Vera - 01.06.1999, Qupperneq 48
Hvað geturðu sagt okkur um hjónabönd
Baríba?
„Því hefðbundnara sem þjóðfélagið er, því
fyrr gengur fólk í hjónaband. Stúlkur eru lof-
aðar í bernsku og giftar þegar þær verða
kynþroska, eða á næstu þremur árum þar á
eftir. Hjónaband hefur mikla þjóðfélagslega
þýðingu, það þýðir sameiningu tveggja fjöl-
skyldna, því venjulega koma hjónin úr sömu
þjóðfélagsstétt. En tímarnir eru farnir að
breytast og þjóðfélagið þróast hratt. Ungt
fólk fer í lengra nám, fjær þorpi sínu og hitt-
ir annað fólk og aðra þjóðflokka."
Maríne segir að þegar hjónaband sé
ákveðið, byrji fjölskyldurnar á því að fara til
spámanns; spádómur hans segir til um það
hvernig giftingin eigi að ganga fyrir sig.
Brúðkaup eru venjulega haldin á laugardegi
eða sunnudegi. Á laugardegi fara allir ætt-
ingjar og boðsgestir heim til brúðgumans
þar sem er soðinn mikill grautur úr hirsi og
einnig er mulin sætuhnúðurt og haft hænu-
kjöt. Þessum réttum er skolað niður með
bjór úr gerjuðu hirsi, sem er hefðbundinn
áfengur drykkur, og pálmavíni.
„Þegar brúðkaup stendur til fer brúðurin
alltaf til brúðgumans, hún fer „brúðarferð" úr
húsi foreldra sinna til eiginmanns síns. Um
kvöldið fara allir gestir heim til hennar, en
hún hefur verið heima allan þennan dag.
Sýndarsamningar eiga sér stað á milli fjöl-
skyldnanna. Vinir brúðgumans ná konunni,
henni að „óvörum", og fara með hana til
manns síns. Á leiðinni er stansað við vega-
mót og þar fer hin eiginlega athöfn fram.
Fjögur strik eru dregin á jörðina með ösku.
Þau eiga að tákna þau vegamót sem brúð-
urin er stödd á i lífi sínu. Egg er sett í miðju,
einn kaurakuðungur (kuðungur sem var
lengi notaður sem mynt þegar Afríka og Ind-
land urðu nýlendur) er settur sitt hvoru meg-
in við eggið. Fjölskyldurnar stilla sér upp sitt
hvoru megin eggsins. Öldungur úr annarri
fjölskyldunni er kallaður til, hann fer með
bænir og blessunarorð á forn-baríbatungu.
Síðan er eggið skorið í tvennt og gömul
kona, þekkt fyrir að hafa verið góð eigin-
kona, er fengin til að lyfta brúðinni á bak sér
eins og móðir ber barn sitt, stígur síðan
þrisvar yfir skorið eggið og færir hana
tengdafjölskyldu sinni. Þá er komið að hefð-
bundnu baði og samkvæmt venjunni er
brúðurin klædd í hvítan serk og bundinn á
hana höfuðklútur. Hún er leidd til brúðarkofa
með vinkonum sínum sem fylgja henni
syngjandi.
Á sunnudegi eru ýmsar athafnir og fjöl-
skyldurnar heilsa hvor annarri. Um kvöldið
er dansað. Venjulega koma hljómsveitir sem
spila hefðbundna tónlist en stundum er leik-
in tónlist af segulbandstæki, eftir að raf-
magn kom til sögunnar."
Eru skilnaðir til? Nú hafa hjónin ekki valið
hvort annað...
„Skilnaður er hugsanlegur möguleiki hjá Baríbum en for-
eldrar, jafnvel þorpshöfðinginn og bæjarfélagið, gera allt til
að koma í veg fyrir hann. Og hjónin halda vissum tengsl-
- um þó að þau skilji, t.d. ef karlinn deyr, þó að það sé miklu
seinna, á konan að virða sorgartímabil og það er eins ef
konan deyr. Við skilnað verða börnin eftir hjá föður sínum,
mæður eiga ekkert tilkall til þeirra. Ef það kemur fyrir að
þau búi hjá fjölskyldu móðurinnar, eru þau höfð útundan
, og hafa lítinn rétt.
Þegar karlinn deyr, erfír elsti sonurinn eignir hans og tek-
! ur systkinin til sín ef hann er nógu gamall. Ef konan er orð-
! in roskin verður hún um kyrrt í fjölskylduþorpinu, börn
i hennar sjá fyrir henni. Annars fer hún aftur til fjölskyldu
: sinnar þangað til hún giftist aftur. Það kemur fyrir að hún
48