Vera - 01.06.1999, Síða 56

Vera - 01.06.1999, Síða 56
Brynhildur H. Ómarsdóttir Eftir hundrað ára blóðuga baráttu fyrir kvenréttindum, kemur sannleikurinn loksins í Ijós árið 1981. Þá gefur rithöf- undurinn Colette Dowling út bók sína Ösku- buskuáráttan: Dulin hræðsla kvenna við sjálfstæði, og segir okkur femínistum hverju við höfum nú gleymt í baráttu okkar. Sann- leikur Dowlings upplýsir það að á meðan við höfum barist sem sjálfstæðar konur, þá höf- um við í rauninni hræðst sjálfstæðið. Súffra- getturnar köstuðu sér í veg fyrir hestvagna og rauðsokkurnar brenndu brjóstahöldin sín, allt í nafni sjálfstæðis og kvenréttinda, en nú kemur í Ijós að samt hafa þær / við sífellt fall- ið í þá gryfju að láta aðra (eða réttara sagt, að láta karlmenn) taka af okkur öll völd. Því við erum, eins og Dowling bendir á, sífellt hindraðar af uppeldi okkar, sem hvetur okk- ur til að finna prinsinn á hvíta hestinum, láta hann um að kyssa okkur á varirnar, vekja okkar af dásvefni okkar og kvænast okkur. Ekki er nóg með að hann eigi að vekja okkur af aldalöngum svefni, heldur á hann einnig að taka ákvarðanir eftir hjónabandið. Við flytjum í höll hans og hann tekur við kon- ungsríkinu. Hann verður kóngur en við verð- um eiginkonur hans, og aðeins í höllinni, þegar við og prinsinn og börnin okkar lifum hamingjusömu l(fi, munu gaukar gala og laukar spretta og þá munu hrútar fara úr reyfi sínu. Já, sama hve frelsaðar við erum, sama hve róttækar við erum í baráttuaðferðum okkar fyrir réttlátari heimi, og sama hve mörg brjóstahöld og bandaríska fána við brennum, þá erum við alltaf háðar karlmanninum. Það tók Dowling langan tíma að upp- götva þessa áráttu kvenna, þennan nýja sannleik í kvenréttindabaráttunni. Hún var fráskilin með þrjú börn og hafði verið ein- stæð móðir í fjögur ár þegar hún giftist á ný og flytur út í sveit. Þetta segir hún um líf sitt eftir giftinguna: Konur á barmi ævintýrsins hugleiöing um Öskubuskuáráttuna og ástarsögur nútímans Þegar við fluttum síðan upp í sveit þetta dásamlega haust, fannst mér eins og ég hefði verið náðuð eftir þennan tíma, sem ég hugsaði alltaf um sem erfiðleikatímabilið. Forsjónin hafði aftur borið mig til staðar, sem hafði í för með sér sömu líðan og ég hafði þekkt sem barn. Þetta var heimur full- ur af heimabakstri, dúnsængum og ný- straujuðum sumarkjólum. Nú átti ég garð, blóm, stórt hús, litlar, þægilegar sessur út við glugga, og marga króka og kima. Ég fann til öryggis í fyrsta sinn í mörg ár, og þá fór ég að skapa hinn rólega heimilisbrag, sem virðist vera helsta minning manns frá barnæskunni. Ég bjó til hreiður og einangr- aði það með mýksta dúninum og bómullar- hnoðrunum, sem ég fann. Síðan faldi ég mig í þessu hreiðri. Það sem Dowling uppgötvaði við þetta hjónaband sitt, og yfirfærir síðan yfir á ALL- AR vestrænar konur, er að við það að finna hina einu sönnu ást, fara konur ósjálfrátt að leika hið hefðbundna hlutverk kvenna, hjálp- arhelluna. HALLÓ! Ég er ekki hrædd við sjálfstæði! Ég mun ekki fara í hlutverk húsmóðurinnar með kökukeflið og smákrakkann þegar og ef ég giftist. Hvernig dirfist Colette Dowling að yf- irfæra eigin reynslu yfir á mig, Brynhildi Heiðardóttur Ómarsdóttur? En lesum lengra. Colette Dowling, þótt á röngum for- sendum sé, kemur með greinargóða gagn- rýni á vestrænt samfélag dagsins í dag. Konur eru frelsaðar og sjálfstæðar í orði, en alast upp í samfélagi sem leggur áherslu á hefðbundin kynhlutverk sem mynduðust fyr- ir aldalöngu. Ég lifi ekki í ævintýraheimi, en hins vegar á ég sífellt á hættu að sogast inn í hannaða ganga í hlutverk prinsessunnar og byrja að trúa því og treysta að prinsinn á hvíta hestinum eigi eftir að bjarga mér og heiminum öllum. Get ég, sem einstaklingur, nokkurn tímann öðlast sjálfstæði þegar samfélagið ósjálfrátt reynir að hindra mig i því, með því að þrýsta mér í ákveðið fyrir- frammótað hlutverk? Colette Dowling lifði í ævintýraheiminum. Hún fór í gamalkunnugt kvenhlutverk Ösku- busku, ævintýraprinsessunnar, þegar hún flutti á búgarðinn í New York fylki þetta dá- samlega haust seint á áttunda áratugnum. Eins og Mjallhvit, Öskubuska, Þyrnirós, Prinsessan í turninum, Mjaðveig Mánadótt- ir og Helga, góða systir Ásu og Signýjar, þá hefur hún fundið sinn prins og ævintýrinu er lokið. Ævintýrinu lýkur nefnilega alltaf við lokakoss góðu stúlkunnar og prinsins. Þau eiga börn og buru og grafa rætur og muru. Þannig er líf allra ævintýraelskenda eftir að ævintýrinu lýkur, eftir ævintýrið kemur lífstíð af venjulegri og reglubundinni tilveru húsa- kaupa og barnauppeldis. Þannig er það og þannig mun það ávallt vera. Köttur úti í mýri, setti upp á sig stýri, úti er ævintýri. Ástarsögurnar Þetta er okkur sagt statt og stöðugt í barn- æsku. Á hverju kvöldi eru sömu ævintýrin lesin upp fyrir okkur með mjúkri röddu mömmu, pabba, ömmu eða afa. Það eina sem breytist í þessum ævintýrum eru nöfn aðalsöguhetjunnar. Söguþráðurinn er ávallt sá sami. Stúika lendir í vandræðum, prins- inn bjargar henni, stúlka og prins giftast og þau eiga börn og buru o.s.frv. Þetta ævin- týri heldur áfram í einni af mest lesnu bók- menntagrein dagsins í dag ástarsögunni. Framan á ástarsögunni er ávallt litmynd af pari í misnánum faðmlögum. Konan er ung og sæt og grönn, og karlinn er ávallt a.m.k. 10 cm hærri, oft vöðvamikill, en ávallt á- kveðinn á svipinn með kraftalega kjálka. Konan stendur, situr eða liggur í mjúkri og kvenlegri stöðu, en karlinn fær ekki að slaka á á kápumynd ástarsögunnar. Það er á- kveðin spenna í stellingu hans. Myndin sýn- ir hann alltaf yfir konunni. Ef konan liggur, þá liggur hann fyrir ofan hana á málverkinu, ef konan situr, þá stendur maðurinn. Les- endur sjá, áður en þeir byrja lestur ástar- sögunnar, að karlmaðurinn er ávallt á varð- bergi, ávallt spenntur. Þótt hann sé í faðm- lögum við sína heittelskuðu, þá er hann til- 56

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.