Vera - 01.06.1999, Side 52

Vera - 01.06.1999, Side 52
Linda H. Blöndal Kvennamenning eyjunnar Möltu, sem fiefur um 380 þúsund íbúa, ber sterkan keim af suður-evrópskri fiugsun enda eyjan stutt undan Sikiley. En útlit íbúanna og tungu- málið, maltneska, vísa til margvíslegra og sterkra tengsla við nálœgan Arabafieim. U m fielmingur íbúanna talar einnig ensku sem er til vitnis um stéttarstöðu fyeirra og breska stjórn landsins ium 200 ár. Tvcer stéttir búa í landinu og tveir stjórnmálaflokkar skipta þeim nœstum jafnt á milli sín. Konurá MÖltli Fortíðin er í stuttu máli sú að þjóðin hefur verið undir stjórn erlendra ríkja svo lengi sem menn muna, eða þangað til fyrir um aldarfjórðungi. Eftir lýðveldisstofnun 1971 ríkti sósíalísk stjórn í um 16 ár, eða til 1987. Spilling, einræði og ofbeldi bland- aðist svo sósíalískum hugsunarhætti. Niðurstaðan varð afturför í öllu tilliti. Nú sem fyrr er svo stórveldi kaþólsku kirkjunnar allt umlykjandi og heldur áhrifum sínum á áþreifanlegan hátt með því að sinna velferð- arþjónustu, s.s. kvennaathvörfum, munaðarleysingja- hælum og fátækrahjálp. Kirkjan er sterkasta aflið í því að viðhalda hinni hefðbundnu fjölskyldueiningu heil- agri sem stofnun og tekur mjög virkan þátt í samfé- lagsumræðunni. I fjórtándu heimsókn minni til Möltu ákvað ég loks í vetur að láta sólböðin ekki nægja heldur skoða nánar stöðu maltneskra kvenna. Fjölmiðlar og kvenfietjur Konur á Möltu fengu kosningarétt og kjörgengi árið 1947 og í dag eru sex konur á maltneska þinginu af 52

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.