Vera - 01.06.1999, Page 30

Vera - 01.06.1999, Page 30
< Q O _J < ^ q: 00 K LL ^ cn < Q <£ CC. > c cc - < — cc ^ < 2: > Kristín Blöndal er formaður Leikskólaráðs Reykjavíkur og formaður Jafnréttisnefndar borgarinnar. Hún hefur unnið með Kvennalistanum af krafti síðan 1983 og er nú varaborg- arfulltrúi Reykjavíkurlistans. Kristín starfar sem myndlistar- kona en hún er jafnframt menntuð sem leikskólakennari. Hún er fjögurra barna móðir og á eitt ömmubarn. Vera ræddi við Kristínu um störf hennar að borgarmálum og áhugann á kvenréttindum. Kristín lét drauminn um myndlistarnám veröa aö veruleika og var samtíða elsta syni sínum í Myndlista- og handíðaskólanum. Undanfarin ár hefur Kristín helgað sig myndlistinnni meðfram störfum á vegum borgarinnar. Hún hefur verið með vinnu- stofu ásamt annarri myndlistarkonu og seg- ir að sér sé nauðsynlegt að geta horfið að sköpuninni á milli þess sem hún situr nefndafundi eða fundi borgarstjórnar. Hún telur sig heppna að geta sameinað áhuga- mál sín og vinnu en myndlist, börn og kven- réttindi eru efst á lista yfir áhugamálin. Við byrjum á að biðja Kristínu að segja okkur af uppruna sínum. „Ég fæddist í Reykjavík 1946 og bjó í bragga fyrstu tvö árin en fluttist þá í sumar- bústað í Kópavogi þar sem foreldrar mínir komu sér fyrir og stækkuðu síðan, eins og algengt var á þeim árum. Faðir minn hét Haraldur Blöndal og var verkamaður og sjó- maður frá Siglufirði. Móðir mín heitir Sigríð- ur Pétursdóttir Blöndal og er eins mikill Reykvíkingur og hægt er að vera. Við systk- inin erum fimm, tvennir tvíburar og ég, sem 30

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.