Vera - 01.06.1999, Side 36

Vera - 01.06.1999, Side 36
hefur mikið velt fyrir sér úrræðum og í vet- ur var komið á aðfararnámi f leikskólaskor- ina, í samstarfi við KHÍ. Námið er ætlað starfsfólki á leikskólum sem hefur lokið 100 stunda námi á vegum Sóknar og í vetur stunduðu 30 starfsmenn þetta nám, að hluta til meðfram starfi á leikskólunum. Mér þykir ánægjulegt að fulltrúaráð Félags ís- lenskra leikskólakennara skyldi í vor sam- þykkja ályktun um að unnið skuli að því að bjóða reyndum starfsmönnum möguleika á framhaldsnámi í faginu.“ Þegar rætt er um starfsemi leikskóla berst talið fljótt að launamálunum. Kristín bendir á að launum kvenna hafi verið haldið niðri árum saman, því þurfi meiriháttar átak til að koma þeim málum í lag. „Ég vil kalla þetta fortíðarvanda," segir hún. „Með launafrystingu þessara stétta á sínum tíma var góðærið búið til og um leið er talað um að ekki megi hreyfa við lægstu laununum því þá muni undirstöður góðæris- ins bresta. Laun leikskólakennara hjá Reykjavíkurborg eru ákvörðuð í almennum kjarasamningum sem eru í gildi um allt land fram á árið 2000.“ Sér Reykjavíkurborg ekki möguleika á viðbótargreiðslum ofan á þá kjarasamninga, eins og samið hefur verið um í mörgum sveitarfélögum? „Við höfum ekki eins mikið svigrúm og sveitarfélög sem reka nokkra leikskóla. í Reykjavík eru 70 leikskólar og starfsmenn um 1700. Ef laun eru hækkuð hjá einni stétt borgarinnar kemur öll skriðan á eftir og því er svigrúmið ekki mikið. Eins er erfitt fyrir okkur að hreyfa við samningum innan leik- skólanna, því þá riðlast bilið á milli launa- flokka. Þó er reynt að koma til móts við leik- skólakennara vegna viðbótarverkefna. Það hefur t.d. verið gífurlegt álag á þá vegna erf- iðs starfsmannahalds sem tengist atvinnu- ástandinu í þjóðfélaginu. Þegar nóga atvinnu er að fá er mikil hreyfing á almennu starfs- fólki á leikskólum og hefur þar verið um að ræða 300 til 400 manns. Leikskólakennar- arnir hafa hins vegar verið mjög stöðugir í starfi, og það sama má segja um stóran hóp leiðbeinenda sem hefur unnið árum saman á leikskólum og er mjög gott starfsfólk. Skipt- ingin er þannig að um 40% eru leikskóla- kennarar og 60% leikskólaleiðbeinendur. Hlutfall leikskólakennara hefur ekki minnkað þessi ár þó að bætt hafi verið við svo mörg- um plássum sem raun ber vitni. En þetta er togstreitan sem við stöndum frammi fyrir - að byggja fleiri leikskóla til að uppfylla þarfir foreldranna en hafa ekki nógu margt fagfólk til að vinna í þeim.“ Annað stóra verkefni Kristínar er for- mennska ( Jafnréttisnefnd Reykja- víkur. Hún tók við því starfi eftir kosningar 1998 og segir það vera drauma- verkefni sem tengist áhugasviði sínu. Hún segir meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur sýna áhuga sinn á jafnréttismálum í verki, m.a. með því að samþykkja jafnréttisáætlun og marka þá stefnu að fjölga konum í stjórn- unarstöðum. „Við höfum frábæra konu sem starfmann nefndarinnar - Hildi Jónsdóttur," segir Krist- ín. „Allt sem við kemur jafnrétti og jafnri stöðu kynjanna heyrir undir nefndina og henni berast margs konar erindi því viðvíkj- andi. Nefndin hefur einnig frumkvæði að mörgum verkefnum, eitt af því er að öllum stofnunum þorgarinnar er gert að þúa til jafnréttisáætlanir og er því fylgt eftir að þeim sé skilað inn og árangurinn metinn. Bara þetta verður til þess að mikil umræða hefur skapast um jafnréttismál innan borgarkerfis- ins. Margir stjórnendur stofnana hafa talið að allt hafi verið í lagi hjá þeim en síðan hef- ur annað komið í Ijós þegar nánar er að gætt. Stærsta verkefni á síðasta kjörtímabili, þegar Steinunn V. Óskarsdóttir