Vera - 01.06.1999, Síða 44

Vera - 01.06.1999, Síða 44
ástæðum þessarar upplausnar fjölskyldunn- ar segir hún að efnahagsþrengingar hafi átt þar stóran hlut að máli. „Við vorum á hausn- um og því má segja að þetta hafi verið fjöl- skylduleg uppgjöf," segir hún. „Við sáum enga framtíð í að eignast neitt þarna. Við höfðum átt 150 fm einbýlishús en seldum það og keyptum gamalt hús. Húsið seldist á tæpar fimm milljónir, eða bara fyrir áhvílandi, leyfilegum skuldum, og gamla húsið kostaði þrjár milljónir. Við gerðum það upp fyrir eina milljón og seldum svo á fjórar. Þannig slupp- um við á sléttu en vorum eignalaus eftir 12 ára hjónaband og húsnæðisbasl.“ Grafiö undan tilverugrundvelli fjölskyldunnar Guðmunda segist hafa fengið þau skilaboð frá samfélaginu að hún væri fífl að hafa eign- ast fjögur börn á tæpum fimm árum. Henni finnst að smátt og smátt hafi verið grafið undan tilverugrundvelli fjölskyldunnar þang- að til þau gáfust upp. Hún vann ekki úti á meðan börnin voru lítil og maður hennar vann bara dagvinnu til að geta verið meira heima. Hann er smiður og fór á grásleppu- vertíð á vorin. „Það var mottó hjá okkur að vinna bara eins og nauðsynlegt var, í stað þess að hann ynni allan sólarhringinn eins og menn með svona stórar fjölskyldur þurfa að gera,“ seg- ir hún. „Eftir að yngsti sonurinn komst á leikskóla, 4 ára, vann ég á leikskólanum og á haustin fór ég í sláturhúsið. Ég hafði lengi unnið við þrif í rækjuverksmiðjunni og síð- asta árið tók ég líka vaktir þar. Þá fór ég í vinnu þegar hann kom heim, klukkan fimm á daginn, og vann til klukkan eitt og tvö á nótt- unni og allar helgar. Við vorum að reyna að losna úr skuldum til að geta flutt burtu en tókst það ekki. Þegar samanlagðar tekjur okkar voru komnar yfir 200.000 krónur lent- um við í jaðarsköttum sem fara að virka af fullum þunga eftir 120.000 krónur. Við héld- um því aðeins eftir um tveimur krónum af hverjum tíu sem við öfluðum. Ég lét reikna það út fyrir mig að ef við hefðum skilið á pappírunum, eins og marg- ir gerðu á þessum árum, hefði ég fengið 600 -700 þúsund krónur á ári sem einstæð móð- ir með fjögur lítil börn og svona lágar tekjur, burtséð frá meðlögum. Eins er með fæðing- arorlof. Heimavinnandi húsmæður fá aðeins fjórðung þess sem hinar fá. Ég fékk 11.000 krónur á mánuði í fæðingarorlof þegar þær sem höfðu full réttindi á vinnumarkaði fengu yfir 40.000 krónur. Með þessu er hið opin- bera að segja: Börnin þín skipta minna máli en börn kvenna sem hafa unnið úti. Samt sparaði ég samfélaginu peninga með því að hafa börnin mín heima en ekki á leikskóla." Guðmunda segist vera meðvitaðri um óréttlætið vegna samanburðar við Dan- mörku þar sem þau bjuggu í eitt ár þegar maður henna stundaði framhaldsnám í tré- tækni en hann er lærður húsgagnasmiður. Þau áttu þá tvö lítil börn og von á því þriðja. „Danmörk er ólíkt barnvænlegra samfélag en ísland,“ segir hún. „Þar þykir aðstoð við fólk vegna barna svo sjálfsögð að við urð- um hissa. Þegar skólinn var búinn ákváðum við að dveljast í landinu ( mánuð þangað til ég eignaðist barnið. Þegar við tilkynntum á bæjarskrifstofunni að við værum að flytja heim, vorum við spurð hvernig við ætluðum að lifa þennan mánuð. Við sögðumst fá námslán áfram en þá var okkur sagt að við ættum að fá laun frá bænum þennan tíma þar sem við værum að bíða eftir að barnið fæddist og gætum hvorki flutt né fengið okkur vinnu. Svo var okkur bent á að tala við félagsráðgjafa sem sagði að okkur hlyti að vanta föt á nýfædda barnið. Ég sagðist eiga nóg af fötum af hinum börnunum en það þótti ómögulegt. Nýja barnið yrði að fá eigin föt. Við stóðum því uppi með tvær ávísanir frá hinu opinbera og áttum erfitt með að taka við þeim. Á íslandi er talið aumingjaskapur að þiggja styrki en þarna var litið á þetta sem eðlileg réttindi." Hrakningar á leigumarkaði Eins og áður segir hefur Guðmunda kynnst því hversu erfitt getur reynst að komast í ör- uggt húsnæði í Reykjavík. Fyrsta íbúðin kostaði 