Vera - 01.06.1999, Blaðsíða 53

Vera - 01.06.1999, Blaðsíða 53
eronica Galea, ein af stofnendum grasrótarhreyfingarinnar ^oviment Mara Maltija, Konur Möltu, sem komu á fót neyðar- linu fyrir þolendur heimilisofbeldis. (langstærstu verkalýðshreyfingu Möltu), að kona sé í forsvari fyrir valdmikla byggingar- og húsnæðisnefnd ríkisins, að kona sé ráð- herra og að arkitektar landsins hafi valið konu til að vera í forsæti fyrir sig. Tvær þingkvenna stjórnarliðsins eru svo formenn fastanefnda þingsins fyrir utanríkis- og fé- lagsmál og forseti þingsins eða „speaker- inn“ var kona þangað til fyrir stuttu. Og skömmu á eftir Vigdísi hér heima var Ag- atha Barbara valin af þingi Möltu til að vera forseti landsins. Þessar kvenhetjur endur- spegla auðvitað engan veginn vonda stöðu kvenna á Möltu almennt en bera þess frek- ar vitni að maltneskar konur eru umfram allt mjög hugaðar og kraftmiklar. Það voru ekki lítillátar konur sem ég sá flytja ræður á flokkshátíð Verkamanna- flokksins á kvennadaginn 8. mars sl. Þing- IÞingkonur flokksins, auk 250 kvenna sem mættar voru til hátíðarfialdanna, enduðu hverja einustu ræðu með þvíað hrópa herskáar hin ýmsu slagorð flokki sínum í hag og ekki var legið á grófum og hávær- um hrópum úr sal. Helena Dalli þingkona Verkamannaflokksins var kvennafull- trúi þingsins og hafði ráðherraígildi. Hún er fyrrverandi feg- urðardrottning Möltu, tveggja barna móðir og stjórnmála- fræðingur. 69 þingmönnum, þrjár frá hvorum flokki. í sveitarstjórnum, sem er aðeins 5 ára gam- alt fyrirbæri, er hlutur kvenna þó nokkuð hærri, eins og víðast annars staðar. En um- ræðan um stöðu kvenna og jafnréttismál er að lifna við svo um munar á Möltu. í tveim- ur aðal dagblöðunum, hinu maltneska Times og Independent, líður varla sá dagur að ekki séu stórar og vel myndskreyttar greinar [ lit um hitt og þetta sem varðar jafn- réttis- og fjölskyldumál. Umræðan er hins vegar svolítið einföld. Ef greinarnar eru ekki skreyttar mynd af móður með ungabarn í örmum þá eru myndir af konu í dragt með skjalatösku. Enn hef ég hvergi rekist á rnyndskreytingu þar sem ungur maður heldur á barni. Ef einhver er með ungabarni á mynd er það kona með sítt hár. Hið skondna er þó að tveir helstu pistlahöfund- ar stóru blaðanna eru kvenkyns. í vikuleg- um pistlum sínum, sem fá viðbrögð lesenda alla vikuna, taka þær báðar undantekning- ry arlítið á óvæginn, rökfastan og skemmtileg- an hátt fyrir mál sem varða konur eða varpa kvennasjónarhorni á aðalumræðuefni sam- félagsins. Þær konur sem skara fram úr á Möltu eru hinar dæmigerðu „kvenhetjur" sem virðast 9®ta allt. Það lítur skringilega út í rótgrónu karlaveldi á Möltu að það sé kona sem sit- Ur í forystusæti hins maltneska ASI konur flokksins, auk 250 kvenna sem mætt- ar voru til hátíðarhaldanna, enduðu hverja einustu ræðu með því að hrópa herskáar hin ýmsu slagorð flokki sínum ( hag og ekki var legið á grófum og háværum hrópum úr sal. Greinarhöfundur, sem flokkast undir hinn venjulega, lokaða íslending sem er ekki van- ur því að konur hækki róminn að ráði, sat því agndofa undir árásargjörnum ræðustíl og sá samstundis fyrir sér að nú færu konurnar út og hreinlega dræpu einhvern. Vonbrigði mín með kvennadaginn í mars - þrátt fyrir að stjórnmálaflokkar Möltu hafi gert heilmikið úr þeim degi - voru hins vegar þau að konurn- ar í Verkamannaflokknum gerðu það að kröfu dagsins að lækka verðlag á nauðsynja- vörum fyrir fjölskyldurnar og voru þar með bara að endurtaka helsta ágreiningsefni í stjórnmálum landsins. Fjölskuldulögin, nýlegir áfangar og viðhorfin Jafnréttisbaráttan á Möltu snýst fyrst og fremst um lagabreytingar. Engin sérstök jafnréttislög eru til en helst er fjallað um rétt kvenna í fjölskyldulögunum. Skrifstofa jafn- réttismála á Möltu (nefnist nú stjórnardeild um samfélagsstöðu kvenna) er ennfremur fárra ára gömul og hefur litlar bjargir, fátt Á 35 ára afmælishátíð kvenréttindafélags Möltu. Til hægri er Jane Spiteri, ein af stofnendum félagsins og goðsögn meðal kvenréttindakvenna, og meö henni eiginkonur ráðherra Þjóð- arflokksins. starfsfólk og engin ráð til að túlka þau lög sem snúa að stöðu kvenna. Fyrir tæpum sex árum var hluta fjölskyldulaganna þó breytt í jafnréttisátt. Með breytingunum var konum fyrst heimilt að taka lán hjá opinber- um stofnunum án undirskriftar eiginmanns og eiginmaðurinn því ekki höfuð fjölskyld- unnar lengur. Sömuleiðis getur eiginmaður- inn ekki lengur selt eignir í sameign án sam- þykkis konu sinnar og hann er ekki lengur 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.