var formað- ur, var sam-evrópskt verkefni um fæðingar- orlof feðra en um niðurstöðu þess hefur verið búin til sjónvarpsmynd og skrifuð greinargerð af Þorgerði Einarsdóttur félags- fræðingi. Þetta verkefni hefur sannfært mig um að það sé eitt brýnasta jafnréttisverk- efnið nú um stundir að feður fari inn á heim- ilin, axli ábyrgð og fái skilning á þeim störf- um sem þar eru unnin, auk þess að mynda tengsl við börn sín. Það skiptir líka miklu fyrir stöðu kvenna á vinnumarkaði að at- vinnurekendur upplifi að það séu ekki ein- ungis konur sem fari í fæðingarorlof, heldur líka karlar." Kristín segir að þetta verkefni hafi vakið mikla eftirtekt í jafnréttisheiminum í Evrópu og í framhaldi af því hafi verið leitað eftir samstarfi við Jafnréttisnefnd Reykajvíkur vegna annarra verkefna, t.d. um samþætt- ingu eða mainstreaming. Nefndin er svo byrjuð í samstarfi við þýskar og spænskar konur um að efla konur í stjórnmálum en þar er verið að fást við margt af því sem fram kemur í bókinni Gegnum glerþakið sem Kvenréttindafélagið gaf út nýlega. „Það virðist ekki nóg að koma konum að á þingum og í sveitarstjórnum því þessi heimur hentar mörgum konum illa og þær hætta. Það þarf því að breyta stjórnmála- heiminum og laga hann að þörfum kvenna. Við höfum hitt konurnar og unnið í vinnu- hópum með þeim á Spáni og í Þýskalandi og þær munu koma hingað. Við buðum konum í Nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum að taka þátt í þessu með okk- ur og ætlum að ná sambandi við konur í sveitarstjórnum á landsbyggðinni.“ Að lokum nefnir Kristín verkefni sem er henni mjög hugleikið en það tengist jafn- réttisstarfi með börnum. Fulltrúi Rotaryklúbbs kom að máli við hana og bauð að gefa 40 til 50 tölvur á leikskólana sem fyrirtæki voru að losa sig við, en þar er oft um að ræða aðeins 2 til 3 ára gamlar tölvur. í stað þess að skella tölvunum inn á leikskólana og láta strákana fara að leika sér, ákvað hún að búa til úr þessu jafnréttis- verkefni og skipaði ráðgjafahóp. Tilgangur- inn er að athuga hvort hægt sé að efla áhuga stúlkna á tölvum ef þær fá að spreyta sig á verðugri verkefnum í tölvunum heldur en leikjum sem oft á tíðum eru ofbeldisfullir. „Tölvuheimurinn er karlaheimur. Karl- menn búa til tölvuleikina og þeir höfða frek- ar til drengja en stúlkna. Að ná jafnvægi á þessu sviði getur orðið eitt af stærstu jafn- réttismálum framtíðarinnar. Það verður að kenna börnum að nota tölvur á jákvæðan og uppbyggjandi hátt, í stað þess að þar séu bara stríðsleikir sem strákarnir hafa gaman af,“ sagði Kristín að lokum. EÞ Gleðilegt sumar og takk fyrir að kaupa Veru! Þau leiðu mistök áttu sér stað við útprentun síðustu gíróseðla að villa læddist inn í tölvurákina. Þar stendur að bankanúmer sé 515, en þar átti að standa 513. Var send út tilkynning til gjaldkera bankanna en hún virðist hafa skilað sér misvel. Ef þú, greiðandi góður, hefur lent í vandræðum vegna þessa biðjumst við velvirðingar. Til að sleppa við vanskilagjöld og dráttarvexti er hægt að greiða seðilinn í pósthúsi. Hægt er að fá endurgreidda dráttarvexti hjá okkur, síminn er 552-2188, opið 9-13, faxið er 552-7560 og netfangið er: vera@wortex.is Ódýrari og handhægari kostur er að greiða áskriftina með greiðslukorti. Hvernig væri það? VERA FLUTT í HLAÐVARPANN Þann 1. júli flutti Vera í Hlaðvarpann, Vesturgötu 3. Nú er ætlunin að efla kvenna- starfsemi í Hlaðvarpanum og er flutningur Veru þangað liður í því. Áskrifendur eru velkomnir í heimsókn og við minnum á bókasafn um kvenfrelsismál sem Vera á, en bækurnar eru til útláns, endurgjaldslaust.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.