55.000 á mánuði. Hún fékk atvinnu- leysisbætur fyrstu mánuðina en fékk síðan vinnu sem aðstoðarmaður sjúkraþjálfara á Landspítalanum. „Ég fékk ekki meðlög með börnunum, því pabbi þeirra var með tvö börn og ég tvö. At- vinnuleysisbæturnar voru 55.000 krónur, eða það sama og húsaleigan, og ég fékk 10.000 krónur í húsaleigubætur. Þá fór ég til félagsráðgjafa og bað um aðstoð. Mér var sagt að ég hefði ekki rétt á aðstoð og það væri mitt vandamál að hafa leigt svona dýra íbúð. Eftir þrýsting á félagsráðgjafann fékk ég 15.000 króna meðlagsstyrk í nokkra mánuði. Þær bætur voru svo skattlagðar árið eftir og felldar niður þegar ég byrjaði að vinna, því launin þóttu of há - 72.000 krónur á mánuði!“ Vorið 1997 fékk Guðmunda svar frá fé- lagslega íbúðakerfinu þess efnis að hún fengi íbúð í Seljahverfi í síðasta lagi seinasta ársfjórðung 1998. Enn er þó ekki komið að því. Biðlistinn er miðaður við kerfið eins og það var, enda á Guðmunda enga möguleika á að eignast íbúð í nýja íbúðalánakerfinu. „Haustið 1997 varð ég að taka á leigu íbúð í Hólahverfi og því fylgdi að ég varð að eignast bíl til að geta keyrt börnin í skólann á morgnana. Næsta vor missti ég þá íbúð og tók á leigu tveggja herbergja íbúð í næsta nágrenni. Það var algjört bráða- birgðaúrræði því ég taldi að félagslega kauþíbúðin væri á næsta leiti. En í febrúar gafst dóttir mín upp og flutti norður til pabba síns. Staðan er því sú að hann er með þrjú börn og ég eitt. Ég finn oft fyrir því að fólki finnist ég léleg móðir að vera í þess- ari stöðu og þá eru konur oftar dómharðari en karlar. Ég lít hins vegar svo á að karl- menn séu ekki síður færir um að annast börn sín heldur en konur og veit að börnun- um mínum líður mjög vel hjá pabba sínum og afa, sem býr á heimilinu og annast um þau. Ég hef kannað möguleika á leiguíbúð hjá borginni en til að eiga rétt á slíkri íbúð þarf fólk að hafa búið í Reykjavík í þrjú ár. Mér var sagt að mörg hundruð manns væru á biðlista og það þýddi ekkert fyrir mig að sækja um. Það sjá allir að það er nánast úti- lokað fyrir manneskju með mínar tekjur að vera á almennum leigumarkaði enda hef ég velt á undan mér lánum til framfærslu og sér ekki fyrir endann á því. Það myndi strax muna miklu ef húsaleigubætur væru skatt- frjálsar, að ég tali ekki um ef félagslega hús- næðiskerfið tæki tillit til raunverulegra að- stæðna fólks.“ Eftir fjölskylduráðgjöf hjá sálfræðingi fékk Guðmunda staðfest að börnin hennar þyldu ekki að skipta um skóla. Hún fékk því sam- þykkta flýtimeðferð í félagslega íbúðakerf- inu en var synjað um að vera sett ( for- gangshóp. „Ég hef gengið fyrir háttsetta menn í Húsnæðisnefnd Reykjavíkur og var sagt að forgangsmeðferð fengi aðeins fólk sem væri mun verr statt en ég, t.d. konur sem byggju við áfengisvanda eða ofbeldi. Ég spurði þá hvort ég ætti að kaupa mér kassa af vodka, detta í það, hringja svo inn á Vog og biðja um hjálp og láta aðeins dangla í mig í leiðinni. „Myndi ég þá komast í forgangshóp?“ spurði ég og maðurinn svaraði: „Já, þú getur orðað það svo.“ Af því að ég hef reynt að standa mig og frekar tekið lán en að gefast upp, er ég ekki talin nógu illa stödd. Ég þarf sem sé að vera al- gjörlega hrunin saman og börnin öll farin frá mér. En þannig er ég einfaldlega ekki. Ég bogna kannski en ég neita og skal aldrei brotna. Ég hef margbeðið þá um að segja mér í það minnsta hvenær ég geti átt von á að fá úthlutað íbúð en það er ekki hægt. Það er óvissan og sú vanvirðing sem mað- ur rekur sig á gagnvart stöðu sinni hjá Hús- næðisnefnd Reykjavíkur sem er erfiðast að þola.“ Draumurinn um nám Eftir þessa lýsingu gæti fólk spurt af hverju Guðmunda flytur bara ekki út á land aftur. Hún segi$t auðvitað hafa hugleitt það en draumurinn um að læra meira hefur búið í henni. Ef hún flytti aftur út á land fyndist henni hún standa á byrjunarreit. „Mér finnst Reykjavík bjóða upp á ýmsa þroskamöguleika sem mig langar að nýta 44

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.