Vera - 01.06.1999, Side 32

Vera - 01.06.1999, Side 32
„Reykjavíkurlistinn var skemmtilegt ævintýri og mikilvægt fyrir okkur kvennalistakonur sem alltaf höfðum verið í minnihluta." skóla vann hún í mötuneyti Hvalstöðvarinn- ar í Hvalfirði og kynntist þar manni sínum, Karli Erni Karlssyni, en hann vann í Hval- stöðinni þetta sumar. Þau voru bara 17 ára og trúlofuðu sig skömmu síðar. Kristín fór samt sem au pair til Frakklands í hálft ár en árið sem Kalli varð stúdent giftu þau sig og eignuðust fyrsta barnið, Harald árið 1967. Síðan fór Kalli í Háskólann að læra tann- lækningar og þau eignuðust tvö börn í við- bót - Breka 1971 og Þebu 1972. „Ég vann úti eftir að strákarnir fæddust en eftir að þriðja barnið bættist við tók ég að mér vinnu heima. Ég saumaði fyrir fólk og saumaði líka föt á krakkana, þannig fékk ég útrás fyrir sköpunargleðina á þeim árum. Ég vann líka við að lita Ijósmyndir fyrir Ijós- myndastofur en þá var ekki byrjað að taka litmyndir. Mér finnst ég voðalega gömul þegar ég segi þetta,“ segir Kristín og hlær. Hún þætir við öðru dæmi um hvað tímarn- ir hafa breyst. Það var þegar hún gekk með fyrsta barnið og vann við afgreiðslu í Hljóð- færaverslun Reykjavíkur. Þá var henni sagt upp vinnunni vegna þess að ekki þótti við hæfi að þunguð kona sæist á bak við búð- arborðið. W þessum árum voru Rauðsokkur að byrja starfsemi hér á landi og Kristín segist hafa fylgst með þeim af á- huga en ekki haft tök á að að starfa með þeim. Þau flytjast síðan til Kaupmannahafn- ar þar sem Kalli var við framhaldsnám á ár- unum 1975 til 1978. „Mestu viðbrigðin við að koma til Dan- merkur var hversu auðvelt var að fá leik- skólapláss fyrir öll börnin án þess að spurt væri hvort ég væri að vinna úti eða ekki. Það var algjör frelsun fyrir mig, miðað við þær reddingar sem ég hafði þurft að stunda þau átta ár sem liðin voru frá því Haraldur fædd- ist. Ég gat því ráðið tíma mínum og fór að vinna á leikskóla eða vöggustofu. Ég gerði líka tilraun til að fara í nám, tók inntökupróf í innanhússarkitektúr og komst inn en gafst upp því mér fannst of erfitt að stunda svo stíft nám með þrjú lítil börn og heimili. Eftir að við komum heim fór ég hins vegar í Fóstruskólann haustið 1979. Mérfannst það gott nám og skemmtilegur skóli. Námið hef- ur nýst mér vel þótt ég hafi ekki gert leik- skólakennarastarfið að ævistarfi. Ég vann í Steinahlíð og seinna á foreldrarekna leikskól- anum Ósi.“ Um þetta leyti hóf Kristín afskipti af störf- um kvennahreyfingarinnar. Hún segist hafa fylgst með starfi Kvennaframboðsins og far- ið á fundi á Hótel Vík en ekki tekið fullan þátt þar sem hún var að Ijúka námi, vorið 1982, þegar boðið var fram til borgarstjórnar. 13. mars 1983 var Kvennalistinn svo stofnaður og bauð fram lista viö alþingiskosningar um vorið. Þá var Kristín með og hefur tekið virk- an þátt í starfinu síðan. „Ég tók líka þátt I að stofna Kvennaathvarf- ið, sumarið 1982. Ég var í svokölluðum skipulagshópi sem mótaði hugmyndafræð- ina og var starfskona Kvennaathvarfsins í eitt ár, frá 1984 og þangað til ég eignaðist yngsta soninn, Bjart, 1985. Þegar hann fékk pláss á Ósi fór ég að vinna þar þangað til að ég settist í Myndlista- og handíðaskólann haustið 1988.