Vera - 01.06.1999, Síða 47

Vera - 01.06.1999, Síða 47
„Ég var hjá þjóðflokknum Baríba í Sekogúrú í norðvesturhluta landsins, segir Maríne Sekogúrú er þorp umkringt mörgum öðrum litlum þorpum og búðum sem tilheyra því. Því er skipt niður í þó nokkur hverfi eftir ætt- um sem íbúar þeirra tilheyra: ætt járnsmiða, vefara, slátrara, o.s.frv. Hver ætt myndar eina stóra fjöskyldu sem býr í „fjölskyldu- þorpum'1. í þeim eru lokaðar kofaþyrpingar í kringum húsagarð þar sem hver fjölskylda býr, þ.e. fjölskyldufaðir ásamt konu eða konum sínum og börnum, og oft er líka móðir hans, móðursystir, frændi, o.s.frv. Auk hefðbundins starfs stunda allir í Sekogúrú akuryrkju. Þeir rækta hirsi, mais, manjok, sætuhnúðurt (igname), dúrru og mikla bómull sem er keypt af ríkinu." Maríne segir að í Benín séu um 50 þjóð- flokkar sem tali jafnmörg ólík tungumál og eru líka gjörólíkir hvað snertir menningu og erfðavenjur. Sumar þjóðir stunda umskurð á drengjum og stúlkum, aðrar ekki. „Baríba- þjóðin er næststærsti þjóðflokkur Beníns, um 8% íbúanna, og býr aðallega í norð- austri og norðri. Hún skiptist í þrjár stéttir: eignastétt, sem hefur stjórnmálavald, frjálsa stétt, sem á landið og hefur trúarvald, og stétt sem er sér á parti og á erfitt með að sameinast öðrum stéttum þjóðarinnar, það eru niðjar þræla Baríba. í hverri stétt eru margir ættbálkar sem þekkja má í sundur af örum í andliti þeirra. Þau eru gerð við fæðingu, með rakvélablaði, af gömlum konum úr þorpinu sem halda við fornum venjum. Þær eru oft líka Ijósmæður og annast umskurð. Baríba þjóðin er aðallega andatrúar. Smá- hluti hennar er múhameðstrúar þar sem hér- aðið var unnið í nafni þeirrar trúar á 16. öld en trúin hefur aldrei átt mikil ítök. Síðan er lítill hluti kristinn en trúboðsprestar, aðallega kaþólskir en einnig nokkrir mótmælendur, hafa sest þar að síðustu 50 árin.“ Konur lifa erfiðu lífi í þessu samfélagi að sögn Maríne. Þær fara á fætur um klukkan sex á morgnana, á undan öllum öðrum, til að matreiða morgunmat. Síðan fara aðrir í fjölskyldunni á fætur og Þau borða saman. Að loknum morgunmat heldur eiginmaðurinn til vinnu sinnar út á akur. Á sumum tímum ársins fara konan og börnin líka þangað. Annars sér konan um heimilið, sópar, þvær þvott og útbýr mat handa stórri fjölskyldu. Uppistaðan í máltíð- um er venjulega mauk úr kornum eða sætu- hnúðurt sem eru mulin með mortéli. „Fyrir vikið eru konur mjög vöðvastæltar af úti- og „inni“vinnu,“ segir hún. „Þær eignast líka oft barn mjög ungar og bera það á bakinu allan daginn og hafa á brjósti. Stundum fær kon- an hjálp hjá konum í næsta fjölskylduþorpi °g hún hjálpar þeim í staðinn þegar tækifæri gefst. Dætur hennar byrja að taka þátt I heimilisstörfum um 8 ára aldur. Konan fer allra sinna ferða í þorpinu, oft- Maríne Piéjus ásamt Baríba fólki sem hún dvaldist hjá við mannfræðirannsóknir. Konur í Sekogúrú ganga oft 10 km leið með körfur fullar af vörum á höfðinu, berfættar á malarvegum í 40 stiga hita. ast þeirra erinda að heimsækja nágrannakonur sínar. Markaðurinn er þýðingarmikill mótstaður og það er mark- aður ( hverju þorpi, venjulega fjórða til fimmta hvern dag. Konurnar fara þangað til að selja eða skiptast á vörum, nokkrum hænum eða grænmeti. Þær konur sem hafa upp á meiri varning að bjóða eru venjulega konur opinberra starfsmanna, t.d. þeirra sem þurfa ekki að vinna á ökrum. Þær selja perlur, vestrænar vörur og leirker og körfur sem eru framleiddar á staðnum. Þegar markaðurinn er í Kúande, næsta bæ, ganga konurnar í Sekogúrú 10 km leið með körfur sínar á höfðinu, fullar af vörum, oft berfættar á malarvegum og í 40 gráðu hita. Það eru engir bílar í Sekogúrú, aðeins nokkrar skellinöðrur og nokkur hjól.“ 47

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.