði í sjálfu sér
ekki skipt máli. Sartre þráaðist við og hinn
samviskusami nemandi lokaði sig inni á
franska Landsbókasafninu til að rannsaka
málið. Þar átti ýmislegt eftir að koma flatt
upp á hana. Hún uppgötvar fljótlega að hver
sú kona sem vill draga upp sjálfsmynd sína
verður að byrja á hinni augljósu fullyrðingu:
„Ég er kona“. En karimaður í sömu stöðu
gæti látið kynferði sitt sem vind um eyru
þjóta. Eftir því sem hún les meira breytast
hugmyndir hennar um heiminn. Og út af
bókasafninu kemur hún með verk sem stað-
festir þetta „ekkert" sem hún lagði upp með.
Að vera kona er ekkert, hvorki eðli né örlög.
En fyrir langflestar konur er þetta „ekkert"
allt, og það er einmitt það sem réttlætti 800
síðna doðrant um Hitt kynið.
[Byggt á frásögn Beauvoir sjálfrar, m.a. (La force des
choses l(1963), bls. 135-36.]
(Le deuxiéme sexe), árið 1949, sem
Beauvoir veldur straumhvörfum í femin-
isma.
Beauvoir fékk hin virtu Goncourt verðlaun
árið 1945 fyrir skáldsögu sína Les Mandar-
skáldsögurnar Les Belles images (1966) og
La Femme rompue 1967 undantekning frá
þeirri reglu. Endurminningar hennar þróast
einkum á tvennan hátt: sem fræðilegar rit-
gerðir eins og Hitt kynið og Ellin (La
Líkt og Sartre áleit Beauvoir að rithöfundar ættu að taka afstöðu
í skáldskap sínum. Afstöðubókmenntir er bókmenntastefna sem
Sartre setti fram sem stefnuskrá.
ins og hlaut þar með almenna viðurkenn-
ingu sem skáld og heimspekingur. Ritgerðir
og endurminningar urðu fyrirferðarmeiri í
höfundarverki hennar upp frá því og eru
Vieillesse) og sem endurminningar eða eins
konar sjálfsævisögur en til þeirra teljast
Mémoires d’une jeune fille rangée (1958), La
Force de l'áge (1960), La Force des choses
26
(1963), Une mort trés douce (1964)2 og Tout
compte fait (1972).
Það er einkennandi fyrir skrif Beauvoir
hvað mörk bókmenntategunda eru óljós og
hvernig þau skarast. Hún skrifar líf sitt inn í
heimspeki og heimspeki í líf sitt. Það er á-
berandi í heimspekilegum ritum hennar
hversu mikið hún skírskotar til bókmennta
en það var harla óalgengt í heimspeki á
þeim tíma. Segja má að Beauvoir hleypi í-
mynduninni að í þjóðfélagsfræðinni og þjóð-
félagsfræðinni og heimspekinni inn á svið í-
myndunarinnar eða skáldskaparins. Að
þessu leyti er gjarnan talið að hún hafi haft
áhrif á franskar bókmenntir. Markmið henn-
ar var á einhvern hátt að brúa það bil sem
jafnan er talið skilja að heimspeki og bók-
menntir. Þetta átti hún sameiginlegt með
fleiri tilvistarheimspekingum sem tengdu oft
frumspekilegar hugleiðingar og bókmennta-
lestur eða rýni.
Verk hennar fjalla öll á einhvern hátt um
tilvistarvanda nútímamanna í Ijósi tilvistar-
spekinnar. Tilvistarspekin hafði í meðförum
höfunda eins og Sartre og Beauvoir töluverð
áhrif innan bókmennta. Með örlítilli einföldun
mætti ef til vill segja að viðfang tilvistarspek-
innar og bókmennta sé það sama: tilvistar-
vandi einstaklingsins. En tilvistarspekingar
fjalla um merkingu eða merkingarleysi lífsins
og hvernig einstaklingurinn getur brugðist
við því.
Líkt og Sartre áleit Beauvoir að rithöfund-
ar ættu að taka afstöðu í skáldskap sínum.
Afstöðubókmenntir er bókmenntastefna
sem Sartre setti fram sem stefnuskrá. Um er
að ræða hugmyndafræði sem legguráherslu
á að rithöfundar skuli takast á við samtíma
sinn; þeir séu ekki einungis áhorfendur held-
ur einnig þátttakendur. Þessar hugmyndir
hafa verið afar umdeildar og hefur því verið
haldið fram að Sartre setji pólitík ofar fagur-
fræði í listsköpun. Verk Simone de Beauvoir
falla undir afstöðubókmenntir að því leyti að
hún skrifar alltaf í ákveðinni aðstöðu (situ-
ation). Bækur hennar eiga sér stað í sam-
tíma hennar og taka á vandamálum sem
blasa við. Hún reyndi þannig að hafa áhrif á
vitund samtímamanna sinna. Verk hennar
eru þó langt frá því að vera einhverskonar á-
róðursbókmenntir; lesandanum ber sjálfum
að meta aðstæður og bregðast við þeim.
Hitt kynið er markverð tilraun til að beita
aðferðum tilvistarspekinnar á einstakt við-
fangsefni. Bókin er líka eitt af fáum verkum
tilvistarstefnunnar sem vekur enn þá, 50
árum eftir útgáfu þess, sterk viðbrögð, já-
kvæð eða neikvæð.
1 Jean-Paul Sartre talar sjálfur I fjölda rita um Ijótleika
sinn.
2 Þýðing Bryndísar Schram Hægt andlát var lesin í út-
varpi.