Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 4

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1980, Blaðsíða 4
4 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Þessari forvitni þarf að svala og ræða á eðlilegan og málefna- legan hátt. Ef ekki, fá börn oft rangar hugmyndir um kynlíf, tengja það einhverri bannvöru og afleiðingarnar geta orðið þær að viðkomandi litur kynlíf aldrei réttum augum. Einn mikilvægasti þáttur kynfræðslu er að búa börn og ungl- inga undir þær breytingar sem verða við kynþroska. Margar stúlkur verða hræddar þegar þær fá blæðingar i fyrsta skipti og þar sem kynþroskaaldur unglinga færist stöðugt neðar er nauðsynlegt að fræða börnin frá upphafi um almennt kynlíf, getnað, tilfinningalíf og siðferði og taka mikilvægi getnaðarvarna með í fræðslu frá byrjun. Getnaðarvarnir Notkun getnaðarvarna er til að koma í veg fyrir ótimabæra og óæskilega þungun. Til eru margar og misjafnlega öruggar aðferðir til að koma í veg fyrir getnað. Öruggasta og einfaldasta aðferðin er sú að sleppa öllu kynlífi en reynslan hefur sýnt að þessi aðferð nýtur ekki mikilla vinsælda. Reynslan hefur einnig sýnt að ekkert af öðrum aðferðum er 100% öruggt og spilar þar inn í misjafnt öryggi getn- aðarvarna í notkun og mannleg mistök Eftirtaldar aðferðir sem eru til að koma í veg fyrir getnað eru þær algengustu og auðveldustu í notkun. A: Náttúrulegar aðferðir - Biologiskar Þessi aðferð er mikið notuð en er langt frá því að vera örugg. Samfarir eru rofnar áður en sáðlát á sér stað, þetta krefst mikillar sjálfsögunar og minnkar ánægjuna af samlifinu. Konan fær oft ekki fullnægingu og stöðugur ótti við að ekki takist að rjúfa sam- farirnar nógu snemma veldur hræðslu og jafnvel kyndeyfð. Rythma aðferðin Cycklus aðferðin byggist á mælingu morgunhita hjá konunum m.t.t. eggloss, og forðast samfarir á þeim tíma. Ath. að taka verður líftíma sæðisins með í reikninginn.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.