Vera - 01.06.1999, Side 41

Vera - 01.06.1999, Side 41
Fö©C»dm eina atvinnan Dyrabjallan hringir stöðugt þegar ég ræði við Þórunni í símann. „Ætlar þú ekki að fara til dyra?“ spyr ég. „Nei, þetta er leigusali minn og hann hefur legið á bjöllunni síðustu tvo tíma. Ég þori ekki að opna fyrir honum því hann hefur áreitt mig kynferðislega. Samt neyðist ég til að vera hérna því ástandið á leigumark- aðnum er svo slæmt. Áður en ég flutti hingað var ég á flakki á milli ættingja og vina í mánuð. Ég ætla ekki að lenda í því aftur." órunn Þorleifsdóttir er 22 ára og býr í leiguíbúð í Grafarvogi. Hún er ein- stæð móðir tveggja barna. Við mæltum okkur mót nokkrum dögum eftir símtalið. Það var létt yfir henni enda hafði leigusalinn ekki sést um hríð. Við snerum okkur að umræðuefninu. Þórunn er ein af þeim fjölmörgu konum sem hafa flutt utan af landi til Reykjavíkur. Um tveggja ára skeið bjó hún á Bolungarvík og vann þar í fiski. Hún fluttist þangað árið 1996 þegar ástand- ið á atvinnumarkaðinum í Reykjavík var mjög slæmt. Hún var búin að fá nóg af því að taka þrjá strætisvagna í og úr vinnu. launin virtust heldur ekki duga til að fram- fleyta sér og barni. Hún vildi einfalda lífið og bæta fjárhaginn. „Ég komst fljótlega að því að lífið var ekk- ert einfaldara út á landi. Og fjárhagurinn batnaði ekki. Ég fékk vinnu í fiski en upp- götvaði fljótt að það átti ekki við mig. En það var ekkert annað að hafa. Svo varð ég ófrísk að yngri syni mínum og þá varð allt erfiðara. I vinnunni var ekki tekið tillit til þess að ég vaeri þunguð og með slæma grindargliðnun. Eg varð því að vinna nær alla meðgönguna, sem var mjög erfitt. Að lokum gat ég varla gengið og var um tíma í hjólastól eftir fæð- inguna. Ég flutti svo til Reykjavíkur þegar yngri strákurinn var á fyrsta ári. Ég vildi ekki vinna í fiski allt mitt líf. Draumurinn var að vinna við skrifstofustörf." Var vinnan aðalástæða þess að þú fluttir til Reykjavikur? „Já, því ef maður hefur ekki áhuga á að vinna í fiski þá er ekkert annað að hafa fyrir vestan. Önnur ástæða var félagslífið'en það er þetra og skemmtilegra í Reykjavík. Fyrir vestan fann ég oft fyrir óþægilegri vorkunn hjá fólki. Fyrst yfir því að vera ein með barn, svo yfir því að vera ein með tvö börn. Kjafta- gangurinn er svo mikill í litlum plássum. Bol- ungarvik er samt ágætis staður og ég kynnt- ist góðu fólki.“ Hvernig gengur lífið i Reykjavik? „Ég fékk fljótlega íbúð [ Breiðholti og dag- vistun fyrir strákana stutt frá. Síðan fékk ég vinnu í Nóatúni en vinnutíminn var mjög óhentugur, eða frá kl. eitt til sjö en ég var bara með pössun til klukkan fimm. Ég bað um að fá að vinna á öðrum vöktum en það var enginn sveigjanleiki. Þetta gekk alls ekki og að lokum varð ég að segja upp og varð atvinnulaus. Fyrir tilviljun frétti ég um nám- Þórunn Þorleifsdóttir segir að lífið sé ekki einfaldara úti á landi. skeið fyrir ungt atvinulaust fólk í Hinu Hús- inu. í kjölfarið fór ég í fimm mánaða starfs- þjálfun við skrifstofustörf hjá ÍTR. Þar fékk ég tækifæri til að fara á tölvunámskeið og tel mig núna hafa meiri atvinnumöguleika. Starfsþjálfuninni lauk í maí sl. og ég hef sótt um nokkur skrifstofustörf. Það hefur ekkert komið út úr því ennþá. Núna vinn ég sem barþjónn á Nelly’s. Þetta er hlutastarf og hentar illa að mörgu leyti því ég verð alltaf að „redda“ mér pössun. „Ég er bjartsýn og vona að ég fái drauma- vinnuna við skrifstofustörf. Ég hlýt að geta þetta eins og aðrir. Stákarnir eru báðir komnir með leikskólapláss og það einfaldar margt. Félagslega séð líður mér miklu betur hér í Reykjavík. Stærsta áhyggjuefnið er húsnæðismálin. Ég get ekki búið við það að hafa leigusalann á bjöllunni alla daga og nætur..“ RH Hvert er framhaldið? 41

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.