“ Hvernig stóð á því að þú fórst í myndlistar- nám? „Mig langaði oft í myndlistarnám þegar ég var ung en gaf það alveg frá mér. Þegar ég tók ákvörðun um að fara í Fóstruskólann fannst mér mjög óábyrgt að vera að spá í myndlistarnám, auk þess sem ég hafði þá ekki snert á pensli í langan tíma. Samt blund- aði þetta alltaf í mér. Það var svo þegar Har- aldur sonur minn fór á undirbúningsnám- skeið fyrir Myndlista- og handíðaskólann að hann dró mig með sér. Það var reyndar ekki mjög erfitt fyrir hann og ég hafði mjög gam- an að þessu. Þegar námskeiðinu var lokið sótti hann um að fara í inntökupróf I skólann og hvatti mig til að gera það líka. Við feng- um bæði að fara í inntökuprófið og ég komst inn í skólann en hann ekki! Það var auðvitað svolítið sárt en hann komst inn ári seinna og við vorum saman í skólanum í þrjú ár.“ Kristín segist alveg eiga það syni sínum að þakka að hún tók þetta skref en mynd- listin veitir henni svo mikla ánægju að hún segist ekki skilja hvernig hún hafi getað ver- ið án þess að mála eða teikna í svo mörg ár. Starf Kristínar í Kvennalistanum hefur alltaf verið mikilvægur hluti af lífi hennar. Hún sat í stjórn Húsnæði- stofnunar í eitt ár, en þá var útskiptaregla Kvennalistans svo ströng að hver kona sat aðeins í eitt ár í nefnd og þá tók önnur við. Hún sat líka í íþrótta- og tómstundaráði en þegar hún fór í myndlistarnámið, 1988, dró hún sig í hlé um tíma. „Ég var í þriðja sæti á listanum til borgar- stjórnar 1986. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var í fyrsta sæti, og náði kjöri í borgarstjórn, og Elín G. Ólafsdóttir í öðru sæti. Ákveðið var að Ingibjörg Sólrún drægi sig í hlé eftir tvö ár og Elín tæki við, en þá hafði Ingibjörg Sólrún verið borgarfulltrúi í sex ár, frá 1982. Ég hefði þá átt að verða varaborgarfulltrúi en Hulda Ólafsdóttir tók sætið fyrir mig. ( kosningunum 1990 var ég á listanum, en ekki ofarlega. Ég vildi einbeita mér að nám- inu og fann meðan á því stóð að ég vildi leggja myndlistina fyrir mig. Þá ákvörðun tók ég þegar ég fór í tvo mánuði sem skiptinemi á listaakademíuna í Osló, í byrjun árs 1991. Það var í fyrsta skipti á ævinni sem ég bjó ein! Reyndar bjó ég í kommúnu með öðrum nemendum, mikið yngra fólki en ég, en var samt alveg á eigin vegum. Þetta var mikil reynsla, ekki bara það að fara burt frá fjöl- skyldunni heldur reyndi á mig sem myndlist- arkonu. Ég fékk vinnustofu og þurfti sjálf að ná athygli prófessoranna, ólíkt því sem var í MHI þar sem kennararnir fylgjast með nem- endum. Ég hefði sem sé getað verið þarna í tvo mánuði án þess að nokkur skipti sér af mér, en það vildi ég ekki. Ég var hörð á því að fá leiðbeiningu og hafði mig í frammi." Eftir að Kristín lauk námi hefur hún haldið sjö einkasýningar og hefur kennt við Mynd- listaskóla Garðabæjar frá 1994. Á þessum tíma segist hún líka hafa gert það upp við sig að hún gæti ekki verið án þess að sinna pólitíkinni. Þegar hún hafði lokið myndlistar- náminu, ,1992, var hún beðin að setjast í stjórn Dagvistar barna og þegar kom að undirbúningi framboðs Reykjavikurlistans til 32

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.