Vera - 01.06.1999, Page 42

Vera - 01.06.1999, Page 42
Flutt fjórum ©oMam á þremur árum Guðmunda J. Pétursdóttir flutti til Reykjavíkur frá Kópaskeri í september 1996 með tvö börn. Hún hef- ur verið í ótryggu leiguhúsnæði síðan þá og tvisvar þurft að koma búslóðinni í geymslu meðan hún leit- aði að annarri íbúð. Fjölskyldan hefur búið í þremur íbúðum sem allar voru seldar áður en leigutíminn náði ári. í lok maí, eftir að hafa misst þriðju íbúðina, ákvað Guðmunda að leita eftir húsnæði sem ekki væri til sölu. Þar sem fyrsta íbúðin var í Seljahverfi hafa börnin verið þar í skóla frá upphafi og því ákvað hún að leita í því hverfi. Skömmu áður en íbúðin skyldi tæmd og dótinu komið í geymslu, kom hún auga á tómlega glugga í húsi í hverfinu. Hún bank- aði upp á, sagði húseigendum raunir sínar og eftir smá umhugsun ákváðu hjónin að leigja henni íbúð- ina. Guðmunda með páfagaukinn sem er orðinn hvekktur á flutningum. „Ef blessuð- um fuglinum líður svona af flakkinu, hvernig komast þá mannssálirnar í gegnum þetta?“ spyr hun. W g er ánægð með að hafa fengið aft- ur íbúð í Seljahverfi. Það var mikið mál fyrir börnin mín að koma úr sveitaskóla í skóla með mörghundruð nemendum. Strákurinn átti sérstaklega erfitt í skólanum fram á annan veturinn en kennarinn hans, Helga Brynleifsdóttir, tók einstaklega vel á málinu og í dag er hann sæll og glaður með skólann sinn og bekk- inn. Ég var alltaf ákveðin í að þvæla börn- unum ekki á milli skóla, þó við flyttum milli hverfa. Það hefur oft verið erfitt því þau einangruðust félagslega þar sem skólafé- lagarnir voru ekki í því hverfi sem við bjuggum í. Fljótlega eftir að við fluttum sótti ég um félagslega kaupíbúð í Selja- hverfi og er enn að þrjóskast við að bíða eftir tæp þrjú ár. Það lítur bara út fyrir að flestir sem komast í hverfið sitji sem fast- ast, því ekki losna íbúðir. Ég má kannski bfða þangað til ég kemst í Seljahlíð, íbúðir fyrir aldraða," segir Guðmunda og brosir út í annað. Guðmunda er fimm barna móðir. Elsta dóttir hennar er að verða 21 árs, gift í Reykjavík og á eitt barn. Hin börnin fjögur átti hún með manni sínum og segist hafa notið þess að búa á Kópaskeri með lítil börn. Þau hjón voru að flytja til Akureyrar þegar kom til hjónaskilnaðar en þá voru börnin 11, 10, 9 og 7 ára. „Við töldum að á Akureyri væru fjölbreytt- ari atvinnumöguleikar fyrir okkur og betri skólar fyrir börnin, en yngsti sonur okkar þurfti á sérkennslu að halda,“ segir hún. „Við áttum ekki lengur húsnæðí á Kópaskeri og bjuggum hjá tengdaföður mínum. Hann átti líka íbúð á Akureyri og ég var komin þangað þegar við ákváðum að skilja. Þá var gert ráð fyrir að ég tæki þrjú yngstu börnin en ég gat bara ekki hugsað mér að búa í íbúð tengda- föður míns þegar svona var komið. Ég ákvað því í snarhasti að flytja suður en sé auðvitað núna að það var fljótfærnisleg ákvörðun þar sem ég hafði ekki öruggt húsnæði. Yngsti sonurinn fór til pabba síns og það átti að vera tímabundið en því miður hef ég ekki getað tekið hann aftur því við höfum talið það of mikið álag fyrir hann að koma í óör- yggið sem ég hef búið við. Hann er þó hjá mér í öllum fríum og um hátíðar." Þegar Guðmunda veltir nánar fyrir sér KitchenAid Draumavél heimilanna! 5 gerðir Margir litir Fæst um land allt. 60 nrn frnbær rei/tisln. Borgartúni Einar Farestveit&Co.hf. 28 tt 662 2901 og 562 2900 42

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.